HS Orka losnar út úr orkusölusamningi við Norðurál

hsorka.jpg
Auglýsing

Orku­sölu­samn­ingur milli HS Orku og Norð­ur­áls er ekki lengur í gildi, og HS Orka þarf því ekki að standa við samn­ing­inn sem var gerður vegna fyr­ir­hug­aðs álvers í Helgu­vík fyrir rúmum níu árum síð­an. Álverið reis aldrei en fyr­ir­tækið hefur samt verið fast í samn­ingnum þar til nún­a. 

Gerð­ar­dómur hefur nú kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að sökum til­tek­inna kring­um­stæðna sé samn­ing­ur­inn ekki lengur í gildi og að lok samn­ings­ins séu ekki af völdum HS Orku. Þá var kröfum Norð­ur­áls Helgu­víkur í mál­inu hafn­að. Þetta kemur fram á vef HS Orku. Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, segir fyr­ir­tækið ánægt að þetta lang­vinna mál sé nú að baki. Gerð­ar­dómur hafði haft málið til með­ferðar í tvö og hálft ár. 

Vegna þess að ekki hefur legið fyrir nið­ur­staða í mál­inu hefur HS Orka sem fyrr segir verið fast í samn­ingnum við Norð­ur­ál, og því ekki getað selt öðrum áhuga­sömum kaup­endum umrædda orku, 150 MW, sem mögu­legt væri að fá úr þeim virkana­kostum sem eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar. Samn­ing­ur­inn var að auki mjög óhag­stæður fyrir HS Orku, því verðið sem hefði feng­ist fyrir ork­una hjá Norð­ur­áli væri langt frá því að geta skilað við­un­andi arð­sem­i. 

Auglýsing

Engar líkur á álveri

Full­­­byggt álver í Helg­u­vík átti að vera með árlega fram­­­leiðslu­­­getu á bil­inu 270 til 360 þús­und tonn. Til þess að byggja stærri útgáfu þess þyrfti rúm­­­lega 600 megawött af orku.

Norð­­­urál hefur sagst hafa hug á að byggja álver í Helg­u­vík í fjórum áföng­­­um. 150 mega­vött af orku þarf í hvern áfanga og Norð­­­urál hefur lýst því yfir að álverið verði ekki klárað nema að búið sé að tryggja orku fyrir tvo áfanga, alls 300 mega­vött. Helm­ingur þess átti því að koma frá HS Orku. Ekki hefur tek­ist að tryggja þá við­­­bót­­­ar­orku sem til þarf og lágt heims­­­mark­aðs­verð á áli á und­an­­­förnum árum hefur ekki skapað mik­inn hvata til þess að ráð­­­ast í að klára Helg­u­vík­­­­­ur­verk­efn­ið.

Mich­­­ael Bless, for­­­stjóri Cent­­ury Alu­m­in­um, var spurður út í Helg­u­vík­­­­­ur­ál­verið á fundi með fjár­­­­­festum í til­­­efni af hálf­­s­ár­s­­­upp­­­­­gjöri fyr­ir­tæk­is­ins í júlí 2014. Þar sagði hann að það væri engin breyt­ing á stöðu verk­efn­is­ins á milli árs­fjórð­unga. „Það sem við virki­­­lega þurfum er að rík­­­is­orku­­­fyr­ir­tæk­ið, Lands­­­virkj­un, rísi upp í leið­­­toga­hlut­verk í þessu verk­efni ef við ætlum að koma hlut­unum í gang í náinni fram­­­tíð“.

Engar líkur eru á því að rík­­is­­fyr­ir­tækið Lands­­virkjun muni selja orku til álvers í Helg­u­vík. Til þess þarf heims­­mark­aðs­verð á áli að hækka um tugi pró­­senta auk þess sem Lands­­virkjun telur sig ein­ungis eiga til reiðu lítið brot af þeirri orku sem Helg­u­vík­­­ur­ál­ver þyrfti.

