Könnun meðal ferðaþjónustufyrirtækja bendir til versnandi afkomu

Könnun SAF, sem vitnað er til í ViðskiptaMogganum, bendir til þess að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu skila ekki sérstaklega góðri afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt.

23672105573_9d4a17e09a_k.jpg
Auglýsing

Ný könn­un sem Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar (SAF) hafa gert meðal aðild­­ar­­fyr­ir­tækja sinna varp­ar ljósi á versn­andi rekstr­­ar­horf­ur fyr­ir­tækja í grein­inni. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag en sam­kvæmt könn­un­inni telja for­svars­menn um fjórð­ungs þeirra fyr­ir­tækja sem tóku þátt í könn­un­inni að rekstr­ar­af­koman verði við núllið eða nei­kvæð á þessu ári. Í sam­bæri­legri könnun í fyrra var þetta hlut­fall um 17 pró­sent, að því er segir í frétt Við­skipta­Mogg­ans.

Í sam­tali við Við­skipta­Mogg­an­n í dag seg­ir Helga Árna­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SAF, að könn­un­in komi ekki á óvart, margt í ytri aðstæðum ferða­þjón­ust­unn­ar reyni á þessi miss­er­in. Á sama tíma og ferða­mönn­um fjölg­ar ár frá ári séu rekstr­­ar­skil­yrði grein­­ar­inn­ar ekki að batna held­ur þvert á móti. Bend­ir hún á að krón­an hef­ur styrkst um 16 pró­sent það sem af er þessu ári, sé miðað við með­al­talið gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal. „Á sama tíma hef­ur árs­breyt­ing launa til hækk­­un­ar verið um tíu pró­sent. Könn­un­in gef­ur til kynna að þess­ir þætt­ir séu að saxa meira og meira á af­kom­una,“ seg­ir Helga í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann.

Eins og sést á þessari mynd, sem fengin er úr Fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands, hefur útlánavöxtur verið talsverður í ferðaþjónustu á þessu ári.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir því í spám að met­fjöldi ferða­manna muni heim­sæki landið á þessu ári, enn eitt árið í röð. Vöxt­ur­inn hefur verið stans­laust frá árinu 2010 en þá komu 454 þús­und erlendir ferða­menn til lands­ins en á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði 1,7 millj­ón­ir. Spár grein­enda gera ráð fyrir að þeir verði 2,2 millj­ónir á næsta ári. 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None