Björn Leví boðar vantrauststillögu

Þingmaður Pírata segir að vantrauststillaga á ríkisstjórnina komi inn í þingið. Fyrst þurfi forsætisráðherra að svara spurningum um skil sín á skýrslum.

Björn Leví Gunnarsson
Auglýsing

„For­sæt­is­ráð­herra manar upp van­traust­s­til­lögu. Hún kem­ur,“ sagði Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, á Alþingi í morg­un. 

Björn Leví hélt ræðu undir liðnum störf þings­ins við upp­haf þing­fund­ar. Hann sagði þrjá ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar vera í vanda eftir þrjár þing­vik­ur. „Hæst­virtur umhverf­is­ráð­herra sem á eftir að mæta hér í ræðu­stól Alþingis og útskýra vill­andi svar sitt við fyr­ir­spurn hátt­virts þing­manns Odd­nýjar Harð­ar­dóttur um til­mæli til nefndar sem heyrir undir ráð­herra.“ Þá þyrfti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að útskýra af hverju hún hafi hótað sjó­mönnum lögum á verk­fall þeirra. Að lokum hafi for­sæt­is­ráð­herra orðið upp­vís að því að leyna almenn­ing upp­lýs­ing­um. 

„Í sér­stökum umræðum um málið hér á mið­viku­dag bauð ég for­sæt­is­ráð­herra að svara spurn­ingum um hvort upp­lýs­ing­arnar vörð­uðu almanna­hag og hvort ráð­herra hafi brotið siða­regl­ur. Ráð­herra skaut­aði fram hjá þessum spurn­ingum þrátt fyrir ítrek­anir um að svara þeim. Þó við­ur­kenndi ráð­herra, með leyfi for­seta: „Ég hef aldrei í tengslum við þessa skýrslu lagt mat á hvort ein­hver efn­is­at­riði umfram önnur vörð­uðu almanna­hag. Það stóð aldrei neitt annað til en að hún kæmi fyrir almenn­ings­sjón­ir.“. Til­vitnun lýk­ur. Ráð­herra við­ur­kenndi að hafa ekki athugað hvort efni skýrsl­unnar varð­aði almanna­hag mtt frum­kvæð­is­skyldu sinnar til birt­ingu slíkra upp­lýs­inga.“

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hafi manað upp van­traust­s­til­lögu, og hún muni koma. „Fyrst þarf for­sæt­is­ráð­herra að svara þessum spurn­ingum í ræðu­stól Alþing­is, varða upp­lýs­ing­arnar í skýrsl­unni sem hann faldi almanna­hag og braut ráð­herra siða­reglur - ellegar er það van­trausts­vert í sjálfu sér að ráð­herra víki sér ítrekað undan því að svara spurn­ingum sem að honum er beint á Alþing­i.“

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None