#stjórnmál

Einungis 14 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar ánægðir með ríkisstjórnina

Fjórðungur landsmanna er ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið. Ánægjan er mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum.

Um 25 pró­sent lands­manna er ánægðir með stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sem nú hefur staðið yfir í rúman mán­uð. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru ánægð­astir en tveir af hverjum þremur þeirra eru sáttir með rík­is­stjórn­ina það sem af er. Ánægjan er mun minni hjá kjós­endum Við­reisn­ar, þar sem tæp 40 pró­sent eru ánægð, og kjós­endum Bjartrar fram­tíð­ar, þar sem ein­ungis 14 pró­sent segj­ast ánægð. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup sem RÚV greinir frá.

Í frétt RÚV segir enn fremur að ein­ungis eitt til sex pró­sent kjós­enda stjórn­ar­and­stöðu­flokka sé ánægður með rík­is­stjórn­ina. Karlar eru mun ánægð­ari með hana en konur og tekju­hærri ánægð­ari en tekju­lægri. 

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um erf­iða byrjun rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar og þær sprungur sem mynd­ast hafa í stjórn­ar­sam­starf­inu á fyrstu vikum þess. 

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent
None