Íslensk aðildarfélög KSÍ gætu fengið um hálfan milljarð króna

Ísland
Auglýsing

Svo gæti farið að aðild­ar­fé­lög Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fái um hálfan millj­arð króna í styrki frá sam­band­inu í ár. Þegar var búið að ákveða að þau myndu fá 300 millj­ónir króna vegna þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér þátt­töku á EM í knatt­spyrnu. Frá­bær árangur liðs­ins, sem komst í átta liða úrslit á mót­inu, gerði það að verkum að sú upp­hæð sem KSÍ fékk frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu (UEFA) fyrir þátt­töku fór úr 1,1 millj­arði króna í 1,9 millj­arða króna. Ef miðað er við að upp­hæðin sem fellur íslensku félög­unum í skaut hækki í sama hlut­falli og tekjur KSÍ af EM þá verður upp­hæðin um 518 millj­ónir króna. Hins vegar verður að taka mið af því að kostn­aður vegna þátt­töku lands­liðs­ins jókst sökum þess hversu vel gekk og greiðslur til leik­manna hækk­uðu sömu­leiðis umtals­vert. Það gæti lækkað greiðslur til aðild­ar­fé­lag­anna.

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag er haft eftir Geir Þor­steins­syni, for­manni KSÍ, að ekki sé enn búið að ákveða hvernig fénu verði skipt á milli félag­anna en að hann von­ist til þess að það skýrist síðar í þessum mán­uði.

Stjórn KSÍ sem ákveður hvernig gullpott­ur­inn skipt­ist

Það verður stjórn KSÍ sem tekur ákvörðun um hvernig fénu verður skipt og ljóst er að um mikla búbót verður fyrir þau. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að á árinu 2015 hafi félögin í Pepsí-­­deild karla fengið 40 millj­­óna króna styrk frá UEFA vegna barna- og ung­l­inga­­starfs. KSÍ greiddi síðan öðrum aðild­­ar­­fé­lög­um en þeim sem léku í Pepsí-­­deild karla 41,5 millj­­ónir króna (um 28 pró­­sent af heild­­ar­kök­unn­i), félögum í Pepsí-­­deild karla 71,1 milljón króna vegna út­­send­ing­­ar- og mark­aðs­réttar (48 pró­­sent)  og félögum í leyf­is­­kerfi KSÍ 22,8 millj­­ónir króna (16 pró­­sent). Þá greiddi KSÍ 11,6 millj­­ónir króna (átta pró­­sent) í ferða­þátt­­töku­gjald, verð­­launafé og fleira á árinu 2015. Sam­tals gera þessar greiðslur KSÍ til­ að­ild­­ar­­fé­laga 147 millj­­ónir króna. 

Í fjár­hags­á­ætlun KSÍ, sem birt var í febr­ú­ar, kom fram að styrkir og fram­lög til aðild­­ar­­fé­laga KSÍ væru áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016, en voru 147 millj­­ónir króna í fyrra. Inni í þeirri tölu voru þær 300 millj­ónir króna sem skipta átti niður á aðild­ar­fé­lög vegna þátt­töku Íslands á EM. Um var að ræða lang­hæstu tölu sem KSÍ hefur ætlað að deila út til aðild­ar­fé­laga og nú er ljóst að hún mun hækka enn frek­ar. 

Kostn­aður KSÍ vegna móts­ins hefur einnig hækk­að, þótt ekki liggi með öllu fyrir hversu hár hann er. Þar skiptir máli að liðið var á end­anum í heilan mánuð í Frakk­landi með til­heyr­andi kostn­aði vegna uppi­halds. Auk þess greindi Morg­un­blaðið frá því í gær að leik­menn og þjálf­arar muni, sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins, skipta á milli sín greiðslu upp á 950 millj­ónir króna vegna árang­urs­ins. Það þýðir að hver og einn mun fá um 38 millj­ónir króna að með­al­tali.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None