Framsókn tilbúin í viðræður - Þing hugsanlega kallað saman

Er stjórnarkreppa í landinu? Of snemmt er að fullyrða það, í nú hafa tvær stjórnarmyndunarviðræður siglt í strand.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til­bú­inn til að þess að taka þátt í að mynda rík­is­stjórn með Vinstri grænum ef eftir því verður kall­að, sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks­ins, í við­tali við RÚV. Svo gæti farið að hann kalli saman þing, þrátt fyrir að ekki hafi náðst að mynda rík­is­stjórn á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn er frá því að kosið var til Alþing­is. Afgreiða þarf fjár­lög fyrir næsta ár og skammur tími er til stefnu, eins og aug­ljóst er.

Í gær varð ljóst að ekki tæk­ist að mynda rík­is­stjórn fimm flokka undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Yfir 30 manns höfðu tekið þátt í mál­efna­vinnu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Upp úr við­ræð­unum slitn­aði að lok­um, meðal ann­ars þar sem of langt var á milli í áherslum flokk­anna, einkum Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, nefndi í við­tali við Kast­ljósið í gær helst land­bún­að­ar-, sjáv­ar­út­vegs-, og skatta­mál sem helstu deilu­mál. Hann hafði sam­band við Katrínu og sagð­ist ekki hafa góða sann­fær­ingu fyrir því að þetta gæti gengið upp, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Katrín Jakobsdóttir hefur enn möguleika á því að mynda ríkisstjórn.

Auglýsing

Það mun skýr­ast í dag hvort Katrín reynir til þrautar að mynda rík­is­stjórn, og þá með öðru mynstri en þeim fimm flokkum sem ekki náðu að mynda rík­is­stjórn. Sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn kemur til greina, og einnig fleiri sam­starfs­mögu­leik­ar.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur ekki ennþá veitt neinum öðrum umboðið en Katrínu. Eins og kunn­ugt er hafa nú tvær til­raunir til að mynda rík­is­stjórn runnið út í sand­inn. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umboð til að mynda rík­is­stjórn og reyndu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar að ná sam­an, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Katrín mögu­leika á að leiða við­ræður sem nú eru sigldar í strand, eins og áður sagði.

Lík­legt er að það skýrist í dag, hvaða stefnu málin taka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None