Framsókn tilbúin í viðræður - Þing hugsanlega kallað saman

Er stjórnarkreppa í landinu? Of snemmt er að fullyrða það, í nú hafa tvær stjórnarmyndunarviðræður siglt í strand.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til­bú­inn til að þess að taka þátt í að mynda rík­is­stjórn með Vinstri grænum ef eftir því verður kall­að, sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks­ins, í við­tali við RÚV. Svo gæti farið að hann kalli saman þing, þrátt fyrir að ekki hafi náðst að mynda rík­is­stjórn á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn er frá því að kosið var til Alþing­is. Afgreiða þarf fjár­lög fyrir næsta ár og skammur tími er til stefnu, eins og aug­ljóst er.

Í gær varð ljóst að ekki tæk­ist að mynda rík­is­stjórn fimm flokka undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Yfir 30 manns höfðu tekið þátt í mál­efna­vinnu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Upp úr við­ræð­unum slitn­aði að lok­um, meðal ann­ars þar sem of langt var á milli í áherslum flokk­anna, einkum Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, nefndi í við­tali við Kast­ljósið í gær helst land­bún­að­ar-, sjáv­ar­út­vegs-, og skatta­mál sem helstu deilu­mál. Hann hafði sam­band við Katrínu og sagð­ist ekki hafa góða sann­fær­ingu fyrir því að þetta gæti gengið upp, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Katrín Jakobsdóttir hefur enn möguleika á því að mynda ríkisstjórn.

Auglýsing

Það mun skýr­ast í dag hvort Katrín reynir til þrautar að mynda rík­is­stjórn, og þá með öðru mynstri en þeim fimm flokkum sem ekki náðu að mynda rík­is­stjórn. Sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn kemur til greina, og einnig fleiri sam­starfs­mögu­leik­ar.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur ekki ennþá veitt neinum öðrum umboðið en Katrínu. Eins og kunn­ugt er hafa nú tvær til­raunir til að mynda rík­is­stjórn runnið út í sand­inn. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umboð til að mynda rík­is­stjórn og reyndu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar að ná sam­an, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Katrín mögu­leika á að leiða við­ræður sem nú eru sigldar í strand, eins og áður sagði.

Lík­legt er að það skýrist í dag, hvaða stefnu málin taka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None