Lykilmaður í Seðlabankanum braut trúnað um hrunhelgina

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­banka Íslands, við­ur­kenndi að hafa brotið trúnað þegar hann upp­lýsti eig­in­konu sína, sem þá var lög­maður sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, um aðgerðir bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­ar­lag­anna. Þetta kemur fram í vitna­skýrslu sem tekin var af Sturlu af sér­stökum sak­sókn­ara árið 2012 og fjallað verður um í Kast­ljósi í kvöld. 

Við skýrslu­tök­una var­aði Sturla sjálfur við því að inn­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­ar­lögin voru sett. Stur­la, sem starfar enn í Seðla­bank­an­um, upp­lýsti bank­ann ekki um fram­burð sinn hjá sér­stökum sak­sókn­ara fyrr en eftir að Kast­ljós spurð­ist fyrir um málið hjá hon­um. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir að Í vitna­skýrsl­unni yfir sé meðal ann­ars fjallað meðal um aðkomu hans að sím­tali þeirra Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, þar sem ákveðið var að veita Kaup­ingi 500 miljón evra lán sama dag og neyð­ar­lögin voru sett. 

Auglýsing

Í vitna­skýrsl­unni seg­ir:Sturla kvað að Geir H. Haarde hefði átt að stöðva einum sól­ar­hring fyrr (Guð blessi Ísland ávarp­ið). Hann kvaðst hafa verið áhyggju­fullur yfir því að bank­arnir skyldu opn­aðir á mánu­deg­in­um. Neyð­ar­lögin hefðu átt að koma sól­ar­hring fyrr. Reiknar með að í bönk­unum sé að finna hreyf­ingar sem áttu upp­runa sinn í því að menn töldu góðar líkur á því að þeir færu á haus­inn. Það hefði átt að sam­þykkja neyð­ar­lögin og „Blessa Ísland" á sunnu­dags­kvöld­ið."

Sagði að einn bank­inn væri búinn að kasta inn hand­klæð­inu

Neyð­ar­lögin voru sett 6. októ­ber, eftir lokun mark­aða. Í kjöl­far setn­ingar þeirra féllu alllir þrír stóru íslensku við­skipta­bank­arnir einn af öðr­um. Helg­ina á undan hafði verið mik­ill atgangur í íslenska stjórn­kerf­inu vegna stöðu bank­anna og miklar umræður áttu sér stað milli stjórn­mála­manna, starfs­manna Seðla­banka Íslands, sér­fræð­inga og þeirra sem stýrðu fjár­mála­kerf­inu. Ströng þagn­ar­skylda hvíldi á þeim sem að málum komu hjá hinu opin­bera, þar á meðal Sturlu.

Í vitna­skýrsl­unni er efni sím­tals sem Sturla átti við eig­in­konu sína tveimur dögum fyrir setn­ingu neyð­ar­laga rak­ið. Sam­kvæmt frá­sögn RÚV er efni sím­tals­ins svona: „Á bls 1 kemur fram að hugs­an­legt sé að einum banka verði bjarg­að. Á bls 3 kemur að SÞÁ (Sig­ur­jón Þ. Árna­son banka­stjóri Lands­bank­ans) sé hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn hand­klæð­inu, hann sé búinn að gef­ast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaup­þings­menn núna Lands­bank­inn sé far­inn og ECB (Evr­ópski Seðla­bank­inn) muni trig­gera það."

Ekki kannað sér­stak­lega af hálfu Seðla­bank­ans

Eig­in­kona Sturlu var á þessum tíma lög­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, hags­muna­sam­taka allra banka og spari­sjóða á Íslandi, sem hvort tveggja Lands­bank­inn og Kaup­þing áttu aðild að.

Sturlu var kynnt efni sím­tals­ins við skýrslu­tök­una hjá sér­stökum sak­sókn­ara. Í vitna­skýrsl­unni seg­ir: „St­urla kvaðst nátt­úru­lega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við kon­una sína.“

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kast­ljóss vegna máls­ins segir að Sturla hafi grein Má Guð­munds­syni seðla­banka­stjóra frá umræddu sím­tali í lok síð­ustu viku. „Það hefur ekki verið kannað sér­stak­lega af hálfu Seðla­bank­ans.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None