#stjórnmál

Vinstri græn stærsti flokkur landsins

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins. Það er Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar milli mælinga MMR og er nú 32,6 prósent.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist 32,6% í nýrri könnun MMR á fylgi við stjórn­mála­flokk­ana. Það er minni stuðn­ingur en í síð­ustu könnun MMR í jan­ú­ar, en þá mæld­ist stuðn­ing­ur­inn 35 pró­sent. Engin rík­is­stjórn hafði kom­ist nærri því að mæl­ast með svo lít­inn stuðn­ing í sinni fyrstu mæl­ingu síð­ustu 20 ár að minnsta kost­i. 

Vinstri græn mæl­ast stærsti flokkur lands­ins, með 27 pró­sent fylgi. Það er 3,8 pró­sentu­stiga aukn­ing frá með­al­fylgi flokks­ins í jan­úar síð­ast­liðn­um, sem var 23,2 pró­sent. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er annar stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni, og mælist með 23,8 pró­senta fylgi. Það er minnkun um 0,8 pró­sentu­stig frá síð­ustu mæl­ing­u. 

Auglýsing

Píratar mæl­ast með 13,6 pró­sent, sem er sama fylgi og í síð­ustu könn­un. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með 9,7 pró­sent nú en mæld­ist með 12,5 pró­sent í síð­ustu könn­un, og Sam­fylk­ingin mælist með 7,8 pró­sent en mæld­ist með 7 pró­sent síð­ast.. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir Við­reisn og Björt fram­tíð mæl­ast með 5,6 pró­sent og 5,3 pró­sent fylgi, en í síð­ustu könnun var fylgið 6,8 og 7 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins mælist með 3,6 pró­sent en aðrir flokkar innan við tvö pró­sent. 

Könn­unin var gerð dag­ana 1. til 5. febr­ú­ar. 983 ein­stak­lingar átján ára og eldri svör­uðu könn­un­inn­i. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None