Framsókn tilbúin í viðræður - Þing hugsanlega kallað saman

Er stjórnarkreppa í landinu? Of snemmt er að fullyrða það, í nú hafa tvær stjórnarmyndunarviðræður siglt í strand.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til­bú­inn til að þess að taka þátt í að mynda rík­is­stjórn með Vinstri grænum ef eftir því verður kall­að, sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks­ins, í við­tali við RÚV. Svo gæti farið að hann kalli saman þing, þrátt fyrir að ekki hafi náðst að mynda rík­is­stjórn á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn er frá því að kosið var til Alþing­is. Afgreiða þarf fjár­lög fyrir næsta ár og skammur tími er til stefnu, eins og aug­ljóst er.

Í gær varð ljóst að ekki tæk­ist að mynda rík­is­stjórn fimm flokka undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Yfir 30 manns höfðu tekið þátt í mál­efna­vinnu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Upp úr við­ræð­unum slitn­aði að lok­um, meðal ann­ars þar sem of langt var á milli í áherslum flokk­anna, einkum Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, nefndi í við­tali við Kast­ljósið í gær helst land­bún­að­ar-, sjáv­ar­út­vegs-, og skatta­mál sem helstu deilu­mál. Hann hafði sam­band við Katrínu og sagð­ist ekki hafa góða sann­fær­ingu fyrir því að þetta gæti gengið upp, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Katrín Jakobsdóttir hefur enn möguleika á því að mynda ríkisstjórn.

Auglýsing

Það mun skýr­ast í dag hvort Katrín reynir til þrautar að mynda rík­is­stjórn, og þá með öðru mynstri en þeim fimm flokkum sem ekki náðu að mynda rík­is­stjórn. Sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn kemur til greina, og einnig fleiri sam­starfs­mögu­leik­ar.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur ekki ennþá veitt neinum öðrum umboðið en Katrínu. Eins og kunn­ugt er hafa nú tvær til­raunir til að mynda rík­is­stjórn runnið út í sand­inn. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umboð til að mynda rík­is­stjórn og reyndu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar að ná sam­an, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Katrín mögu­leika á að leiða við­ræður sem nú eru sigldar í strand, eins og áður sagði.

Lík­legt er að það skýrist í dag, hvaða stefnu málin taka.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None