20 starfsmenn Kaupþings fá allt að 1,5 milljarð í bónus

Kaupþing féll í október 2008. Nauðasamningur bankans var samþykktur um síðustu áramót og nú vinnur eignarhaldsfélagið Kaupþing að því að hámarka virði eigna hans, og samhliða endurheimtur kröfuhafanna sem eiga félagið.
Kaupþing féll í október 2008. Nauðasamningur bankans var samþykktur um síðustu áramót og nú vinnur eignarhaldsfélagið Kaupþing að því að hámarka virði eigna hans, og samhliða endurheimtur kröfuhafanna sem eiga félagið.
Auglýsing

Um tutt­ugu starfs­menn eign­ar­halds­fé­lags­ins Kaup­þings, sem tók við hlut­verki slita­bús Kaup­þings að loknum nauða­samn­ingum bank­ans í lok árs í fyrra, geta fengið sam­tals tæp­lega 1.500 millj­ónir króna í bón­us­greiðslur ef mark­mið um hámörkum á virði óseldra eigna félags­ins næst. Bón­us­greiðsl­urnar eiga að greið­ast út ekki síðar en í lok apríl 2018. Langstærsta óselda eign Kaup­þings er 87 pró­sent hlutur í Arion banka, við­skipta­banka sem starfar að mestu á íslenskum mark­aði og var end­ur­reistur af íslenska rík­inu með íslenskum inn­stæð­um.

Greint er frá mál­inu í DV í dag. Þar segir að 20 manna hóp­ur­inn sé að stórum hluta sá sami og hafi þegar fengið bón­us­greiðslur upp á tugi millj­óna króna þegar Kaup­þing lauk nauða­samn­ings­gerð um síð­ustu ára­mót. Greiðsl­urnar sem þeir eiga nú von á eru hins vegar mun hærri. Sam­kvæmt frétt DV geta ein­stakir starfs­menn í sumum til­fellum fengið um og yfir 100 millj­ónir króna í sinn hlut.

Bónus­kerfið er hluti af starfs­kjara­stefnu fyrir starfs­menn Kaup­þingbs sem lögð verður fyrir aðal­fund félags­ins sem fer fram 30. ágúst, í næstu viku. Í henni er sér­stak­lega tekið fram að bónus­kerfið nái ekki til stjórnar og ann­arra æðstu stjórn­enda Kaup­þings, en sá hópur telur sam­tals fimm manns. Í DV segir hins vegar að hugs­an­lega verði komið upp sér­stöku bónus­kerfi fyrir þá.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent
None