Íslensk aðildarfélög KSÍ gætu fengið um hálfan milljarð króna

Ísland
Auglýsing

Svo gæti farið að aðild­ar­fé­lög Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fái um hálfan millj­arð króna í styrki frá sam­band­inu í ár. Þegar var búið að ákveða að þau myndu fá 300 millj­ónir króna vegna þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér þátt­töku á EM í knatt­spyrnu. Frá­bær árangur liðs­ins, sem komst í átta liða úrslit á mót­inu, gerði það að verkum að sú upp­hæð sem KSÍ fékk frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu (UEFA) fyrir þátt­töku fór úr 1,1 millj­arði króna í 1,9 millj­arða króna. Ef miðað er við að upp­hæðin sem fellur íslensku félög­unum í skaut hækki í sama hlut­falli og tekjur KSÍ af EM þá verður upp­hæðin um 518 millj­ónir króna. Hins vegar verður að taka mið af því að kostn­aður vegna þátt­töku lands­liðs­ins jókst sökum þess hversu vel gekk og greiðslur til leik­manna hækk­uðu sömu­leiðis umtals­vert. Það gæti lækkað greiðslur til aðild­ar­fé­lag­anna.

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag er haft eftir Geir Þor­steins­syni, for­manni KSÍ, að ekki sé enn búið að ákveða hvernig fénu verði skipt á milli félag­anna en að hann von­ist til þess að það skýrist síðar í þessum mán­uði.

Stjórn KSÍ sem ákveður hvernig gullpott­ur­inn skipt­ist

Það verður stjórn KSÍ sem tekur ákvörðun um hvernig fénu verður skipt og ljóst er að um mikla búbót verður fyrir þau. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að á árinu 2015 hafi félögin í Pepsí-­­deild karla fengið 40 millj­­óna króna styrk frá UEFA vegna barna- og ung­l­inga­­starfs. KSÍ greiddi síðan öðrum aðild­­ar­­fé­lög­um en þeim sem léku í Pepsí-­­deild karla 41,5 millj­­ónir króna (um 28 pró­­sent af heild­­ar­kök­unn­i), félögum í Pepsí-­­deild karla 71,1 milljón króna vegna út­­send­ing­­ar- og mark­aðs­réttar (48 pró­­sent)  og félögum í leyf­is­­kerfi KSÍ 22,8 millj­­ónir króna (16 pró­­sent). Þá greiddi KSÍ 11,6 millj­­ónir króna (átta pró­­sent) í ferða­þátt­­töku­gjald, verð­­launafé og fleira á árinu 2015. Sam­tals gera þessar greiðslur KSÍ til­ að­ild­­ar­­fé­laga 147 millj­­ónir króna. 

Í fjár­hags­á­ætlun KSÍ, sem birt var í febr­ú­ar, kom fram að styrkir og fram­lög til aðild­­ar­­fé­laga KSÍ væru áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016, en voru 147 millj­­ónir króna í fyrra. Inni í þeirri tölu voru þær 300 millj­ónir króna sem skipta átti niður á aðild­ar­fé­lög vegna þátt­töku Íslands á EM. Um var að ræða lang­hæstu tölu sem KSÍ hefur ætlað að deila út til aðild­ar­fé­laga og nú er ljóst að hún mun hækka enn frek­ar. 

Kostn­aður KSÍ vegna móts­ins hefur einnig hækk­að, þótt ekki liggi með öllu fyrir hversu hár hann er. Þar skiptir máli að liðið var á end­anum í heilan mánuð í Frakk­landi með til­heyr­andi kostn­aði vegna uppi­halds. Auk þess greindi Morg­un­blaðið frá því í gær að leik­menn og þjálf­arar muni, sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins, skipta á milli sín greiðslu upp á 950 millj­ónir króna vegna árang­urs­ins. Það þýðir að hver og einn mun fá um 38 millj­ónir króna að með­al­tali.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None