Sigmundur Davíð greiddi síðast atkvæði í þingsal 8. júní

losun-gjaldeyrishafta_18415524798_o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, greiddi síð­ast atkvæði um mál í þing­sal Alþingis 8. júní síð­ast­lið­inn. Eftir að hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl og varð óbreyttur þing­maður tók hann aldrei sæti í neinni nefnd á vegum þings­ins, og sinnti þar af leið­andi ekki nefnd­ar­störfum líkt og aðrir almennir þing­menn gera. Sig­mundur Davíð greiddi atkvæði með ýmsum málum þann 2. júní, meðal ann­ars með breyt­ingum á lögum um gjald­eyr­is­mál og með banni á verk­fall flug­um­ferð­ar­stjóra. Hann greiddi svo atkvæði með frestun á fundum Alþingis 8. júní, en þeim var þá frestað fram í miðjan ágúst. Síðan hefur hann ekki tekið þátt í einni ein­ustu atkvæða­greiðslu á þing­inu. Þetta er hægt að sjá á vef Alþing­is.

Sig­mundur Davíð hefur verið með skráða fjar­vist í einni atkvæða­greiðslu sem fram hefur farið á Alþingi frá 8. júní. Það var í atkvæða­greiðslu um ramma­á­ætlun þann 14. sept­em­ber 2016. Í öðrum atkvæða­greiðslum hefur hann ein­fald­lega verið fjar­ver­andi. Tugir mála hafa verið til atkvæða­greiðslu á þessu tíma­bili. Atkvæða­greiðsl­urnar sjálfar eru mörg hund­ruð. Sig­mundur Davíð er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili.

Þing­mönnum er skylt að sækja þing­fundi

Sam­kvæmt vefnum thing­menn.is, sem tók saman ýmsa töl­fræði um þing­menn á síð­asta kjör­tíma­bili, mætti Sig­mundur Davíð næst verst allra þing­manna í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 56,7 pró­sent þeirra. Sá eini sem mætti verr en Sig­mundur Davíð var Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna. Hann mætti í 52,5 pró­sent atkvæða­greiðslna.

Auglýsing

Í 65. grein þing­skap­a­laga seg­ir: „Skylt er þing­mönnum að sækja alla þing­fundi nema nauð­syn banni. For­föll skal til­kynna for­seta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauð­syn­ina.“ Þar segir einnig að ef þing­maður for­fall­ist svo að nauð­syn krefji skuli vara­maður taka sæti hans. Sig­mundur Davíð hefur ekki kallað inn vara­mann fyrir sig í fjar­veru sinni. Í 78. grein sömu laga segir að þing­manni sé skylt „að vera við­staddur og taka þátt í atkvæða­greiðslu nema hann hafi lög­mæt for­föll eða far­ar­leyf­i“.

Gekk út úr við­tali

Sig­mundur Davíð var spurður út í fjar­veru sínaúr þing­sal af frétta­manni RÚV síð­ast­lið­inn föstu­dag. Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­­mundur Davíð athuga­­semd við nálgun frétta­­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­­maður sagði að sér þætti það eðli­­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­­urðu beðið mig um við­­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­­snún­­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­­mundur Davíð féllst loks á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð.

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­­menn. Þegar frétta­­maður RÚV benti á að aðrir þing­­menn hefðu mætt í þing­­sal svar­aði hann: „Voða­­leg reiði er þetta í Rík­­is­út­­varp­inu og sér­­stak­­lega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu og gekk í burtu.

Í gær birti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann ásak­aði ótil­greindan SDG-hóp á RÚV að vera með þrá­hyggju gagn­vart sér og að hún væri að áger­ast.

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur að þing­menn vinni við fleira en að sitja í þing­sal. „Sem betur fer því að jafn­­aði sitja tveir til þrír menn í saln­­um. Þing­­menn eiga að fylgj­­ast með þing­fundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mik­il­væg mál, sinna flokknum sín­um, kjós­­endum og öðrum lands­­mönn­­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None