Vill rifta sölu á flugvallarlandi og hafnar niðurstöðu dómstóla varðandi neyðarbrautina

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að hann hafi gert það sem skil­yrði fyrir und­ir­ritun sam­komu­lags um úttekt á því hvar væri best að hafa Reykja­vík­ur­flug­völl að Norð­aust­ur/Suð­vest­ur­braut (einnig kölluð neyð­ar­braut) yrði ekki lok­að. Hann segir sölu rík­is­ins á flug­vall­ar­landi í Skerjar­firði, sem afgreidd hefur verið í rík­is­stjórn og Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt sig skuld­bund­inn til að standa við, vera ólög­mæta og vill rifta henni. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sig­mundar Davíð í Morg­un­blað­inu í dag sem fjallar um Reykja­vík­ur­flug­völl og mál honum tengd.

Sam­komu­lagið sem Sig­mundur Davíð vísar í snérist um að ljúka vinnu við end­­­ur­­­skoðun á deiliskipu­lagi fyrir Reykja­vík­­­­­ur­flug­­­völl. Hann tók sjálfur þátt í að und­ir­rita sam­komu­lag um fram­tíð inn­an­lands­flugs þennan dag, sem snérist að mestu um skipun Rögnu­nefnd­ar­innar svoköll­uðu og að lokun einni af stærri brautum Reykja­vík­ur­flug­vallar sem gert var ráð fyrir í aðal­skipu­lagi yrði frestað frá 2016 til 2022. Und­ir­rit­unin fór fram í Hörpuí októ­ber 2013 fyrir framan mynda- og upp­töku­vélar fjöl­miðla. Aðrir sem und­ir­rit­uðu það sam­komu­lag voru Jón Gnarr, þá borg­ar­stjóri, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, Dagur B. Egg­erts­son, þá for­maður borg­ar­ráðs, og Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Icelandair Group.

Í fram­halds­sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var af Jón Gnarr og Hönnu Birnu við sama tæki­færi segir hins veg­ar: „Aðilar ljúki vinnu við end­ur­skoðun á deiliskipu­lagi fyrir flug­vall­ar­svæðið og að til­kynnt verði um lokun NA/SV-braut­ar­innar sam­hliða aug­lýs­ingu þess, síðar á þessu ári. Sam­tímis skal end­ur­skoða núgild­andi skipu­lags­reglur fyr­ir­ Reykja­vík­ur­flug­völl til sam­ræm­is.“

Auglýsing

Í des­em­ber 2013 óskaði inn­­­an­­­rík­­­is­ráðu­­­neytið eftir því að und­ir­­­bún­­­ingur yrði hafin að lokun neyð­ar­braut­­­ar­inn­­­ar, með þeim fyr­ir­vara að ekk­ert yrði gert fyrr en að Rögn­u­­­nefndin svo­­­kall­aða myndi skila nið­­­ur­­­stöðum sín­­­um. Skýrslu henn­ar var skilað í fyrra og nið­­­ur­­­staða nefnd­­­ar­innar leysti ekki deilur um fram­­­tíð Reykja­vík­­­­­ur­flug­vallar á nokkurn hátt. Ákvörðun á grund­velli til­­­lagna hennar liggur enn ekki fyr­­­ir.

Ólöf Nor­dal, núver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, taldi sig ekki bundna af því að standa við þetta sam­komu­lag þegar á reyndi og því stefndi Reykja­vík­ur­borg rík­inu fyrir dóm­stóla. Hæsti­réttur stað­festi dóm hér­aðs­dóms í málínu í júní síð­ast­liðnum þess efnis að í sam­komu­lag­inu fælist bind­andi lof­orð um að loka braut­inni.

