Ný mannréttindastofnun til að uppfylla kröfur Parísarviðmiða

druslugangan_19432731344_o.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­stofnun Íslands mun upp­fylla kröfur samn­inga Sam­ein­uðu þjóð­anna um mann­rétt­indi, verði frum­varp inn­an­rík­is­ráð­herra sam­þykkt á Alþingi. Drög að frum­varp­inu voru birt á vef ráðu­neyt­is­ins fyrir helgi til umsagn­ar. Ráð­herr­ann Ólöf Nor­dal hygg­ist mæla fyrir frum­varp­inu þegar þing kemur saman á ný 15. ágúst, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Stofn­unin mun upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­við­mið­anna sem sam­þykkt voru á Alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í des­em­ber 1993. Þar er kveðið á um að sjálf­stæð stofn­un, óháð stjórn­völd­um, vinni að efl­ingu og vernd mann­rétt­inda í hverju ríki. Stofn­unin á að veita fram­kvæmd­ar­vald­inu, lög­gjaf­ar­vald­inu og öðrum aðilum ráð­gjöf um mann­rétt­inda­mál í land­inu og vinna að „virkri fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og sam­ræm­ingu inn­lendrar rétt­ar­fram­kvæmdar við þá,“ eins og segir í athuga­semdum við frum­varp­ið.

Íslensk stjórn­völd myndu með stofnun mann­rétt­inda­stofn­unar taka stórt skref í full­gild­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Í þeim samn­ingi, sem und­ir­rit­aður var árið 2007, er í fyrsta sinn í alþjóða­samn­ingi kveðið á um að sér­stök mann­rétt­inda­stofnun hafi eft­ir­lit með fram­kvæmd samn­ings­ins. Samn­ing­ur­inn um rétt­indi fatl­aðs fólks hefur enn ekki farið alla leið í gegnum þing­ið, en frum­varpi um breyt­ingu á lögum til að und­ir­búa full­gild­ingu samn­ings­ins var dreift á Alþingi í lok árs 2014. Önnur umræða á enn eftir að fara fram um þær laga­breyt­ing­ar.

Auglýsing

Mann­rétt­inda­stofn­unin mun heyra undir Alþingi og hafa bæði fjá­hags­legt og stofn­ana­bundið sjálf­stæði, þe. með eigið starfs­lið og starf­stöð. Íslensk stjórn­völd hafa meðal ann­ars fengið til­mæli frá Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands, mann­rétt­inda­full­trúa Evr­ópu­ráðs­ins og mann­rétt­inda­nefd Sam­ein­uðu þjóð­anna um að mann­rétt­inda­stofnun væri ábóta­vant, eftir alls­herj­ar­út­tekt á stöðu mann­rétt­inda­mála á Íslandi árið 2012. Í frétt á vef inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að mann­rétt­inda­skrif­stofa hafi sinnt sam­bæri­legu hlut­verki og sú mann­rétt­inda­stofnun sem lagt er til að stofnuð verði, en að skrif­stofan hafi ekki notið full­kom­ins sjálf­stæðis eða verið tryggt fjár­magn af rík­inu.

Vinna við sam­bæri­lega stofnun sem myndi upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­við­mið­anna var hafin seint á síð­asta kjör­tíma­bili. Í frétt Frétta­blaðs­ins í lok árs 2012 er fjallað um áform Ögmundar Jón­as­son­ar, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, um að koma slíkri stofnun á fót. Vinn­unni lauk hins vegar ekki fyrir kosn­ing­arnar 2013.

Á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur sam­bæri­legum stofn­unum verið komið á fót, all­staðar nema í Sví­þjóð þar sem verk­efnum stofn­un­ar­innar er dreift á nokkur sjálf­stæð emb­ætti innan sænsku stjórn­sýsl­unn­ar. Hug­myndir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins íslenska um mann­rétt­inda­stofnun byggja að miklu leyti á fyr­ir­mynd norsku stof­un­ar­inn­ar. Þar starfar sam­bæri­leg stofnun undir Osló­ar­há­skóla og sinnir verk­efnum líkt og mælt er fyrir um í Par­ís­ar­við­mið­un­un.

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefur óskað eftir umsögnum og athuga­semdum við frum­varpið sem þurfa að ber­ast til og með 25. júlí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None