Íslandsæði í dönskum fjölmiðlum: „Í dag erum við öll Íslendingar"

Skjáskot af myndbandinu sem Politiken gerði með þjóðsöng Íslendinga
Skjáskot af myndbandinu sem Politiken gerði með þjóðsöng Íslendinga
Auglýsing

Eins og alþjóð veit ræðst það rétt fyrir klukkan sex í dag hvort íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta kemst áfram í sextán liða úrslit á Evr­ópu­mót­inu í Frakk­landi. Mörg íslensk fyr­ir­tæki hafa brugðið á það ráð að loka fyrr en venju­lega vegna leiks­ins, sem byrjar klukkan fjögur að íslenskum tíma. 

Það er hins vegar ekki bara á Íslandi sem spennan magn­ast fyrir síð­asta leiknum í riðl­in­um. Íslenska liðið hefur heillað fjöl­marga upp úr skónum og allir sem fylgj­ast með mót­inu yfir höfuð verða með athygl­ina á leiknum á eft­ir. 

Danir komu sínu liði ekki á mótið en hafa margir hverjir lýst yfir stuðn­ingi við hið íslenska í stað­inn. Segja má að fjöl­miðl­arnir fari þar fremstir í flokki, og í dag lýsir danska rík­is­út­varp­ið, DR, því yfir í mynd­bandi á Face­book-­síðu sinni að „í dag erum við öll Íslend­ing­ar.“ 

Auglýsing

Danska blaðið Politi­ken hefur gengið öðrum lengra, og hefur allt Evr­ópu­mótið haft íslenska fán­ann í haus vef­síðu sinn­ar. Þar birt­ast svo mis­mun­andi skila­boð og í dag eru þau ein­föld: Auf wieder­sehen Østrig, eða bless Aust­ur­rík­i. 

Auk þess hefur Politi­ken fengið íslenskan kór til þess að syngja íslenska þjóð­söng­inn, til þess að kenna les­endum að syngja með. „Nú hefur þú tæki­færi til að læra hann - svo þú getir hrópað með þegar leik­ur­inn gegn Aust­ur­ríki verður flaut­aður á,“ segir í frétt­inn­i. 

Ekki nóg með þetta heldur ætlar Politi­ken alla leið á Íslands­bryggju í kvöld, að því er segir í annarri frétt. Fjöl­mið­ill­inn ætlar að mæta á svæðið klukku­tíma fyrir leik og gefa fólki íslenska fána. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None