#viðskipti

Kvika hagnaðist um tvo milljarða í fyrra

Kvika banki, eini fjárfestingabanki landsins sem er að fullu í einkaeigu, skilaði 34,7 prósent arðsemi eiginfjár í fyrra. Til stendur að sameina Kviku og Virðingu á þessu ári.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­semi eig­in­fjár hjá bank­anum var 34,7 pró­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­sent og voru 59,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­arð króna á fyrri hluta síð­asta árs. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 20,6 pró­sent í lok árs 2016. Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu frá Kviku.

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri Kviku, segir að afkoman gefi bank­anum byr undir báða vængi. „Kvika hefur sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði og eft­ir­spurn er mikil eftir sér­hæfðri þjón­ustu okk­ar. Fram­tíðin er björt fyrir eina sjálf­stæða fjár­fest­inga­banka lands­ins.“

Stærstu hlut­hafar bank­ans eru í dag Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna, Brim­garðar ehf. ( Í eigu Gunn­ars Þórs Gísla­sonar og systk­ina og Cold Rock Invest­ment Ltd.), K2B fjár­fest­ingar (í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur),

Auglýsing

Varða Capi­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­­ar­s­­son­­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­­munds­­son­­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur), Títan B ehf. (fé­lags í eigu Skúla Mog­en­sen) og Grandier ehf. (í eigu Don­ald McCarthy, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Sig­urðar Bolla­son­ar).

Sam­runi framundan

Kvika mun vænt­an­lega stækka umtals­vert á árinu 2017. Stjórnir verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ingar hf. og Kviku und­ir­­rit­uðu í nóv­em­ber 2016 vilja­yf­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar á að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­ónir króna og greiða lækk­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku munu eftir sam­runa eiga 70 pró­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­sent hlut.

Í til­­kynn­ing­unni vegna und­ir­­rit­unar vilja­yf­­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­­ugt fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­­­fest­inga­­banka­­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­­sjóði, fjár­fest­ing­ar­sjóði, fram­taks­­sjóði, fast­­eigna­­sjóði, veð­skulda­bréfa­­sjóði og ýmsa fag­fjár­­­festa­­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­­ugum mark­aðsvið­­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf, sér­­hæfðri lána­­starf­­semi og einka­­banka­­þjón­­ustu.

Meira úr sama flokkiInnlent
None