Hæstaréttardómari átti hlutabréf fyrir tugi milljóna fyrir hrun

Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari.
Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari.
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Markús Sig­ur­björns­son átti hluta­bréf í íslenska bank­anum Glitni fyrir banka­hrun. Virði bréf­anna var upp á tugi millj­óna króna en þau seldi hann með miklum hagn­aði árið 2007. Frá þessu verður greint í Kast­ljósi í kvöld.

Í kynn­ingu á umfjöll­un­inni segir að dóm­arar við Hæsta­rétt séu ævi­ráðnir og laun þeirra með því hæsta sem ger­ist hjá hinu opin­bera til að tryggja sjálf­stæði þeirra. „Eign­ist dóm­arar hluta­bréf, ber þeim að til­kynna Nefnd um dóm­ara­störf það - og séu þau meira en þriggja millj­óna króna virði, verður dóm­ar­inn að fá heim­ild fyrir þeirri eign frá nefnd­inn­i. Engin gögn finn­ast hjá nefnd­inni um að Markús hafi til­kynnt um sölu hluta­bréf­anna árið 2007. Þá seldi hann þau fyrir 44 millj­ónir króna. Í kjöl­farið fjár­festi hann í gegnum einka­banka­þjón­ustu Íslands­banka fyrir tæpar 60 millj­ónir króna. Engin til­kynn­ing finnst um það heldur hjá nefnd­inn­i.“

Auglýsing


Einnig verður fjallað um hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í frétt vegna þeirrar umfjöll­unar á Vísi segir að dóm­ar­inn sem um ræðir hafi átt í umfangs­miklum hluta­bréfa­við­skiptum á árunum fyrir hrun, þar á meðal með bréf í íslenskum bönk­um. Hann hafi samt sem áður dæmt í málum sem tengj­ast þessum bönkum án þess að víkja sæt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None