#viðskipti#tryggingar

Tryggingafélögin borga 5,1 milljarð í arð

Arðgreiðslur stóru tryggingafélaganna nema rúmum fimm milljörðum króna samkvæmt tillögum. Í fyrra voru félögin gagnrýnd harðlega fyrir að ætla að greiða níu milljarða í arð. Tvö þeirra lækkuðu sig vegna gagnrýninnar.

Stóru trygg­inga­fé­lög lands­ins, Sjó­vá, VÍS og TM, munu sam­tals greiða hlut­höfum sínum 5,1 millj­arð króna í arð vegna afkomu síð­asta árs. Þetta er tekið saman í Frétta­blað­inu í dag. 

Sam­an­lagður hagn­aður þess­ara þriggja félaga var 6,7 millj­arðar króna. 

Sjóvá hagn­að­ist um 2.690 millj­ónir króna í fyrra, sem er fjórum sinnum betri nið­ur­staða en árið á und­an. Þá var hagn­að­ur­inn 657 millj­ón­ir. Til stendur að greiða nær allan hagn­að­inn, eða 2.600 millj­ón­ir, í arð til hlut­hafa. 

Auglýsing

TM hagn­að­ist um 2.597 millj­ónir í fyrra, sem er 230 millj­ónum minni hagn­aður en árið á und­an. Stjórn­endur þar vilja greiða 1.500 millj­ónir króna í arð. 

VÍS hagn­að­ist um 1.459 millj­ónir í fyrra, sem er 617 millj­ónum minna en í fyrra. Arð­greiðslur þar á bæ eru áætl­aðar 1.023 millj­ónir króna. 

Arð­greiðsl­urnar eru tals­vert hóg­vær­ari en í fyrra. Þá áætl­aði VÍS að greiða hlut­höfum sínum fimm millj­arða í arð, sem var rúm­lega tvö­faldur hagn­aður félags­ins fyrir árið. Sjóvá ætl­aði að greiða 3,1 millj­arð í arð og TM 1,5 millj­arð. Áformin voru harlega gagn­rýnd og á end­anum lækk­uðu bæði Sjóvá og VÍS arð­greiðslur sín­ar. Sjóvá greiddi 657 millj­ónir og VÍS 2,1 millj­arð. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None