Stjórnarþingmaður kallar RÚV stjórnmálahreyfingu

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Skemmti­leg þessi nýja stjórn­mála­hreyf­ing i Efsta­leit­inu. Kom á fram­færi við okkur boð­skap gam­als vinstri rót­tæk­lings, sem fékk rúm­lega 1% fylgi í frönsku for­seta­kosn­ing­un­um, um að kjósa ekki núver­andi stjórn­ar­flokka.“ Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Þar er hann að kalla RÚV, sem hefur starf­semi sína í Efsta­leiti, stjórn­mála­hreyf­ingu. „Gamli vinstri rót­tæk­ling­ur­inn“ sem Brynjar skrifar um er Eva Joly, sem var í við­tali í Kast­ljósi í síð­ustu viku þegar hún var stödd hér­lendis til að vera frum­mæl­andi á mál­þingi sem Píratar stóðu fyr­ir.Auglýsing

Gagn­rýnir umfjöllun um neyð­ar­lána­sím­tal

Brynjar gagn­rýnir RÚV einnig fyrir að hafa komið „á fram­færi við okkur eld­gömlum upp­lýs­ingum úr Seðla­bank­anum ef við skyldum gleyma hverjir bæru nú ábyrgð á fjár­málakreppu heims­ins“ og spyr svo í kald­hæðni „Hvernig ætli það fjár­magni sig þetta nýja og öfl­uga stjórn­mála­afl?“

RÚV og frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kast­ljós hefur legið undir mik­illi gagn­rýni frá stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir að hafa fjallað um áður óbirtar upp­lýs­ingar um hið svo­kall­aða neyð­ar­lána­sím­tal sem átti sér stað milli Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, í októ­ber 2008. Á meðal þeirra sem hafa sett fram slíka gagn­rýni er Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra, sem telur að upp­lýs­ingum um málið hafi verið „plant­að“ og að til­gang­ur­inn hafi verið að hafa áhrif á kom­andi kosn­ing­ar.  

Nýjar upp­lýs­ingar um óupp­lýst mál

Neyð­ar­lána­veit­ingin til Kaup­þings hefur verið mikið til umfjöll­unar á und­an­förnum átta árum. En eru margir fletir hennar óljósir og þeir sem að henni komu hafa ekki viljað opin­bera sím­talið þar sem hún var ákveðin til að varpa ljósi á þá fleti. Þá liggur ekki skýrt fyrir í hvað neyð­ar­lánið fór. Sér­stakur sak­sókn­ari hefur haldið því fram að það hafi verið notað í sak­næma gjörn­inga en fyrr­ver­andi stjórn­endur Kaup­þings hafna því alfarið og segj­ast hafa notað pen­ing­anna til að styrkja stöðu bank­ans.

Upp­lýs­ing­arn­ar, sem komu úr fjög­urra ára vitna­skýrslu sér­staks sak­sókn­ara, höfðu aldrei birst áður. Í skýrsl­unni var til að mynda að finna eft­ir­rit úr sím­tal­inu, en slíkt hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almenn­ings þar sem Geir hefur neitað að sím­talið verði gert opin­bert. Auk þess kom fram að Davíð Odds­son hafi vís­vit­andi tekið sím­talið við Geir í gegnum síma und­ir­manns síns til að tryggja að það yrði hljóð­ritað og að Davíð hafi sagt við und­ir­mann­inn að hann teldi að neyð­ar­lánið sem var verið að veita Kaup­þingi, alls upp á 500 millj­ónir evra, myndi ekki end­ur­greið­ast. Um var að ræða alla nettó gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­bank­ans. 

Hægt er að lesa ítar­lega skýr­ingu á öllum flötum neyð­ar­lána­máls­ins hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None