Höfðu rússnesk stjórnvöld áhrif á kjör Donald Trump?

CIA
Auglýsing

Banda­ríska leyni­þjón­ustan CIA hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Rússar hafi haft afskipti af nýliðnum for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum til þess að reyna að hjálpa Don­ald Trump að kom­ast í Hvíta hús­ið. Þetta hefur Was­hington Post eftir ónefnd­um, hátt­settum emb­ætt­is­manni innan CIA. 

Þetta eru nið­ur­stöður leyni­legrar athug­unar CIA, sem kemst að því að til­gangur Rússa hafi ekki aðeins verið að draga úr trausti á banda­rískt kosn­inga­kerfi heldur bein­línis að hjálpa Don­ald Trump. Búið er að finna ein­stak­linga sem eru sagðir tengj­ast rúss­neskum stjórn­völd­um, sem hafi látið Wiki­Leaks í té þús­undir tölvu­pósta frá lands­nefnd Demókra­ta­flokks­ins og fleirum, til dæmis fólki innan úr her­búðum Hill­ary Clint­on. 

Starfs­lið Trump vís­aði þessum nið­ur­stöðum á bug í stuttri yfir­lýs­ingu í gær­kvöldi að banda­rískum tíma. „Þetta er sama fólkið og sagði að Saddam Hussein byggi yfir ger­eyð­ing­ar­vopn­um. Kosn­ing­unum lauk fyrir löngu síðan með einum stærsta kjör­manna­ráðs­sigri í sög­unni. Það er kom­inn tími til að halda áfram og gera Banda­ríkin frá­bær aft­ur,“ stóð í yfir­lýs­ing­unni. Trump hefur sjálfur sagt að hann hafi enga trú á því að Rússar hafi skipt sér nokkuð af mál­um. Tölvu­póst­arnir sem voru birtir á Wiki­Leaks hefðu getað tengst Rúss­landi, en líka Kína eða bara ein­hverju fólki í New Jers­ey. 

Auglýsing

Málið var kynnt fyrir öld­ung­ar­deild­ar­þing­mönnum í síð­ustu viku. Það er hins vegar ekki algjör sam­staða um málið innan leyni­þjón­ustu­stofn­ana, til dæmis vegna þess að það eru engar beinar upp­lýs­ingar um það að emb­ætt­is­menn rúss­neskra stjórn­valda hafi stýrt því að tölvu­póst­arnir færu til Wiki­Leaks. Fólkið sem hafi stjórnað hafi ekki verið starfs­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, heldur milli­lið­ir. 

Julian Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hefur sagt að rúss­nesk stjórn­völd séu ekki upp­spretta lek­ans. 

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hefur fyr­ir­skipað að mögu­leg tölvu­inn­brot Rússa í kosn­inga­bar­átt­unni verði skoðuð til fulls, og full­trúa­deild þings­ins hefur ýtt á það að stjórn­völd upp­lýsi almenn­ing um það nákvæm­lega hvað stjórn­völd í Moskvu eigi að hafa gert til að hafa áhrif á kosn­ing­arn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None