#viðskipti

Kvika hagnaðist um tvo milljarða í fyrra

Kvika banki, eini fjárfestingabanki landsins sem er að fullu í einkaeigu, skilaði 34,7 prósent arðsemi eiginfjár í fyrra. Til stendur að sameina Kviku og Virðingu á þessu ári.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­semi eig­in­fjár hjá bank­anum var 34,7 pró­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­sent og voru 59,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­arð króna á fyrri hluta síð­asta árs. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 20,6 pró­sent í lok árs 2016. Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu frá Kviku.

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri Kviku, segir að afkoman gefi bank­anum byr undir báða vængi. „Kvika hefur sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði og eft­ir­spurn er mikil eftir sér­hæfðri þjón­ustu okk­ar. Fram­tíðin er björt fyrir eina sjálf­stæða fjár­fest­inga­banka lands­ins.“

Stærstu hlut­hafar bank­ans eru í dag Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna, Brim­garðar ehf. ( Í eigu Gunn­ars Þórs Gísla­sonar og systk­ina og Cold Rock Invest­ment Ltd.), K2B fjár­fest­ingar (í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur),

Auglýsing

Varða Capi­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­­ar­s­­son­­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­­munds­­son­­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur), Títan B ehf. (fé­lags í eigu Skúla Mog­en­sen) og Grandier ehf. (í eigu Don­ald McCarthy, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Sig­urðar Bolla­son­ar).

Sam­runi framundan

Kvika mun vænt­an­lega stækka umtals­vert á árinu 2017. Stjórnir verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ingar hf. og Kviku und­ir­­rit­uðu í nóv­em­ber 2016 vilja­yf­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar á að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­ónir króna og greiða lækk­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku munu eftir sam­runa eiga 70 pró­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­sent hlut.

Í til­­kynn­ing­unni vegna und­ir­­rit­unar vilja­yf­­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­­ugt fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­­­fest­inga­­banka­­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­­sjóði, fjár­fest­ing­ar­sjóði, fram­taks­­sjóði, fast­­eigna­­sjóði, veð­skulda­bréfa­­sjóði og ýmsa fag­fjár­­­festa­­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­­ugum mark­aðsvið­­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf, sér­­hæfðri lána­­starf­­semi og einka­­banka­­þjón­­ustu.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None