#viðskipti

Kvika hagnaðist um tvo milljarða í fyrra

Kvika banki, eini fjárfestingabanki landsins sem er að fullu í einkaeigu, skilaði 34,7 prósent arðsemi eiginfjár í fyrra. Til stendur að sameina Kviku og Virðingu á þessu ári.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka.
Mynd: Kvika
Þórður Snær Júlíusson

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­semi eig­in­fjár hjá bank­anum var 34,7 pró­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­sent og voru 59,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­arð króna á fyrri hluta síð­asta árs. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 20,6 pró­sent í lok árs 2016. Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu frá Kviku.

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri Kviku, segir að afkoman gefi bank­anum byr undir báða vængi. „Kvika hefur sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði og eft­ir­spurn er mikil eftir sér­hæfðri þjón­ustu okk­ar. Fram­tíðin er björt fyrir eina sjálf­stæða fjár­fest­inga­banka lands­ins.“

Stærstu hlut­hafar bank­ans eru í dag Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna, Brim­garðar ehf. ( Í eigu Gunn­ars Þórs Gísla­sonar og systk­ina og Cold Rock Invest­ment Ltd.), K2B fjár­fest­ingar (í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur),

Auglýsing

Varða Capi­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­­ar­s­­son­­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­­munds­­son­­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur), Títan B ehf. (fé­lags í eigu Skúla Mog­en­sen) og Grandier ehf. (í eigu Don­ald McCarthy, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Sig­urðar Bolla­son­ar).

Sam­runi framundan

Kvika mun vænt­an­lega stækka umtals­vert á árinu 2017. Stjórnir verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ingar hf. og Kviku und­ir­­rit­uðu í nóv­em­ber 2016 vilja­yf­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar á að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­ónir króna og greiða lækk­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku munu eftir sam­runa eiga 70 pró­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­sent hlut.

Í til­­kynn­ing­unni vegna und­ir­­rit­unar vilja­yf­­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­­ugt fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­­­fest­inga­­banka­­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­­sjóði, fjár­fest­ing­ar­sjóði, fram­taks­­sjóði, fast­­eigna­­sjóði, veð­skulda­bréfa­­sjóði og ýmsa fag­fjár­­­festa­­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­­ugum mark­aðsvið­­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf, sér­­hæfðri lána­­starf­­semi og einka­­banka­­þjón­­ustu.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03