Vantar um átta þúsund íbúðir á markaðinn

Mikil spenna er á íbúðamarkaði þar sem viðvarandi skortur á íbúðum er farinn að hafa mikil áhrif á stöðu mála.

Fasteignir hús
Auglýsing

Þjóð­skrá telur að það vanti um átta þús­und íbúðir inn á fast­eigna­mark­að, eins og málin standa, til að halda í við eft­ir­spurn­ina sé horft sér­stak­lega til sögu­legra gagna um þróun á mark­aðn­um. Þetta er umtals­vert meiri skortur á eignum heldur en reiknað hefur verið með í öðrum grein­ing­um, svo sem nýlegri grein­ingu Arion banka, þar sem því var spáð að fast­eigna­verð myndi hækkað um 30 pró­sent á næstu árum, meðal ann­ars vegna skorts á eignum á mark­að­i. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ingu Þjóð­skrár, þá segir að fjöldi íbúa á hverja íbúð hafi farið lækk­andi árin 1995 til 2008, úr 2,75 árið 1995 í tæp­lega 2,47 við hrun.

Fjöldi í hverri íbúð lækk­aði lít­il­lega frá árinu 2008 til 2014 og fór þá aftur lít­lega hækk­andi. Að mati Þjóð­skrár hefði undir venju­legum kring­um­stæðum mátt búast við því að fjöldi íbúa á hverja íbúð héldi áfram að lækka miðað við þróun á með­al­fjöl­skyldu­stærð. 

Auglýsing

Þjóð­skrá setur upp þrjár sviðs­mynd­ir. Sú fyrsta að fjöldi íbúa á hverja íbúð sé 2,4, önnur að 2,35 sé í hverri íbúð og þriðja að fjöld­inn sé 2,3.

Til þess að fjöld­inn á hverja íbúð væri 2,4 þyrfti um 5.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ef fjöld­inn ætti að vera 2,35 þá þyrfti um 8.000 íbúðir umfram það sem til er í dag og ef fjöld­inn ætti að vera 2,3 þá þyrfti 11.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ályktun þjóð­skrar er að „miðað við línu­lega þróun er skort­ur­inn lík­leg­ast um 8 þús­und íbúð­ir,“ segir í grein­ingu Þjóð­skrár.

Hér má sjá hvernig staðan hefur þróast hjá ungu fólki á fasteignamarkaði frá hruni.

Algeng við­miðun er að það þurfi að byggja um 1.800 til 2.000 íbúðir á ári á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til að mæta nátt­úru­legri fjölg­un, vegna fólks­fjölg­un­ar. Miðað við það er upp­söfnuð bygg­ing­ar­þörf íbúða á pari við allt að fjög­urra ára upp­bygg­ingu íbúða. Miðað við þessar tölur er langt í að jafn­vægi skap­ist á fast­eigna­mark­aði.Í fyrra hækk­aði fast­eigna­verð um 15 pró­sent en að und­an­förnu hefur hækk­unin verið á bil­inu 1,5 til tvö pró­sent á mán­uði, sem er í við meiri og hrað­ari hækkun en var í fyrra. Eins og áður segir þá gera spár ráð fyrir því að fast­eigna­verð muni hækka áfram á næstu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None