Sigmundur Davíð greiddi síðast atkvæði í þingsal 8. júní

losun-gjaldeyrishafta_18415524798_o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, greiddi síð­ast atkvæði um mál í þing­sal Alþingis 8. júní síð­ast­lið­inn. Eftir að hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl og varð óbreyttur þing­maður tók hann aldrei sæti í neinni nefnd á vegum þings­ins, og sinnti þar af leið­andi ekki nefnd­ar­störfum líkt og aðrir almennir þing­menn gera. Sig­mundur Davíð greiddi atkvæði með ýmsum málum þann 2. júní, meðal ann­ars með breyt­ingum á lögum um gjald­eyr­is­mál og með banni á verk­fall flug­um­ferð­ar­stjóra. Hann greiddi svo atkvæði með frestun á fundum Alþingis 8. júní, en þeim var þá frestað fram í miðjan ágúst. Síðan hefur hann ekki tekið þátt í einni ein­ustu atkvæða­greiðslu á þing­inu. Þetta er hægt að sjá á vef Alþing­is.

Sig­mundur Davíð hefur verið með skráða fjar­vist í einni atkvæða­greiðslu sem fram hefur farið á Alþingi frá 8. júní. Það var í atkvæða­greiðslu um ramma­á­ætlun þann 14. sept­em­ber 2016. Í öðrum atkvæða­greiðslum hefur hann ein­fald­lega verið fjar­ver­andi. Tugir mála hafa verið til atkvæða­greiðslu á þessu tíma­bili. Atkvæða­greiðsl­urnar sjálfar eru mörg hund­ruð. Sig­mundur Davíð er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili.

Þing­mönnum er skylt að sækja þing­fundi

Sam­kvæmt vefnum thing­menn.is, sem tók saman ýmsa töl­fræði um þing­menn á síð­asta kjör­tíma­bili, mætti Sig­mundur Davíð næst verst allra þing­manna í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 56,7 pró­sent þeirra. Sá eini sem mætti verr en Sig­mundur Davíð var Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna. Hann mætti í 52,5 pró­sent atkvæða­greiðslna.

Auglýsing

Í 65. grein þing­skap­a­laga seg­ir: „Skylt er þing­mönnum að sækja alla þing­fundi nema nauð­syn banni. For­föll skal til­kynna for­seta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauð­syn­ina.“ Þar segir einnig að ef þing­maður for­fall­ist svo að nauð­syn krefji skuli vara­maður taka sæti hans. Sig­mundur Davíð hefur ekki kallað inn vara­mann fyrir sig í fjar­veru sinni. Í 78. grein sömu laga segir að þing­manni sé skylt „að vera við­staddur og taka þátt í atkvæða­greiðslu nema hann hafi lög­mæt for­föll eða far­ar­leyf­i“.

Gekk út úr við­tali

Sig­mundur Davíð var spurður út í fjar­veru sínaúr þing­sal af frétta­manni RÚV síð­ast­lið­inn föstu­dag. Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­­mundur Davíð athuga­­semd við nálgun frétta­­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­­maður sagði að sér þætti það eðli­­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­­urðu beðið mig um við­­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­­snún­­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­­mundur Davíð féllst loks á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð.

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­­menn. Þegar frétta­­maður RÚV benti á að aðrir þing­­menn hefðu mætt í þing­­sal svar­aði hann: „Voða­­leg reiði er þetta í Rík­­is­út­­varp­inu og sér­­stak­­lega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu og gekk í burtu.

Í gær birti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann ásak­aði ótil­greindan SDG-hóp á RÚV að vera með þrá­hyggju gagn­vart sér og að hún væri að áger­ast.

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur að þing­menn vinni við fleira en að sitja í þing­sal. „Sem betur fer því að jafn­­aði sitja tveir til þrír menn í saln­­um. Þing­­menn eiga að fylgj­­ast með þing­fundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mik­il­væg mál, sinna flokknum sín­um, kjós­­endum og öðrum lands­­mönn­­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None