Ferðamenn eyddu 26 milljörðum á Íslandi í júní

vi-seljalandsfoss_14356992780_o.jpg
Auglýsing

Erlendir ferða­menn hafa aldrei eytt meiri pen­ingum á Íslandi en þeir gerðu í júní síð­ast­liðn­um. Alls nam erlend greiðslu­korta­velta í mán­uð­inum tæpum 26 millj­örðum króna, sem er átta millj­örðum krónum meira en hún var í sama mán­uði 2015. Það þýðir að aukn­ingin á milli ára er rúm­lega 40 pró­sent. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar.

Það sem af er ári hafa erlendir ferða­menn greitt um 100 millj­örðum króna með kortum sín­um. Mest hefur farið í flug­ferð­ir, eða um 19 millj­arðar króna, en um 18 millj­arðar króna fóru í gisti­þjón­ustu. Þá hafa þeir eytt 11,6 millj­örðum króna í verslun á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Með­al­velta í krónum  talið er eilítið hærri en hún var í júní í fyrra, eða um 139 þús­und á hvern ferða­mann. Mest eyða ferða­menn frá Sviss, eða 245 þús­und krónum að með­al­tali, en Kín­verjar (67 þús­und krón­ur) og Pól­verjar (28 þús­und krón­ur) eru með lægstu með­al­velt­una.

Auglýsing

Það kemur kannski fæstum á óvart en ferða­menn sem heim­sóttu Ísland hafa aldrei verið fleiri en í nýliðnum júní­mán­uði, þegar 186 þús­und slíkir fóru til og frá land­inu. Það er tæp­lega 36 pró­sent fleiri en komu hingað í júní 2015. Alls komu um 700 þús­und ferða­menn til Íslands á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem er 183 þús­und fleiri en komu hingað á sama tíma­bili í fyrra og jafn margir og heim­sóttu landið allt árið 2012. Vert er að taka fram að júlí og ágúst eru vana­lega þeir mán­uðir sem flestir ferða­menn heim­sækja Ísland og því má búast við því að enn fleiri slíkir komi hingað til lands á síð­ari hluta árs­ins en gerðu það á fyrstu sex mán­uðum þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None