Stál í stál hjá útgerðum og sjómönnum

Sátt er ekki í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerða. Framkvæmdastjóri SFS segir að tapið í aflaverðmæti sé allt að 700 milljónir á dag.

skip
Auglýsing

„Það er skemmst frá því að segja að það er ekk­ert að frétt, og sátt er ekki í sjón­máli,“ sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, í sam­tali við Kjarn­ann nú í kvöld, aðspurð um gang mála í kjara­við­ræðum sjó­manna og útgerða. Verk­fall hefur nú staðið yfir frá því 14. des­em­ber og er sátt ekki í sjón­máli eins og mál standa nú. Við­ræðum hefur verið slit­ið, og er eng­inn fundur áform­aður eins og mál standa nú.

Áætlað tap í afla­verð­mæti fyrir sjáv­ar­út­veg­inn, vegna verk­falls­ins, hefur verið áætlað allt að 700 millj­ónum á dag og því  er mikið í húfi fyrir þjóð­ar­bú­ið. Fisk­vinnslu­fólk hefur víða skráð sig á atvinnu­leys­is­skrá vegna vinnslu­stopps og er staðan sér­stak­leg alvar­lega í sveit­ar­fé­lögum þar sem sjáv­ar­út­vegur er hryggjar­stykkið í atvinnu­líf­inu.

Auglýsing

Í pistli sem Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, skrifar inn á vef­inn 200 mílur kemur fram að sjó­menn verði af átta millj­örðum árlega vegna verð­munar á mak­ríl, miðað við verðið sem fæst t.d. í Nor­egi. „En hver skildi verð­mun­­ur­inn hafa verið fyr­ir síð­ustu mak­ríl­ver­tíð, það er að segja fyr­ir árið 2016? Jú, fram hef­ur komið í frétt­um að í gegn­um sölu­­kerfi norska síld­­ar­­sam­lags­ins hafi farið 133 þús­und tonn af mak­ríl og með­al­­verðið hafi verið 10,23 krón­ur norsk­ar á kíló, eða rúm­ar 144 krón­ur ís­­lensk­­ar. En hvað skyldi með­al­­verðið hafa verið á Íslandi á ár­inu 2016? Sam­­kvæmt Hag­­stof­unni veidd­ust rúm­­lega 170 þús­und tonn og afla­verð­mætið var 10,9 millj­­arðar og með­al­­verðið því 63,9 ís­­lensk­ar krón­­ur. Takið eft­ir að í Nor­egi var á síð­asta ári verið að greiða rúm­um 80 krón­um hærra verð fyr­ir kílóið að með­al­tali fyr­ir mak­ríl en á Íslandi eða sem nem­ur 125%. Hugsið ykk­­ur, ís­­lensk­ir sjó­­menn fá 125% minna verð fyr­ir mak­ríl en fæst fyr­ir hann í Nor­eg­i,“ segir Vil­hjálmur í pistli sín­um.

Heiðrún Lind seg­ist von­ast til þess að sáttin í deil­unni fær­ist nær. Það sé vilji allra að ná sátt og koma starf­semi af stað. Þegar sé farið að reyna mjög á sölu­sam­bönd við við­skipta­vini erlend­is. Ef deilan drag­ist enn meira á lang­inn þá sé hætta á að skað­inn verði var­an­leg­ur. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None