Samanburður lána í Fyrstu fasteign „afar villandi“

Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur kynnti Fyrstu fasteign í Hörpu 15. ágúst 2016.
Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur kynnti Fyrstu fasteign í Hörpu 15. ágúst 2016.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands segir að sam­an­burður á greiðslu­byrði og eft­ir­stöðvum verð­tryggðra og óverð­tryggðra fast­eigna­lána sem er að finna í grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um stuðn­ing til að kaupa á fyrstu íbúð (einnig þekkt sem Fyrsta fast­eign) sé „afar vill­and­i“. Þær fjár­hæðir sem þar eru settar fram séu ekki sam­bæri­legar á milli ára og rétt­ara hefði verið að setja sam­an­burð sem þennan fram á föstu verð­lagi. Þetta kemur fram í umsögn Seðla­bank­ans um frum­varpið

Upp­lýs­ingar sem byggðu á sam­an­burð­inum sem Seðla­bank­inn gagn­rýnir er einnig að finna í kynn­ingu sem haldin var á Fyrstu fast­eign í Hörpu nýver­ið. Seðla­bank­inn tekur þó ekki beina afstöðu til frum­varps­ins, þar sem að það snýr fyrst og fremst að „tekju­skipt­ingu og til­færslu á skatt­byrði milli kyn­slóða.“

Seðla­banki Íslands gagn­rýnir einnig frum­varp um til laga um breyt­ingu á lögum um vexti og verð­trygg­ingu, sem á að banna hluta Íslend­inga að taka 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, í umsögn sinni um það frum­varp. Þar segir að til­gangur frum­varps­ins sé óljós en virð­ist vera sá að mæta skorti á upp­lýs­inga­gjöf vegna lán­veit­inga. „Ef svo er væri æski­legra að bregðast við því með beinum hætti frekar en að tak­marka þá val­kosti sem standa hluta lán­tak­enda til boða, sér­stak­lega þar sem ekki er metið til hve margra bannið mun lík­lega ná. Í frum­varp­inu er sú teg­und lána sem lag­t er til að verði óheimil mjög skýrt til­greind, en bannið mun því ekki ná til láns­forma sem við­búið er að komi fram verði það að veru­leika, og ­geta líkt nán­ast alger­lega eftir því formi sem bannað verð­ur. Því er lík­legt að verði afar erfitt að ná þeim mark­miðum sem frum­varpi þessu er ætlað að ná.“ 

Auglýsing

Seðla­bank­inn bendir á að í frum­varp­inu sé lögð til breyt­ing á lögum um vexti og verð­trygg­ingu. „Í kjöl­far álits ESA um að algjört bann á geng­is­tryggðum lánum fæli í sér brot á 40 gr. EES samn­ings­ins hef­ur verið unnið að breyt­ingum á þessum lög­um. Sam­hliða hafa einnig ver­ið lagðar til breyt­ingar er lúta að tak­mörkun lán­veit­inga í erlend­um gjald­miðlum til óvar­inna aðila. Seðla­bank­inn telur afar brýnt að þess­ar breyt­ingar nái fram að ganga.“

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None