365 aftur með í Eddu-akademíunni

365 verður aftur með í Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unni eftir að hafa sagt sig frá Eddu-verðlaununum árið 2015.

eddustoeffnota.jpg
Auglýsing

365 miðlar eru á nýjan leik með­limir í Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unni (ÍK­SA) sem heldur hina árlegu Eddu­verð­launa­há­tíð. Þetta stað­festir Birgitta Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ÍSKA/Edd­unnar við Kjarn­ann. Til­kynnt var um til­nefn­ingar til verð­laun­anna í dag. 

Greint var frá því í lok árs­ins 2015 að 365 miðlar hefðu sagt sig úr Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unni vegna óánægju með fram­kvæmd verð­laun­anna. Jón Gnarr, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri dag­skrársviðs 365, sagði að RÚV hefði haft 70 pró­sent vægi í dóm­nefnd en 365 hafi borið helm­ing kostn­að­ar. Fyr­ir­tækið hefði lagt fram ýmsar til­lögur til að auka vægi almenn­ings í kjöri á verð­launa­höf­um, en án árang­ur­s. 

Þessu vís­aði aka­dem­ían á bug, sagði fjar­stæðu­kennt að tala um að 70 pró­sent val­nefnd­ar­manna væru tengdir RÚV, og 365 hafi greitt 15% af rekstr­ar­gjöld­un­um, en ekki helm­ing. Engar til­lögur hafi heldur verið lagðar fram til að breyta nokkru. 

Auglýsing

Það er kvik­myndin Hjarta­steinn sem fær flestar til­nefn­ingar til Edd­unnar í ár, sextán tals­ins. Hún er til­nefnd í öllum stærstu flokk­un­um, sem mynd árs­ins, leik­stjóri árs­ins og leik­arar og leikkonur árs­ins. Kvik­myndin Eið­ur­inn fékk þrettán til­nefn­ing­ar. 

Tvær þátt­arað­ir, Borg­ar­stjór­inn og Ligeglad, koma til greina sem leikið sjón­varps­efni árs­ins. Lífstíls­þættir árs­ins eru til­nefndir Ferðastiklur, Rætur og Ævar vís­inda­mað­ur, og í skemmti­þætti árs­ins koma Ára­mótaskaup­ið, Eddan og Orð­bragð til greina. Menn­ing­ar­þættir árs­ins eru til­nefndir Eyði­býli, Með okkar augum og Rapp í Reykja­vík, og frétta­þættir árs­ins eru Kast­ljós, Á flótta og Leitin að upp­runan­um. 

Lesa má um til­nefn­ing­arnar hér. 

Verð­launin verða veitt sunnu­dag­inn 26. febr­úar næst­kom­andi á Hilton-hót­el­inu í Reykja­vík. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None