Morðinginn aðhylltist hægri öfgastefnu

Níu eru látnir eftir fjöldamorð í verslunarmiðstöð í München í gær. Flest fórnarlömbin eru á unglingsaldri. Árásarmaðurinn lagði áherslu á að myrða jafnaldra sína. Ódæðinu er líkt við Útey og Columbine.

Þjóðverjar syrgja þá látnu eftir fjöldamorðin í gær. Tíu létust, þar af níu ungmenni, að árásarmanninum meðtöldum.
Þjóðverjar syrgja þá látnu eftir fjöldamorðin í gær. Tíu létust, þar af níu ungmenni, að árásarmanninum meðtöldum.
Auglýsing

Tíu eru látnir eftir að 18 ára Þjóð­verji hóf skot­hríð í versl­un­ar­mið­stöð í München í Þýska­landi seinni­part­inn í gær. Árás­armað­ur­inn svipti sig lífi eftir að hafa skotið á mann­fjöld­ann, eftir að hafa skotið níu til bana og sært 21. Þýskir fjöl­miðlar greina frá því að mað­ur­inn hafi aðhyllst hægri öfga­stefnu og litið mjög upp til fjöldamorð­ingj­ans And­ers Ber­ing Breivík.

Flestir jafn­aldrar morð­ingj­ans

Flest þeirra látnu voru ungt fólk. Þrír voru fjórtán ára, tveir fimmtán ára, eitt 17 ára, eitt 19 ára, 20 og 45 ára. Öll voru þýsk og búsett í München. Mað­ur­inn not­aði Glock-s­kam­byssu til að fremja ódæð­ið.

The Guar­dian greinir frá því að árás­armað­ur­inn hafi aflað sér upp­lýs­inga um skotárásir og við­bragðs­tíma lög­reglu. Lög­reglan komst að þessu eftir að hús­leit var gerð heima hjá honum í morg­un. Ekk­ert benti til þess að hann hefði tengsl við hryðju­verka­sam­tök, eða hafi stundað öfga­trú, en hann var af írönsku bergi brot­inn. Ekk­ert liggur fyrir um ástæður verkn­að­ar­ins. Lög­reglan óskar eftir því að fá mynd­skeið send frá almenn­ingi, sem og ljós­myndir og hljóð­upp­tökur sem teknar voru á meðan á árásinni stóð. 

Auglýsing

Lokk­aði skóla­fé­laga í gegn um Face­book

Greint var frá því í þýskum fjöl­miðlum í morgun að árás­armað­ur­inn virð­ist hafa lokkað ung­menni í versl­un­ar­mið­stöð­ina í gegn um Face­book áður en hann réð­ist til atlögu. Hann á að hafa boðið þar ókeypis varn­ing til að fá sem flest ungt fólk. Hann þótt­ist þar vera ung kona. Hann lagði áherslu á að hafa sam­band við skóla­systk­ini sín. 

Líkt við Col­umbine og Útey

Mað­ur­inn átti erf­iða skóla­göngu og hafði þjáðst af þung­lyndi. Þýskir fjöl­miðlar slá því upp að teng­ing sé á milli hans og And­ers Ber­ing Breivík, sem myrti 77 í Útey þann 22. júlí 2011, en árásin í München var framin þegar fimm ár voru liðin síðan Breivík framdi fjöldamorð­in. Þá er árásinni líkt við skor­árás­ina í fram­halds­skól­anum Col­umbine í Banda­ríkj­unum árið 1999 þegar tveir nem­endur skól­ans skutu 12 sam­nem­endur sína til bana og einn kenn­ara.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None