Framsókn tilbúin í viðræður - Þing hugsanlega kallað saman

Er stjórnarkreppa í landinu? Of snemmt er að fullyrða það, í nú hafa tvær stjórnarmyndunarviðræður siglt í strand.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til­bú­inn til að þess að taka þátt í að mynda rík­is­stjórn með Vinstri grænum ef eftir því verður kall­að, sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks­ins, í við­tali við RÚV. Svo gæti farið að hann kalli saman þing, þrátt fyrir að ekki hafi náðst að mynda rík­is­stjórn á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn er frá því að kosið var til Alþing­is. Afgreiða þarf fjár­lög fyrir næsta ár og skammur tími er til stefnu, eins og aug­ljóst er.

Í gær varð ljóst að ekki tæk­ist að mynda rík­is­stjórn fimm flokka undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Yfir 30 manns höfðu tekið þátt í mál­efna­vinnu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Upp úr við­ræð­unum slitn­aði að lok­um, meðal ann­ars þar sem of langt var á milli í áherslum flokk­anna, einkum Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, nefndi í við­tali við Kast­ljósið í gær helst land­bún­að­ar-, sjáv­ar­út­vegs-, og skatta­mál sem helstu deilu­mál. Hann hafði sam­band við Katrínu og sagð­ist ekki hafa góða sann­fær­ingu fyrir því að þetta gæti gengið upp, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Katrín Jakobsdóttir hefur enn möguleika á því að mynda ríkisstjórn.

Auglýsing

Það mun skýr­ast í dag hvort Katrín reynir til þrautar að mynda rík­is­stjórn, og þá með öðru mynstri en þeim fimm flokkum sem ekki náðu að mynda rík­is­stjórn. Sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn kemur til greina, og einnig fleiri sam­starfs­mögu­leik­ar.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur ekki ennþá veitt neinum öðrum umboðið en Katrínu. Eins og kunn­ugt er hafa nú tvær til­raunir til að mynda rík­is­stjórn runnið út í sand­inn. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umboð til að mynda rík­is­stjórn og reyndu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar að ná sam­an, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Katrín mögu­leika á að leiða við­ræður sem nú eru sigldar í strand, eins og áður sagði.

Lík­legt er að það skýrist í dag, hvaða stefnu málin taka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None