Segir sam­komu­lagið ekki hafa snú­ist um lokun braut­ar­innar

Sig­mundur Davíð segir þetta þvert á það sem hann hafi lagt upp með við sam­komu­lags­gerð­ina. Í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag segir hann að í „októ­ber 2013 var þess farið á leit við mig sem for­sæt­is­ráð­herra að ég und­ir­rit­aði sam­komu­lag rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borgar og Flug­fé­lags Íslands (eða Icelandair Group) um að gerð yrði enn ein úttekt á því hvar best væri að hafa Reykja­vík­ur­flug­völl. Fyrir vikið sögð­ust full­trúar borg­ar­innar til í að eyða óvissu um flug­völl­inn af sinni hálfu a.m.k. til árs­ins 2022. [...]Í drögum að sam­komu­lag­inu var tekið fram að aðilar féllust á að NA/SV-braut­inni yrði lok­að. Þetta sagði ég vera frá­leitt skil­yrði sem ekki kæmi til greina að sam­þykkja. Auk þess sem ég gerði athuga­semdir við fleiri atriði í drög­un­um. Ég kvaðst svo reiðu­bú­inn að und­ir­rita sam­komu­lagið gegn því skil­yrði að umrædd atriði yrðu tekin út og það væri á hreinu að ekki væri verið að sam­þykkja lokun NA/SV-braut­ar­inn­ar. Þvert á móti væri ég að fall­ast á þátt­töku í und­ir­rit­un­inni til að tryggja að ekki yrði samið um lokun braut­ar­inn­ar.“

Sig­mundur Davíð segir að fall­ist hafi verið á þetta og sam­komu­lagið svo und­ir­ritað í við­ur­vist ljós­mynd­ara og blaða­manna. “Það kom mér því mjög á óvart að dóm­stólar skyldu telja ríkið skuld­bundið til að loka neyð­ar­braut flug­vall­ar­ins þegar ég sem for­sæt­is­ráð­herra hafði bein­línis gert það að skil­yrði fyrir und­ir­ritun sam­komu­lags við borg­ina að horfið yrði frá því að semja um það.“

Líkt og áður sagði und­ir­rit­aði Sig­mundur Davíð ekki það sam­komu­lag sem dóm­stólar komust að nið­ur­stöðu um að fæli í sér bind­andi lof­orð um lokun neyð­ar­braut­ar­inn­ar. Í því sam­komu­lagi, sem Jón Gnarr og Hanna Birna und­ir­rit­uðu ein, seg­ir: „Aðilar ljúki vinnu við end­ur­skoðun á deiliskipu­lagi fyrir flug­vall­ar­svæðið og að til­kynnt verði um lokun NA/SV-braut­ar­innar sam­hliða aug­lýs­ingu þess, síðar á þessu ári. Sam­tímis skal end­ur­skoða núgild­andi skipu­lags­reglur fyr­ir­ Reykja­vík­ur­flug­völl til sam­ræm­is.“

Sig­mundur Davíð fjallar einnig um sölu rík­is­ins á landi sínu í Skerja­firði nýverið á 440 millj­ónir króna. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra taldi sig skuld­bund­inn að standa við sam­komu­lagið sem gert var í tíð síð­ustu rík­is­stjórnar og því var salan afgreidd. 

Sig­mundur Davíð er ósam­mála nið­ur­stöðu Bjarna og segir að það megi ljóst vera að salan stand­ist hvorki laga­legar for­sendur né fjár­hags­legar for­send­ur. Hún vinni auk þess gegn því mark­miði að standa vörð um Reykja­vík­ur­flug­völl. „Annað getur því vart talist for­svar­an­legt en að rifta hinum ólög­mæta samn­ingi. Sú riftun myndi von­andi marka umskipti í bar­átt­unni um Reykja­vík­ur­flugvöll og sýna að rík­is­valdið sé reiðu­búið að gera það sem þarf til að stöðva til­raunir borg­ar­yf­ir­valda til að fjar­lægja flug­völl­inn sneið fyrir sneið.“

Ljóst má vera að gera á fram­tíð inn­an­lands­flugs og stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar að kosn­inga­máli. Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa nokkrum sinnum lagt fram frum­vörp um að taka skipu­lags­vald á flug­vall­ar­svæð­inu af Reykja­vík­ur­borg og í vik­unni lögðu 25 þing­­menn úr fjórum flokkum fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu á Alþingi um að efnt verði til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um það hvort flug­­­völlur og mið­­stöð inn­­an­lands- og sjúkra­flugs skuli áfram vera í Vatns­­­mýr­inni í Reykja­vík. Allir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins utan ráð­herra hans standa að til­lög­unn­i. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None