Stjórnarþingmaður kallar RÚV stjórnmálahreyfingu

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Skemmti­leg þessi nýja stjórn­mála­hreyf­ing i Efsta­leit­inu. Kom á fram­færi við okkur boð­skap gam­als vinstri rót­tæk­lings, sem fékk rúm­lega 1% fylgi í frönsku for­seta­kosn­ing­un­um, um að kjósa ekki núver­andi stjórn­ar­flokka.“ Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Þar er hann að kalla RÚV, sem hefur starf­semi sína í Efsta­leiti, stjórn­mála­hreyf­ingu. „Gamli vinstri rót­tæk­ling­ur­inn“ sem Brynjar skrifar um er Eva Joly, sem var í við­tali í Kast­ljósi í síð­ustu viku þegar hún var stödd hér­lendis til að vera frum­mæl­andi á mál­þingi sem Píratar stóðu fyr­ir.Auglýsing

Gagn­rýnir umfjöllun um neyð­ar­lána­sím­tal

Brynjar gagn­rýnir RÚV einnig fyrir að hafa komið „á fram­færi við okkur eld­gömlum upp­lýs­ingum úr Seðla­bank­anum ef við skyldum gleyma hverjir bæru nú ábyrgð á fjár­málakreppu heims­ins“ og spyr svo í kald­hæðni „Hvernig ætli það fjár­magni sig þetta nýja og öfl­uga stjórn­mála­afl?“

RÚV og frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kast­ljós hefur legið undir mik­illi gagn­rýni frá stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir að hafa fjallað um áður óbirtar upp­lýs­ingar um hið svo­kall­aða neyð­ar­lána­sím­tal sem átti sér stað milli Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, í októ­ber 2008. Á meðal þeirra sem hafa sett fram slíka gagn­rýni er Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra, sem telur að upp­lýs­ingum um málið hafi verið „plant­að“ og að til­gang­ur­inn hafi verið að hafa áhrif á kom­andi kosn­ing­ar.  

Nýjar upp­lýs­ingar um óupp­lýst mál

Neyð­ar­lána­veit­ingin til Kaup­þings hefur verið mikið til umfjöll­unar á und­an­förnum átta árum. En eru margir fletir hennar óljósir og þeir sem að henni komu hafa ekki viljað opin­bera sím­talið þar sem hún var ákveðin til að varpa ljósi á þá fleti. Þá liggur ekki skýrt fyrir í hvað neyð­ar­lánið fór. Sér­stakur sak­sókn­ari hefur haldið því fram að það hafi verið notað í sak­næma gjörn­inga en fyrr­ver­andi stjórn­endur Kaup­þings hafna því alfarið og segj­ast hafa notað pen­ing­anna til að styrkja stöðu bank­ans.

Upp­lýs­ing­arn­ar, sem komu úr fjög­urra ára vitna­skýrslu sér­staks sak­sókn­ara, höfðu aldrei birst áður. Í skýrsl­unni var til að mynda að finna eft­ir­rit úr sím­tal­inu, en slíkt hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almenn­ings þar sem Geir hefur neitað að sím­talið verði gert opin­bert. Auk þess kom fram að Davíð Odds­son hafi vís­vit­andi tekið sím­talið við Geir í gegnum síma und­ir­manns síns til að tryggja að það yrði hljóð­ritað og að Davíð hafi sagt við und­ir­mann­inn að hann teldi að neyð­ar­lánið sem var verið að veita Kaup­þingi, alls upp á 500 millj­ónir evra, myndi ekki end­ur­greið­ast. Um var að ræða alla nettó gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­bank­ans. 

Hægt er að lesa ítar­lega skýr­ingu á öllum flötum neyð­ar­lána­máls­ins hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None