Ísland tapaði fyrir Króatíu í Sagreb

Króatar komu sér enn betur fyrir á toppi I-riðils í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta eftir sigur á Íslandi í Sagreb í kvöld.

Marcelo Brozovic og Kári Árnason berjast um boltann í leiknum. Brozovic skoraði bæði mörkin í leiknum.
Marcelo Brozovic og Kári Árnason berjast um boltann í leiknum. Brozovic skoraði bæði mörkin í leiknum.
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu tap­aði fyrir Króa­tíu, 2–0, í lands­leik lið­anna í und­ankeppn­inni fyrir Heims­meist­ara­mótið sem fram fer í Rúss­landi 2018. Króa­tía er nú í efsta sæti I-rið­ils með 10 stig.

Fyrir leik­inn voru liðin bæði með sjö stig en Króa­tía í efsta sæti I-rið­ils vegna betri marka­tölu úr þeim þremur leikjum sem liðið hafði spil­að. Ísland er áfram í öðru sæti rið­ils­ins með sjö stig. Úkra­ína er í öðru sæti með fimm stig en Úkra­ína og Finn­land mæt­ast síðar í kvöld. Með sigri getur Úkra­ína kom­ist upp fyrir Ísland og í annað sæti rið­ils­ins.

Ísland lék án nokk­urra reglu­legra byrj­un­ar­liðs­manna. Fram­herj­arnir Kol­beinn Sig­þórs­son og Alfreð Finn­boga­son voru ekki með vegna meiðsla, eins og miðju­mað­ur­inn Emil Hall­freðs­son. Ari Freyr Skúla­son, vinstri bak­vörð­ur, spil­aði heldur ekki en hann glímir við sýk­ingu í fæti.

Auglýsing

Fyrsta mark leiks­ins kom í fyrri hálf­leik þegar Marcelo Brozovic skor­aði lag­legt mark með föstu og góðu skoti fyrir utan víta­teig úr opnum leik. Ísland átti nokkur færi en náði ekki að gera mark úr þeim. Brozovic var aftur á ferð­inni í upp­bót­ar­tíma og skor­aði annað mark Króata í leiknum eftir mis­tök í íslensku vörn­inni.

Meira úr sama flokkiInnlent
None