Úslit prófkjöra helgarinnar – allir listar

Bjarni Benediktsson, Össur Skarphéðinsson, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Bjránsson, Árni Páll Árnason og Páll Magnússon. Allir leiða lista eftir prófkjör eða flokksval helgarinnar.
Bjarni Benediktsson, Össur Skarphéðinsson, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Bjránsson, Árni Páll Árnason og Páll Magnússon. Allir leiða lista eftir prófkjör eða flokksval helgarinnar.
Auglýsing

Próf­kjör Sam­fylk­ingar og Sjálf­stæð­is­flokks fóru fram í fimm kjör­dæm­um. Mjög hallar á hlut kvenna á listum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Karlar hrepptu fyrsta sætið í öllum próf­kjör­un­um. Sam­þykktur fram­boðs­listi Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi var einnig kunn­gjörður um helg­ina.

Sam­fylk­ingin hélt þrjú próf­kjör; eitt í Reykja­vík fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og suð­ur, annað í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og það þriðja í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt próf­kjör í Suð­ur­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Helstu tíð­indin urðu í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi þar sem Rag­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra og odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, hafn­aði í fjórða sæti. Hún hafði sóst eftir að leiða list­ann eins og þrír aðr­ir.

Auglýsing

Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks

Suð­ur­kjör­dæmi

Páll Magnússon hefur lengi starfað á fjölmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

 1. Páll Magn­ús­son
 2. Ásmundur Frið­riks­son
 3. Vil­hjálmur Árna­son
 4. Rag­heiður Elín Árna­dóttir
 5. Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir
Ítar­legar nið­ur­stöður á vef flokks­ins

Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009 þegar hann tók við af Geir H. Haarde.

 1. Bjarni Bene­dikts­son
 2. Jón Gunn­ars­son
 3. Óli Björn Kára­son
 4. Vil­hjálmur Bjarna­son, alþing­is­maður
 5. Bryn­dís Har­alds­dóttir
 6. Karen Elísa­bet Hall­dórs­dóttir
Ítar­legar nið­ur­stöður á vef flokks­ins

Próf­kjör Sam­fyk­ing­ar­innar

Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Árni Páll Árnason var formaður Samfylkingarinnar þar til í júní þegar Oddný Harðardóttir tók við formennsku í flokknum.

 1. Árni Páll Árna­son
 2. Mar­grét Gauja Magn­ús­dóttir
 3. Sema Erla Serdar
 4. Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son

Reykja­vík­ur­kjör­dæmin

Össur Skarphéðinsson hefur setið á Alþingi síðan 1991. Hann var utanríkisráðherra árin 2009 til 2013.

 1. Össur Skarp­héð­ins­son
 2. Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir
 3. Eva Bald­urs­dóttir
 4. Helgi Hjörvar
 5. Val­gerður Bjarna­dóttir
 6. Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir
 7. Auður Alfa Ólafs­dóttir
 8. Stein­unn Ýr Ein­ars­dóttir

Norð­vest­ur­kjör­dæmi

Inga Björk Bjarnadóttir og Guðjón Brjánsson skipa efstu sæti lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

 1. Guð­jón S. Brjáns­son
 2. Inga Björk Bjarna­dóttir

Vinstri græn

Suð­ur­kjör­dæmi – upp­still­ing

Ari Trausti Guðmundsson er helst þekktur fyrir dagskrárgerð í sjónvarpi um náttúruvísindi.

 1. Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­fræð­ing­ur, Reykja­vík.
 2. Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, Skaft­ár­hreppi.
 3. Dan­íel E. Arn­ars­son, háskóla­nemi, Hafn­ar­fjörð­ur.
 4. Dagný Alda Steins­dótt­ir, inn­an­hús­arki­tekt, Reykja­nes­bæ.
 5. Helga Tryggva­dótt­ir, náms- og starfs­ráð­gjafi, Vest­manna­eyj­ar.
 6. Þor­valdur Örn Árna­son, eft­ir­launa­mað­ur, Reykja­nes­bæ.
 7. Sig­ríður Þór­unn Þor­varð­ar­dótt­ir, nemi, Höfn í Horna­firði.
 8. Gunnar Þórð­ar­son, tón­skáld, Reykja­vík.
 9. Hildur Ágústs­dótt­ir, kenn­ari, Rangár­þing eystra.
 10. Gunn­hildur Þórð­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­mað­ur, Reykja­nes­bæ.
 11. Einar Sindri Ólafs­son, háskóla­nemi, Sel­fossi.
 12. Ida Løn, fram­halds­skóla­kenn­ari, Ölf­usi.
 13. Ester Bíbí Ásgeirs­dótt­ir, tón­list­ar­kona, Hafn­ar­firði.
 14. Einar Berg­mundur Arn­björns­son, þró­un­ar­stjóri, Ölf­usi.
 15. Anna Gunn­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, Sel­foss.
 16. Jónas Hösk­ulds­son, örygg­is­vörð­ur, Vest­manna­eyj­ar.
 17. Stein­arr Guð­munds­son, verka­mað­ur, Höfn í Horna­firði.
 18. Svan­borg Jóns­dótt­ir, dós­ent, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
 19. Björn Har­alds­son, versl­un­ar­mað­ur, Grinda­vík.
 20. Guð­finnur Jak­obs­son, bóndi, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None