Sigmundur Davíð greiddi síðast atkvæði í þingsal 8. júní

losun-gjaldeyrishafta_18415524798_o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, greiddi síð­ast atkvæði um mál í þing­sal Alþingis 8. júní síð­ast­lið­inn. Eftir að hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl og varð óbreyttur þing­maður tók hann aldrei sæti í neinni nefnd á vegum þings­ins, og sinnti þar af leið­andi ekki nefnd­ar­störfum líkt og aðrir almennir þing­menn gera. Sig­mundur Davíð greiddi atkvæði með ýmsum málum þann 2. júní, meðal ann­ars með breyt­ingum á lögum um gjald­eyr­is­mál og með banni á verk­fall flug­um­ferð­ar­stjóra. Hann greiddi svo atkvæði með frestun á fundum Alþingis 8. júní, en þeim var þá frestað fram í miðjan ágúst. Síðan hefur hann ekki tekið þátt í einni ein­ustu atkvæða­greiðslu á þing­inu. Þetta er hægt að sjá á vef Alþing­is.

Sig­mundur Davíð hefur verið með skráða fjar­vist í einni atkvæða­greiðslu sem fram hefur farið á Alþingi frá 8. júní. Það var í atkvæða­greiðslu um ramma­á­ætlun þann 14. sept­em­ber 2016. Í öðrum atkvæða­greiðslum hefur hann ein­fald­lega verið fjar­ver­andi. Tugir mála hafa verið til atkvæða­greiðslu á þessu tíma­bili. Atkvæða­greiðsl­urnar sjálfar eru mörg hund­ruð. Sig­mundur Davíð er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili.

Þing­mönnum er skylt að sækja þing­fundi

Sam­kvæmt vefnum thing­menn.is, sem tók saman ýmsa töl­fræði um þing­menn á síð­asta kjör­tíma­bili, mætti Sig­mundur Davíð næst verst allra þing­manna í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 56,7 pró­sent þeirra. Sá eini sem mætti verr en Sig­mundur Davíð var Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna. Hann mætti í 52,5 pró­sent atkvæða­greiðslna.

Auglýsing

Í 65. grein þing­skap­a­laga seg­ir: „Skylt er þing­mönnum að sækja alla þing­fundi nema nauð­syn banni. For­föll skal til­kynna for­seta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauð­syn­ina.“ Þar segir einnig að ef þing­maður for­fall­ist svo að nauð­syn krefji skuli vara­maður taka sæti hans. Sig­mundur Davíð hefur ekki kallað inn vara­mann fyrir sig í fjar­veru sinni. Í 78. grein sömu laga segir að þing­manni sé skylt „að vera við­staddur og taka þátt í atkvæða­greiðslu nema hann hafi lög­mæt for­föll eða far­ar­leyf­i“.

Gekk út úr við­tali

Sig­mundur Davíð var spurður út í fjar­veru sínaúr þing­sal af frétta­manni RÚV síð­ast­lið­inn föstu­dag. Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­­mundur Davíð athuga­­semd við nálgun frétta­­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­­maður sagði að sér þætti það eðli­­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­­urðu beðið mig um við­­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­­snún­­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­­mundur Davíð féllst loks á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð.

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­­menn. Þegar frétta­­maður RÚV benti á að aðrir þing­­menn hefðu mætt í þing­­sal svar­aði hann: „Voða­­leg reiði er þetta í Rík­­is­út­­varp­inu og sér­­stak­­lega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu og gekk í burtu.

Í gær birti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann ásak­aði ótil­greindan SDG-hóp á RÚV að vera með þrá­hyggju gagn­vart sér og að hún væri að áger­ast.

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur að þing­menn vinni við fleira en að sitja í þing­sal. „Sem betur fer því að jafn­­aði sitja tveir til þrír menn í saln­­um. Þing­­menn eiga að fylgj­­ast með þing­fundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mik­il­væg mál, sinna flokknum sín­um, kjós­­endum og öðrum lands­­mönn­­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None