Verkfalli sjómanna aflýst með samþykktum samningi

Sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning naumlega í atkvæðagreiðslu í dag. Rétt rúmur helmingur atkvæðisbærra greiddu atkvæði. Verkfalli sjómanna hefur verið aflýst.

Úr höfninni í Stykkishólmi.
Úr höfninni í Stykkishólmi.
Auglýsing

Sjó­menn hafa sam­þykkt nýjan kjara­samn­ing í atkvæða­greiðslu í dag, naum­lega þó. Taln­ingu lauk í Karp­hús­inu í Reykja­vík á níunda tím­anum í kvöld. Tveggja mán­aða verk­falli sjó­manna er því aflýst og skip halda til veiða.

Kjara­samn­ing­ur­inn var sam­þykktur með 52,4 pró­sent atkvæða á móti 46,9 pró­sent atkvæða þeirra sem höfn­uðu samn­ingn­um. For­ystu­menn sjó­manna­sam­taka höfðu ekki treyst sér til að spá fyrir um úrslit atkvæða­greiðsl­unnar enda aug­ljós­lega mjótt á mun­um.

1.189 greiddu atkvæði, eða rétt rúmur helm­ingur þeirra sem voru á kjör­skrá. 623 greiddu atkvæði með nýja samn­ingnum en 558 gegn hon­um.

Auglýsing

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef mbl.is. Þar segir einnig að kjör­sókn hafi verið mis­mun­andi eftir því hvar menn greiddu atkvæði; kjör­sókn hafi verið allt frá 10 pró­sent upp í 70 pró­sent.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur sagst hafa verið til­búin með lög á verk­fall sjó­manna fyrir helgi og til­búin til að beita þeim ef hún teldi þörf á því. Samn­ingar tók­ust með sjó­mönnum og útgerð­ar­mönnum aðfara­nótt laug­ar­dags og hefur nýr kjara­samn­ingur verið í kynn­ingu innan sjó­manna­fé­laga um allt land síðan á laug­ar­dags­morg­un. Atkvæða­greiðslan fór svo fram í dag og atkvæðin talin í kvöld.

Í dag var víða unnið að und­ir­bún­ingi skipa í höfnum lands­ins enda liggur á að halda til veiða. Loðnu­ver­tíð­inni fer senn að ljúka, en það liggur kannski meira á að hefja veiðar eftir meira en tveggja mán­aða stopp.

Verk­fall­inu var aflýst eftir að nið­ur­staða atkvæða­greiðsl­unnar var ljós, jafn­vel þó samn­ing­ur­inn hafi verið und­ir­rit­aður í fyrri nótt.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að tekju­tap ríkis og sveit­ar­fé­laga af sjó­manna­verk­fall­inu væri gróft áætlað um 3,5 millj­arðar króna. Það væri hins vegar að miklu leyti aft­ur­kræft tap, og inn­heimt­ist nú þegar sjó­menn halda aftur til vinnu.

Gögn benda til þess að fram­­leiðsla og útflutn­ingur á ferskum bol­­fiskaf­­urðum hafi dreg­ist saman um 40 til 55 pró­­sent á þeim tíma sem verk­­fall sjó­­manna hafði stað­ið fram til 10. febr­ú­ar. Útflutn­ings­­tekjur höfðu minnkað um 3,5 til 5 millj­­arða króna á þeim tíma sem verk­fallið hafði þá stað­ið, og að nokkru leyti er þetta tap sem verður ekki bætt með nýt­ingu kvóta seinna. Í fersk­­fisk­fram­­leiðslu eru mestar áhyggjur af mörk­uðum fyrir íslenskar afurð­ir, og hætt­unni á því að missa hluta mark­að­­ar­ins ann­að.

Fréttin var upp­færð kl. 21:14.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None