Verkfalli sjómanna aflýst með samþykktum samningi

Sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning naumlega í atkvæðagreiðslu í dag. Rétt rúmur helmingur atkvæðisbærra greiddu atkvæði. Verkfalli sjómanna hefur verið aflýst.

Úr höfninni í Stykkishólmi.
Úr höfninni í Stykkishólmi.
Auglýsing

Sjó­menn hafa sam­þykkt nýjan kjara­samn­ing í atkvæða­greiðslu í dag, naum­lega þó. Taln­ingu lauk í Karp­hús­inu í Reykja­vík á níunda tím­anum í kvöld. Tveggja mán­aða verk­falli sjó­manna er því aflýst og skip halda til veiða.

Kjara­samn­ing­ur­inn var sam­þykktur með 52,4 pró­sent atkvæða á móti 46,9 pró­sent atkvæða þeirra sem höfn­uðu samn­ingn­um. For­ystu­menn sjó­manna­sam­taka höfðu ekki treyst sér til að spá fyrir um úrslit atkvæða­greiðsl­unnar enda aug­ljós­lega mjótt á mun­um.

1.189 greiddu atkvæði, eða rétt rúmur helm­ingur þeirra sem voru á kjör­skrá. 623 greiddu atkvæði með nýja samn­ingnum en 558 gegn hon­um.

Auglýsing

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef mbl.is. Þar segir einnig að kjör­sókn hafi verið mis­mun­andi eftir því hvar menn greiddu atkvæði; kjör­sókn hafi verið allt frá 10 pró­sent upp í 70 pró­sent.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur sagst hafa verið til­búin með lög á verk­fall sjó­manna fyrir helgi og til­búin til að beita þeim ef hún teldi þörf á því. Samn­ingar tók­ust með sjó­mönnum og útgerð­ar­mönnum aðfara­nótt laug­ar­dags og hefur nýr kjara­samn­ingur verið í kynn­ingu innan sjó­manna­fé­laga um allt land síðan á laug­ar­dags­morg­un. Atkvæða­greiðslan fór svo fram í dag og atkvæðin talin í kvöld.

Í dag var víða unnið að und­ir­bún­ingi skipa í höfnum lands­ins enda liggur á að halda til veiða. Loðnu­ver­tíð­inni fer senn að ljúka, en það liggur kannski meira á að hefja veiðar eftir meira en tveggja mán­aða stopp.

Verk­fall­inu var aflýst eftir að nið­ur­staða atkvæða­greiðsl­unnar var ljós, jafn­vel þó samn­ing­ur­inn hafi verið und­ir­rit­aður í fyrri nótt.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að tekju­tap ríkis og sveit­ar­fé­laga af sjó­manna­verk­fall­inu væri gróft áætlað um 3,5 millj­arðar króna. Það væri hins vegar að miklu leyti aft­ur­kræft tap, og inn­heimt­ist nú þegar sjó­menn halda aftur til vinnu.

Gögn benda til þess að fram­­leiðsla og útflutn­ingur á ferskum bol­­fiskaf­­urðum hafi dreg­ist saman um 40 til 55 pró­­sent á þeim tíma sem verk­­fall sjó­­manna hafði stað­ið fram til 10. febr­ú­ar. Útflutn­ings­­tekjur höfðu minnkað um 3,5 til 5 millj­­arða króna á þeim tíma sem verk­fallið hafði þá stað­ið, og að nokkru leyti er þetta tap sem verður ekki bætt með nýt­ingu kvóta seinna. Í fersk­­fisk­fram­­leiðslu eru mestar áhyggjur af mörk­uðum fyrir íslenskar afurð­ir, og hætt­unni á því að missa hluta mark­að­­ar­ins ann­að.

Fréttin var upp­færð kl. 21:14.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None