Tími ákvarðana í almenningssamgöngum er „svolítið núna“

Borgarlína er eitt af meginverkefnunum í borgarskipulaginu, segir borgarstjóri. Þessi stefnumörkun sparar bæði peninga og opnar fleiri samgöngutækifæri á höfuðborgarsvæðinu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um að standa saman að fyrstu skrefum í upp­bygg­ingu borg­ar­línu í dag. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir verk­efnið geta leyst stærri hluta sam­göngu­þarfar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til fram­tíð­ar. Íbúa­fjölda­spár gera ráð fyrir mik­illi fólks­fjölgun á svæð­inu á næstu árum og ára­tug­um.

„Þetta er eitt af meg­in­verk­efn­unum í borg­ar­skipu­lag­in­u,“ segir Dagur í sam­tali við Kjarn­ann. Hann flutti erindi á lofts­lags­mála­fundi í Ráð­húsi Reykja­víkur í morgun þar sem staða lofts­lags­verk­efna Reykja­vík­ur­borgar var kynnt. Almenn­ings­sam­göngur og þróun þeirra er stór þáttur í þeim mála­flokki enda er ætl­unin að hún komi sums staðar í stað einka­bíls­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Við erum að leysa stærri hluta sam­göngu­þarfar­innar til fram­tíðar með öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­um. Til þess erum við bæði að bæta Strætó en við þurfum líka afkasta­meiri hágæða almenn­ings­sam­göngur á stöðum þar sem margir búa,“ segir Dag­ur.

Auglýsing

Í nán­ustu fram­tíð er gert ráð fyrir að koma á fót hrað­vagna­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og byrja á að reisa tvær æðar um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Í fram­haldi af því verði hægt að huga að létt­lest­ar­kerfi innan borg­ar­markanna, sem er mun tíma­frekara verk­efni í fram­kvæmd.

Hrað­vagna­kerfi er í reynd næsta skref fyrir ofan stræt­is­vagna í borg­ar­skipu­lags­fræðum og almenn­ings­sam­göng­um. Hrað­vagn­arnir hafa alveg sér­stakar akreinar eða götur fyrir sig og mynda kjarna umferð­ar­æða. Utan við þennan kjarna leggj­ast svo götur fyrir almenna umferð og hjólandi eða gang­andi veg­far­end­ur. Sam­hliða stofnun hrað­vagna­kerfis verður stræt­is­vagna­kerfið eflt með því að vísa því dýpra inn í íbúða­hverfin og tengja þau við hrað­vagna­æð­ar.

Hraðvagnarnir hafa alveg sérstakar akreinar eða götur fyrir sig og mynda kjarna umferðaræða. Utan við þennan kjarna leggjast svo götur fyrir almenna umferð og hjólandi eða gangandi vegfarendur.

„Við erum að vinna að því núna að velja leið­irnar og skil­greina fyrstu áfang­ana. Maður getur ímyndað sér að til langrar fram­tíðar þá beri höf­uð­borg­ar­svæðið um það bil 40 kíló­metra af hágæða almenn­ings­sam­göngum en [núna] við erum kannski að tala um fyrstu 10 til 20 kíló­metrana; kannski tvær meg­in­leið­ir, ein frá norðri til suður og önnur frá austri til vest­ur­s,“ segir Dag­ur.

„Við erum að ná saman í dag yfir­lýs­ingu sveit­ar­fé­lag­anna um að fara saman í þetta og setj­ast niður með rík­inu – inn­an­rík­is­ráðu­neyti, fjár­mála­ráðu­neyti og Vega­gerð­inni – til að tryggja aðkomu þess og nauð­syn­legar laga­breyt­ing­ar.“

36 mán­uði að setja upp hrað­vagna­kerfi

Spurður hvenær gert er ráð fyrir að fyrstu kíló­metr­arnir verði lagðir í hrað­vagna­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir Dagur að tím­inn til ákvarð­ana sé „svo­lítið nún­a“. „Við viljum gera það sem allra fyrst. Vegna þess að við sjáum það bæði á aukn­ingu í umferð og þeirri upp­bygg­ingu sem er framundan að við þurfum að mæta henni með nýrri hugsun í sam­göng­um. Þær þjóðir sem hafa farið hrað­ast í þetta hafa náð að setja upp hrað­vagna­kerfi á 36 mán­uðum frá því að ákvörð­unin er tek­in. Ef að við myndum ákveða að fara í létt­lest­ar­lausnir þá er það miklu lengri tím­i.“

„Hugs­an­lega förum við fyrst í hrað­vagna – gerum það eins hratt og hægt er – en lokum ekki á fram­tíð­ar­mögu­leik­ann á létt­lest­ar­kerf­inu. Þannig að tími ákvarð­ana er svo­lítið núna. Ég bind vonir við að það ger­ist margt í þessu á þessum vetri og næsta ár,“ sagði Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri.

Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None