Lykilmaður í Seðlabankanum braut trúnað um hrunhelgina

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­banka Íslands, við­ur­kenndi að hafa brotið trúnað þegar hann upp­lýsti eig­in­konu sína, sem þá var lög­maður sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, um aðgerðir bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­ar­lag­anna. Þetta kemur fram í vitna­skýrslu sem tekin var af Sturlu af sér­stökum sak­sókn­ara árið 2012 og fjallað verður um í Kast­ljósi í kvöld. 

Við skýrslu­tök­una var­aði Sturla sjálfur við því að inn­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­ar­lögin voru sett. Stur­la, sem starfar enn í Seðla­bank­an­um, upp­lýsti bank­ann ekki um fram­burð sinn hjá sér­stökum sak­sókn­ara fyrr en eftir að Kast­ljós spurð­ist fyrir um málið hjá hon­um. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir að Í vitna­skýrsl­unni yfir sé meðal ann­ars fjallað meðal um aðkomu hans að sím­tali þeirra Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, þar sem ákveðið var að veita Kaup­ingi 500 miljón evra lán sama dag og neyð­ar­lögin voru sett. 

Auglýsing

Í vitna­skýrsl­unni seg­ir:Sturla kvað að Geir H. Haarde hefði átt að stöðva einum sól­ar­hring fyrr (Guð blessi Ísland ávarp­ið). Hann kvaðst hafa verið áhyggju­fullur yfir því að bank­arnir skyldu opn­aðir á mánu­deg­in­um. Neyð­ar­lögin hefðu átt að koma sól­ar­hring fyrr. Reiknar með að í bönk­unum sé að finna hreyf­ingar sem áttu upp­runa sinn í því að menn töldu góðar líkur á því að þeir færu á haus­inn. Það hefði átt að sam­þykkja neyð­ar­lögin og „Blessa Ísland" á sunnu­dags­kvöld­ið."

Sagði að einn bank­inn væri búinn að kasta inn hand­klæð­inu

Neyð­ar­lögin voru sett 6. októ­ber, eftir lokun mark­aða. Í kjöl­far setn­ingar þeirra féllu alllir þrír stóru íslensku við­skipta­bank­arnir einn af öðr­um. Helg­ina á undan hafði verið mik­ill atgangur í íslenska stjórn­kerf­inu vegna stöðu bank­anna og miklar umræður áttu sér stað milli stjórn­mála­manna, starfs­manna Seðla­banka Íslands, sér­fræð­inga og þeirra sem stýrðu fjár­mála­kerf­inu. Ströng þagn­ar­skylda hvíldi á þeim sem að málum komu hjá hinu opin­bera, þar á meðal Sturlu.

Í vitna­skýrsl­unni er efni sím­tals sem Sturla átti við eig­in­konu sína tveimur dögum fyrir setn­ingu neyð­ar­laga rak­ið. Sam­kvæmt frá­sögn RÚV er efni sím­tals­ins svona: „Á bls 1 kemur fram að hugs­an­legt sé að einum banka verði bjarg­að. Á bls 3 kemur að SÞÁ (Sig­ur­jón Þ. Árna­son banka­stjóri Lands­bank­ans) sé hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn hand­klæð­inu, hann sé búinn að gef­ast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaup­þings­menn núna Lands­bank­inn sé far­inn og ECB (Evr­ópski Seðla­bank­inn) muni trig­gera það."

Ekki kannað sér­stak­lega af hálfu Seðla­bank­ans

Eig­in­kona Sturlu var á þessum tíma lög­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, hags­muna­sam­taka allra banka og spari­sjóða á Íslandi, sem hvort tveggja Lands­bank­inn og Kaup­þing áttu aðild að.

Sturlu var kynnt efni sím­tals­ins við skýrslu­tök­una hjá sér­stökum sak­sókn­ara. Í vitna­skýrsl­unni seg­ir: „St­urla kvaðst nátt­úru­lega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við kon­una sína.“

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kast­ljóss vegna máls­ins segir að Sturla hafi grein Má Guð­munds­syni seðla­banka­stjóra frá umræddu sím­tali í lok síð­ustu viku. „Það hefur ekki verið kannað sér­stak­lega af hálfu Seðla­bank­ans.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None