Stál í stál hjá útgerðum og sjómönnum

Sátt er ekki í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerða. Framkvæmdastjóri SFS segir að tapið í aflaverðmæti sé allt að 700 milljónir á dag.

skip
Auglýsing

„Það er skemmst frá því að segja að það er ekk­ert að frétt, og sátt er ekki í sjón­máli,“ sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, í sam­tali við Kjarn­ann nú í kvöld, aðspurð um gang mála í kjara­við­ræðum sjó­manna og útgerða. Verk­fall hefur nú staðið yfir frá því 14. des­em­ber og er sátt ekki í sjón­máli eins og mál standa nú. Við­ræðum hefur verið slit­ið, og er eng­inn fundur áform­aður eins og mál standa nú.

Áætlað tap í afla­verð­mæti fyrir sjáv­ar­út­veg­inn, vegna verk­falls­ins, hefur verið áætlað allt að 700 millj­ónum á dag og því  er mikið í húfi fyrir þjóð­ar­bú­ið. Fisk­vinnslu­fólk hefur víða skráð sig á atvinnu­leys­is­skrá vegna vinnslu­stopps og er staðan sér­stak­leg alvar­lega í sveit­ar­fé­lögum þar sem sjáv­ar­út­vegur er hryggjar­stykkið í atvinnu­líf­inu.

Auglýsing

Í pistli sem Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, skrifar inn á vef­inn 200 mílur kemur fram að sjó­menn verði af átta millj­örðum árlega vegna verð­munar á mak­ríl, miðað við verðið sem fæst t.d. í Nor­egi. „En hver skildi verð­mun­­ur­inn hafa verið fyr­ir síð­ustu mak­ríl­ver­tíð, það er að segja fyr­ir árið 2016? Jú, fram hef­ur komið í frétt­um að í gegn­um sölu­­kerfi norska síld­­ar­­sam­lags­ins hafi farið 133 þús­und tonn af mak­ríl og með­al­­verðið hafi verið 10,23 krón­ur norsk­ar á kíló, eða rúm­ar 144 krón­ur ís­­lensk­­ar. En hvað skyldi með­al­­verðið hafa verið á Íslandi á ár­inu 2016? Sam­­kvæmt Hag­­stof­unni veidd­ust rúm­­lega 170 þús­und tonn og afla­verð­mætið var 10,9 millj­­arðar og með­al­­verðið því 63,9 ís­­lensk­ar krón­­ur. Takið eft­ir að í Nor­egi var á síð­asta ári verið að greiða rúm­um 80 krón­um hærra verð fyr­ir kílóið að með­al­tali fyr­ir mak­ríl en á Íslandi eða sem nem­ur 125%. Hugsið ykk­­ur, ís­­lensk­ir sjó­­menn fá 125% minna verð fyr­ir mak­ríl en fæst fyr­ir hann í Nor­eg­i,“ segir Vil­hjálmur í pistli sín­um.

Heiðrún Lind seg­ist von­ast til þess að sáttin í deil­unni fær­ist nær. Það sé vilji allra að ná sátt og koma starf­semi af stað. Þegar sé farið að reyna mjög á sölu­sam­bönd við við­skipta­vini erlend­is. Ef deilan drag­ist enn meira á lang­inn þá sé hætta á að skað­inn verði var­an­leg­ur. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None