#heilbrigðismál

Yfir 500 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Íslandi

Gríðarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum á Íslandi og yfir þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa við eitthvað annað. Brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðina er að meðaltali 15% á ári.

523 hjúkring­ar­fræð­inga vantar til starfa á íslenskar heil­brigð­is­stofn­an­ir, í allt að 405 stöðu­gildi, sam­kvæmt mati fram­kvæmda­stjóra hjúkr­unar og hjúkr­un­ar­for­stjóra á öllum heil­brigð­is­stofn­unum á Íslandi, sem hafa hjúkr­un­ar­fræð­inga í vinn­u. Jafn­framt vantar 290 hjúkr­un­ar­fræð­inga til starfa til þess að manna fjár­mögnuð stöðu­gildi á þessum heil­brigð­is­stofn­un­um. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga um vinnu­markað hjúkr­un­ar­fræð­inga. Staðan var könnuð á öllum heil­brigð­is­stofn­unum sem hafa hjúkr­un­ar­fræð­inga í vinn­u. 

Stöð­ugur skortur hefur verið á hjúkr­un­ar­fræð­ingum und­an­farna ára­tugi. Sam­kvæmt grein­ing­unni eru ein­ungis 69% hjúkr­un­ar­fræð­inga félags­menn í félag­inu, og um þús­und hjúkr­un­ar­fræð­inga starfa við annað en hjúkr­un. Brott­fall nýút­skrif­aðra hjúkr­un­ar­fræð­inga úr starfi að með­al­tali 15% á und­an­förnum fimm árum. 

Auglýsing

Félag íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga leggur til að brugð­ist verði við skorti á hjúkr­un­ar­fræð­ingum með því að veita meira fé til mennt­unar hjúkr­un­ar­fræð­inga og með því að hækka laun þeirra til sam­ræmis við aðra opin­bera starfs­menn. „Þá þarf að leita leiða til að draga úr vinnu­á­lagi og bæta starfs­um­hverfi til þess að sporna gegn skertu starfs­hlut­falli hjúkr­un­ar­fræð­inga, en það er að með­al­tali 71%, og talið mega rekja til starfs­um­hverf­is, vinnu­fyr­ir­komu­lags, vinnu­tíma og álags í starf­i.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None