Íslensk aðildarfélög KSÍ gætu fengið um hálfan milljarð króna

Ísland
Auglýsing

Svo gæti farið að aðild­ar­fé­lög Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fái um hálfan millj­arð króna í styrki frá sam­band­inu í ár. Þegar var búið að ákveða að þau myndu fá 300 millj­ónir króna vegna þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér þátt­töku á EM í knatt­spyrnu. Frá­bær árangur liðs­ins, sem komst í átta liða úrslit á mót­inu, gerði það að verkum að sú upp­hæð sem KSÍ fékk frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu (UEFA) fyrir þátt­töku fór úr 1,1 millj­arði króna í 1,9 millj­arða króna. Ef miðað er við að upp­hæðin sem fellur íslensku félög­unum í skaut hækki í sama hlut­falli og tekjur KSÍ af EM þá verður upp­hæðin um 518 millj­ónir króna. Hins vegar verður að taka mið af því að kostn­aður vegna þátt­töku lands­liðs­ins jókst sökum þess hversu vel gekk og greiðslur til leik­manna hækk­uðu sömu­leiðis umtals­vert. Það gæti lækkað greiðslur til aðild­ar­fé­lag­anna.

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag er haft eftir Geir Þor­steins­syni, for­manni KSÍ, að ekki sé enn búið að ákveða hvernig fénu verði skipt á milli félag­anna en að hann von­ist til þess að það skýrist síðar í þessum mán­uði.

Stjórn KSÍ sem ákveður hvernig gullpott­ur­inn skipt­ist

Það verður stjórn KSÍ sem tekur ákvörðun um hvernig fénu verður skipt og ljóst er að um mikla búbót verður fyrir þau. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að á árinu 2015 hafi félögin í Pepsí-­­deild karla fengið 40 millj­­óna króna styrk frá UEFA vegna barna- og ung­l­inga­­starfs. KSÍ greiddi síðan öðrum aðild­­ar­­fé­lög­um en þeim sem léku í Pepsí-­­deild karla 41,5 millj­­ónir króna (um 28 pró­­sent af heild­­ar­kök­unn­i), félögum í Pepsí-­­deild karla 71,1 milljón króna vegna út­­send­ing­­ar- og mark­aðs­réttar (48 pró­­sent)  og félögum í leyf­is­­kerfi KSÍ 22,8 millj­­ónir króna (16 pró­­sent). Þá greiddi KSÍ 11,6 millj­­ónir króna (átta pró­­sent) í ferða­þátt­­töku­gjald, verð­­launafé og fleira á árinu 2015. Sam­tals gera þessar greiðslur KSÍ til­ að­ild­­ar­­fé­laga 147 millj­­ónir króna. 

Í fjár­hags­á­ætlun KSÍ, sem birt var í febr­ú­ar, kom fram að styrkir og fram­lög til aðild­­ar­­fé­laga KSÍ væru áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016, en voru 147 millj­­ónir króna í fyrra. Inni í þeirri tölu voru þær 300 millj­ónir króna sem skipta átti niður á aðild­ar­fé­lög vegna þátt­töku Íslands á EM. Um var að ræða lang­hæstu tölu sem KSÍ hefur ætlað að deila út til aðild­ar­fé­laga og nú er ljóst að hún mun hækka enn frek­ar. 

Kostn­aður KSÍ vegna móts­ins hefur einnig hækk­að, þótt ekki liggi með öllu fyrir hversu hár hann er. Þar skiptir máli að liðið var á end­anum í heilan mánuð í Frakk­landi með til­heyr­andi kostn­aði vegna uppi­halds. Auk þess greindi Morg­un­blaðið frá því í gær að leik­menn og þjálf­arar muni, sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins, skipta á milli sín greiðslu upp á 950 millj­ónir króna vegna árang­urs­ins. Það þýðir að hver og einn mun fá um 38 millj­ónir króna að með­al­tali.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None