Mikil aukning í íbúðafjárfestingu framundan

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­fjár­fest­ing mun aukast um 18% á þessu ári og svo um 20% á ári næstu tvö ár, sam­kvæmt nýrri spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. Bank­inn spáir því að íbúða­fjár­fest­ing auk­ist svo um 15% árið 2019. 

Í fyrra var íbúða­fjár­fest­ing 2,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu, en á árunum 2000 til 2008 hafði slík fjár­fest­ing yfir­leitt verið á bil­inu fjögur til sex pró­sent af lands­fram­leiðslu. Eftir hrun lækk­aði hlut­fallið veru­lega og fór lægst í 2,2 pró­sent árið 2010. Und­an­farin þrjú ár hefur fjár­fest­ing í íbúðum verið að með­al­tali um 2,8 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Fyrir hrun hafði fjár­fest­ingin náð rúm­lega 148 millj­örðum króna, en hrundi niður í 44 millj­arða árið 2010 og hefur ekki farið nálægt þeim hæðum sem hún var í fyrir hrun. Íbúða­fjár­fest­ing nam um 60 millj­örðum króna árið 2014 og aðeins minna árið 2015. 

Á fyrri hluta þessa árs jókst íbúða­fjár­fest­ing hins vegar um 17 pró­sent miðað við sama tíma í fyrra. 

Auglýsing

Fjöldi íbúða í bygg­ingu líka á upp­leið

Sömu sögu er að segja af fjölda íbúða í bygg­ingu, sem hefur tekið mik­inn kipp upp á við. Bygg­inga­starf­semi hrundi árið 2008 og var lengi að ná sér á nýjan leik. Árið 2014 var t.d. aðeins byrjað á bygg­ingum 580 íbúða á öllu land­inu, og lokið var við bygg­ingu 1.150 íbúða. 

Árin 1985 til 2014 var að með­al­tali byrjað á um 1.700 íbúðum á hverju ári og lokið var við bygg­ingu svip­aðs fjölda. Í fyrra var hins vegar byrjað á rúm­lega 1.600 íbúð­u­m. Þá bendir hag­fræði­deildin á að mikil aukn­ing hafi orðið á inn­flutn­ingi á helstu bygg­ing­ar­efn­um. Meira úr sama flokkiInnlent
None