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sló málið síðan enn frekar út af borð­inu í lok sept­­em­ber við sér­­stakar umræður á Alþingi. Þar sagði hann um fyr­ir­hugað álver í Helg­u­vík: „Ég sé ekki að það ál­ver sé að verða sér út um raf­­­­­magn. Það virð­ist ekki vera að fæð­­ast nein lausn á því og að öðru leyti þá sé ég ekki að það sé afl til að stefna á slík verk­efni á næst­unn­i.“ Hann bætti við að hann sæi ekki fyrir sér að álverum muni yfir höfuð fjölga á Íslandi í fram­­tíð­inni.

Fyrst fyrir gerð­­ar­­dóm 2010

Um 150 megawött af þeirri orku sem álverið þarfn­að­ist í fyrstu atrennu áttu að koma frá HS Orku, sem und­ir­­­rit­aði orku­­­sölu­­­samn­ing þess efnis í apríl 2007. HS Orka getur ekki selt þá orku til ann­­­ars kaup­anda á meðan að hann er í gildi. Í dag, rúmum níu árum eftir að samn­ing­­­ur­inn var und­ir­­­rit­að­­­ur, er fyr­ir­tækið því bundið inni í sam­komu­lagi með þorra þeirrar orku sem það telur sig geta fram­­­leitt og selt í nán­­­ustu fram­­­tíð sem virð­ist ekk­ert vera að fara að verða að veru­­­leika. Við­ræður stóðu yfir milli HS Orku og Cent­­ury Alu­m­in­um, móð­­ur­­fé­lags Norð­­ur­áls, í mörg ár til að reyna að höggva á hnút­­­inn. Þær við­ræður skil­uðu engum árangri.

Norð­­urál stefndi á end­­anum HS Orku fyrir gerð­­ar­­dóm í Sví­­þjóð árið 2010. Nið­­­ur­­­staða hans, sem var kunn­­­gjörð í des­em­ber 2011, var sú að orku­­­sölu­­­samn­ing­­­ur­inn ætti að standa en að hann verði að skila HS Orku við­un­andi arð­­­semi, sem er sér­­­stak­­­lega skil­­­greind í nið­­­ur­­­stöð­unni. Þá hafn­aði gerð­­­ar­­­dóm­­­ur­inn skaða­­­bóta­­­kröfu Norð­­­ur­áls á hendur HS Orku vegna van­efnda á samn­ingn­­­um.

Í raun gátu báðir deilu­að­ilar tekið eitt­hvað jákvætt út úr þeirri nið­­­ur­­­stöðu. HS Orka var ekki skuld­bundið til að selja orku á verði sem skil­aði fyr­ir­tæk­inu ekki arð­­­semi og Norð­­­urál hélt þeim orku­­­sölu­­­samn­ingi sem var því mik­il­vægastur til að halda von­inni um álver í Helg­u­vík lif­andi.

Nýtt ferli hófst 2014

Þar sem fyrri gerð­­ar­­dómur skil­aði í raun engri eig­in­­legri nið­­ur­­stöðu í mál­inu hóf HS Orka nýtt gerð­­ar­­dóms­­ferli í júlí 2014. Máls­rök voru þau að ákvæði orku­­­sölu­­­samn­ings­ins hafi ekki verið upp­­­­­fyllt og þar með sé hann ekki lengur í gildi. Norð­­­urál taldi þetta ekki rétt og tók til varna. Upp­­haf­­lega var búist er við því að mála­­­rekst­­­ur­inn gæti tekið allt að eitt og hálft ár og að nið­­­ur­­­staða myndi liggja fyrir undir lok árs­ins 2015.

Það frestað­ist og fyrir lá að nið­­ur­­staðan ætti að verða kunn­­gjörð fyrir lok októ­ber­mán­aðar 2016. Í lok síð­­asta mán­aðar óskaði gerð­­ar­­dóm­­ur­inn eftir fresti út nóv­­em­ber­mán­aðar til að kom­­ast að nið­­ur­­stöðu. Nú liggur hún fyr­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None