Kári líkir Bjarna við einfættan mann að spila fótbolta í meistaradeild

Kári Stefánsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er í litlu sambandi við örlög venjulegs fólks í landinu og er því ekki „líklegri til þess að geta leitt þjóðina í samfélagi réttlætis og kærleika en einfættur maður að spila fótbolta í meistaradeild.“ Þetta skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag

Kári segir Bjarna forðast áleitnar spurningar í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir næsta ár eins og heitan eldinn. „Til dæmis hvernig beri að færa við uppgjör ríkisfjármála 75.000 klukkutíma af sársauka og 100.000 klukkutíma af annarri vanlíðan sem hefði verið hægt að forðast með því að hlúa betur að Spítalanum, 300 ónauðsynlega dauðdaga fyrir aldur fram og óteljandi klukkutíma af sorg og angist þeirra sem eftir lifðu.“ 

Kári biðlar til Alþingis í grein sinni og segir að þjóðir krefjist þess að þingmenn lesi fjárlagafrumvarpið „í tætlur, sem víti til varnaðar“. Hann segir að heilbrigðiskerfið sé í rugli og nýjustu kannanir bendi til þess að menntakerfið sé í engu betri málum, og það hafi aldrei verið erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa sitt fyrsta húsnæði. „Venjulegir launþegar á Íslandi eru verr settir en oft áður vegna þess að velferðarkerfið hefur verið vanrækt. Fjármálaráðherra gleymist að það gerist svo ótrúlega margt utan debit og kredit dálka ríkisfjármála af þeirri gerð sem ærlegt fólk vill að sé gert upp í lok árs eins og 2017.“ 

Auglýsing

Hann segir það engum vafa undirorpið að fólk þjáist og deyi jafnvel af völdum þess hvað spítalinn sé illa í stakk búinn til að sinna því. Þjóðin krefist þess að þetta sé lagað, en Bjarni hunsi þá kröfu þjóðarinnar í fjárlagafrumvarpinu, sem þó gerir ráð fyrir því að ríkissjóður skili 28 milljarða króna afgangi. 

„Ef þú átt í einhverjum erfiðleikum með að hafna frumvarpinu mundu að fyrir nokkrum dögum sótti 100 ára gömul kona í okkar samfélagi um vist á hjúkrunarheimili og var sett á biðlista. Það er lítil huggun að því að þau nákvæmu gögn sem við eigum í íslensku samfélagi um lífslíkur fólks benda til þess að hún verði þar ekki mjög lengi.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None