Íslensk aðildarfélög KSÍ gætu fengið um hálfan milljarð króna

Ísland
Auglýsing

Svo gæti farið að aðild­ar­fé­lög Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fái um hálfan millj­arð króna í styrki frá sam­band­inu í ár. Þegar var búið að ákveða að þau myndu fá 300 millj­ónir króna vegna þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér þátt­töku á EM í knatt­spyrnu. Frá­bær árangur liðs­ins, sem komst í átta liða úrslit á mót­inu, gerði það að verkum að sú upp­hæð sem KSÍ fékk frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu (UEFA) fyrir þátt­töku fór úr 1,1 millj­arði króna í 1,9 millj­arða króna. Ef miðað er við að upp­hæðin sem fellur íslensku félög­unum í skaut hækki í sama hlut­falli og tekjur KSÍ af EM þá verður upp­hæðin um 518 millj­ónir króna. Hins vegar verður að taka mið af því að kostn­aður vegna þátt­töku lands­liðs­ins jókst sökum þess hversu vel gekk og greiðslur til leik­manna hækk­uðu sömu­leiðis umtals­vert. Það gæti lækkað greiðslur til aðild­ar­fé­lag­anna.

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag er haft eftir Geir Þor­steins­syni, for­manni KSÍ, að ekki sé enn búið að ákveða hvernig fénu verði skipt á milli félag­anna en að hann von­ist til þess að það skýrist síðar í þessum mán­uði.

Stjórn KSÍ sem ákveður hvernig gullpott­ur­inn skipt­ist

Það verður stjórn KSÍ sem tekur ákvörðun um hvernig fénu verður skipt og ljóst er að um mikla búbót verður fyrir þau. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að á árinu 2015 hafi félögin í Pepsí-­­deild karla fengið 40 millj­­óna króna styrk frá UEFA vegna barna- og ung­l­inga­­starfs. KSÍ greiddi síðan öðrum aðild­­ar­­fé­lög­um en þeim sem léku í Pepsí-­­deild karla 41,5 millj­­ónir króna (um 28 pró­­sent af heild­­ar­kök­unn­i), félögum í Pepsí-­­deild karla 71,1 milljón króna vegna út­­send­ing­­ar- og mark­aðs­réttar (48 pró­­sent)  og félögum í leyf­is­­kerfi KSÍ 22,8 millj­­ónir króna (16 pró­­sent). Þá greiddi KSÍ 11,6 millj­­ónir króna (átta pró­­sent) í ferða­þátt­­töku­gjald, verð­­launafé og fleira á árinu 2015. Sam­tals gera þessar greiðslur KSÍ til­ að­ild­­ar­­fé­laga 147 millj­­ónir króna. 

Í fjár­hags­á­ætlun KSÍ, sem birt var í febr­ú­ar, kom fram að styrkir og fram­lög til aðild­­ar­­fé­laga KSÍ væru áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016, en voru 147 millj­­ónir króna í fyrra. Inni í þeirri tölu voru þær 300 millj­ónir króna sem skipta átti niður á aðild­ar­fé­lög vegna þátt­töku Íslands á EM. Um var að ræða lang­hæstu tölu sem KSÍ hefur ætlað að deila út til aðild­ar­fé­laga og nú er ljóst að hún mun hækka enn frek­ar. 

Kostn­aður KSÍ vegna móts­ins hefur einnig hækk­að, þótt ekki liggi með öllu fyrir hversu hár hann er. Þar skiptir máli að liðið var á end­anum í heilan mánuð í Frakk­landi með til­heyr­andi kostn­aði vegna uppi­halds. Auk þess greindi Morg­un­blaðið frá því í gær að leik­menn og þjálf­arar muni, sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins, skipta á milli sín greiðslu upp á 950 millj­ónir króna vegna árang­urs­ins. Það þýðir að hver og einn mun fá um 38 millj­ónir króna að með­al­tali.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None