Vantar um átta þúsund íbúðir á markaðinn

Mikil spenna er á íbúðamarkaði þar sem viðvarandi skortur á íbúðum er farinn að hafa mikil áhrif á stöðu mála.

Fasteignir hús
Auglýsing

Þjóð­skrá telur að það vanti um átta þús­und íbúðir inn á fast­eigna­mark­að, eins og málin standa, til að halda í við eft­ir­spurn­ina sé horft sér­stak­lega til sögu­legra gagna um þróun á mark­aðn­um. Þetta er umtals­vert meiri skortur á eignum heldur en reiknað hefur verið með í öðrum grein­ing­um, svo sem nýlegri grein­ingu Arion banka, þar sem því var spáð að fast­eigna­verð myndi hækkað um 30 pró­sent á næstu árum, meðal ann­ars vegna skorts á eignum á mark­að­i. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ingu Þjóð­skrár, þá segir að fjöldi íbúa á hverja íbúð hafi farið lækk­andi árin 1995 til 2008, úr 2,75 árið 1995 í tæp­lega 2,47 við hrun.

Fjöldi í hverri íbúð lækk­aði lít­il­lega frá árinu 2008 til 2014 og fór þá aftur lít­lega hækk­andi. Að mati Þjóð­skrár hefði undir venju­legum kring­um­stæðum mátt búast við því að fjöldi íbúa á hverja íbúð héldi áfram að lækka miðað við þróun á með­al­fjöl­skyldu­stærð. 

Auglýsing

Þjóð­skrá setur upp þrjár sviðs­mynd­ir. Sú fyrsta að fjöldi íbúa á hverja íbúð sé 2,4, önnur að 2,35 sé í hverri íbúð og þriðja að fjöld­inn sé 2,3.

Til þess að fjöld­inn á hverja íbúð væri 2,4 þyrfti um 5.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ef fjöld­inn ætti að vera 2,35 þá þyrfti um 8.000 íbúðir umfram það sem til er í dag og ef fjöld­inn ætti að vera 2,3 þá þyrfti 11.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ályktun þjóð­skrar er að „miðað við línu­lega þróun er skort­ur­inn lík­leg­ast um 8 þús­und íbúð­ir,“ segir í grein­ingu Þjóð­skrár.

Hér má sjá hvernig staðan hefur þróast hjá ungu fólki á fasteignamarkaði frá hruni.

Algeng við­miðun er að það þurfi að byggja um 1.800 til 2.000 íbúðir á ári á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til að mæta nátt­úru­legri fjölg­un, vegna fólks­fjölg­un­ar. Miðað við það er upp­söfnuð bygg­ing­ar­þörf íbúða á pari við allt að fjög­urra ára upp­bygg­ingu íbúða. Miðað við þessar tölur er langt í að jafn­vægi skap­ist á fast­eigna­mark­aði.Í fyrra hækk­aði fast­eigna­verð um 15 pró­sent en að und­an­förnu hefur hækk­unin verið á bil­inu 1,5 til tvö pró­sent á mán­uði, sem er í við meiri og hrað­ari hækkun en var í fyrra. Eins og áður segir þá gera spár ráð fyrir því að fast­eigna­verð muni hækka áfram á næstu árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None