Ætla að gera jafnréttismat á 40 prósent stjórnarfrumvarpa

Samkvæmt innleiðingaráætlun kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar ætlar ríkisstjórnin að gera jafnréttismat á fjórum af hverjum tíu frumvörpum sem ráðherrar hennar leggja fram í ár.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti stöðu innleiðingar á kynjaðri fjárlagagerð á fundi í ríkisstjórn í síðustu viku.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti stöðu innleiðingar á kynjaðri fjárlagagerð á fundi í ríkisstjórn í síðustu viku.
Auglýsing

Stefnt er að því að gera jafnréttismat á um 40 prósent þeirra frumvarpa sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu leggja fram á þessu ári. Um er að ræða hluta af innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sem á að bæta nýtingu opinberra fjármuna. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti stöðu innleiðingarinnar á fundi í ríkisstjórn í síðustu viku.

Innleiðingaráætlunin sem nú er unnið eftir var samþykkt í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 19. júní 2015 og gildir til ársins 2019. Sérstök verkefnisstjórn hefur heildarumsjón með innleiðingu hennar, framvindu og eftirliti með framkvæmd. Fulltrúar allra ráðuneyta sitja í verkefnisstjórninni. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að helsta markmið innleiðingaráætlunarinnar sé að samþætta kynjaða fjárlagagerð við stefnumótun og ákvarðanatöku. „Það verður m.a. gert með því að horfa til kynjasjónarmiða við gerð lagafrumvarpa og við ráðstöfun opinbers fjár. Jafnréttismat á lagafrumvörpum þarf að gera hvort heldur sem áhrif þess koma fram á tekju- eða útgjaldahlið frumvarpsins enda hefur öflun opinbers fjár ekki síður áhrif en ráðstöfun þess. Sem dæmi hefur uppbygging skattkerfis mismunandi áhrif á kynin að mörgu leyti þrátt fyrir að löggjöfin sem slík miðist við að sama gildi fyrir kynin.

Samkvæmt áætluninni skal hvert ráðuneyti framkvæma jafnréttismat á frumvörpum sem talin eru hafa miðlungs eða mikil áhrif á stöðu kynjanna. Innan allra ráðuneyta er sömuleiðis unnið að því að greina ákveðið málefnasvið eða málaflokk út frá kynjasjónarmiðum og úrbætur lagðar til ef þörf á. Kyngreind gögn eru ein af lykilforsendum árangursríkrar innleiðingar og því er lagt kapp á að bæta aðgengi að þeim.“

Auglýsing

Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hófst hér á landi í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, árið 2009. Í henni felst að réttlæti og sanngirni haldist í hendur við efnahagslega velferð. Í ljósi þess að kynin búa enn við ólíkar aðstæður  í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum skilningi þá er ávinningur af kynjaðri fjárlagagerð talinn margvíslegur, þótt megintilgangur aðferðafræðinnar sé aukið jafnrétti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None