Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu

Sigríður Andersen
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sæk­ist eftir 2. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík. Nái hún mark­miði sínu mun hún leiða annað Reykja­vík­ur­kjör­dæmið fyrir flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um. Í gær til­kynnti Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, að hann sæk­t­ist líka eftir öðru sæti í próf­­kjöri flokks­ins. Þau sækj­ast því eftir sama sæt­i. 

Ólöf Nor­dal, vara­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, er talin lík­­­leg til að sækj­­ast eftir fyrsta sæt­inu í Reykja­vík og þar með leiða hitt kjör­­dæm­ið. Sig­ríður lenti í sjö­unda sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks fyrir þing­­kosn­­ing­­arnar 2013 og var vara­þing­maður flokks­ins í upp­hafi kjör­tíma­bils. Hún tók sæti Pét­urs H. Blön­dal á þingi þegar hann lést sum­arið 2015.

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir og Ill­ugi Gunn­­ar­s­­son leiddu lista Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­unum tveimur í síð­­­ustu þing­­kosn­­ing­­um. Þau hafa bæði til­­kynnt um að þau ætli sér að hætta í stjórn­­­málum og bjóða sig því ekki aftur fram í haust. Þá var Pétur H. Blön­­dal í öðru sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suð­ur í síð­ustu kosn­ing­um.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent
None