Þrjú hætta í stjórnum lífeyrissjóða vegna nýrra reglna SA

Þrír stjórnarmenn SA í Birtu og Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa ákveðið að hætta, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þau sitja öll í stjórnum skráðra hlutafélaga líka.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Úlfar Stein­dórs­son, Anna Guðný Ara­dóttir og Anna G. Sverr­is­dóttir hafa sagt sig úr stjórnum Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og Birtu líf­eyr­is­sjóði frá og með deg­inum í dag. 

Þetta er gert vegna þess að þau sitja einnig í stjórnum skráðra hluta­fé­laga, og það sam­ræm­ist ekki nýjum reglum Sam­taka atvinnu­lífs­ins um skipan full­trúa SA í stjórnir líf­eyr­is­sjóða. Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins tóku þau þessa ákvörðun að eigin frum­kvæði, en þetta er gert til að girða fyrir mögu­lega hags­muna­á­rekstra. 

Regl­urnar voru settar og sam­þykktar af stjórn SA í byrjun árs­ins, til þess að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra, grun um hags­muna­á­rekstra og til að tryggja óhæði stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóða. 

Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag kom fram að ekki hefði verið rætt um að Úlfar Stein­dórs­son léti af stjórn­ar­setu í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna eftir að hann var kjör­inn stjórn­ar­for­maður Icelanda­ir, þrátt fyrir regl­urn­ar. Úlfar hefur setið í stjórn Icelandair frá árinu 2010, og var end­ur­kjör­inn í stjórn­ina síð­ast­lið­inn föstu­dag, í fyrsta sinn eftir að regl­urnar hjá SA tóku gildi. Úlfar segir í Frétta­blað­inu að hann hafi ekki vitað af regl­un­um. „Þegar ég var beð­inn um að setj­ast í stjórn LV þá var ég fyrir í stjórn Icelanda­ir. Ef SA hafa sett þessar reglur þá hljóta þeir að koma til mín og láta mig vita af þeim.“ 

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði jafn­framt í Frétta­blað­inu að regl­urnar hafi verið hugs­aðar fyrir nýja stjórn­ar­menn sem yrðu skip­aðir í stjórnir líf­eyr­is­sjóða eftir setn­ingu regln­anna, en ekki fyrir eldri stjórn­ar­menn. Til greina kæmi að fara yfir stöðu Úlf­ar­s. 

Nú hefur Úlfar sagt sig úr stjórn LV, og það gerði Anna G. Sverr­is­dótt­ir, vara­maður í stjórn­inni, líka. Þá hættir Anna Guðný í stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs. 

Í til­kynn­ingu frá SA segir að ljóst sé að betur hefði mátt standa að kynn­ingu á breyt­ing­unum til stjórn­ar­fólks, og hlut­að­eig­andi eru beðnir vel­virð­ingar á því. „Aðal­at­riðið er að fag­lega er staðið að skipan stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóði af hálfu SA. Nýjar reglur gefa hæfum ein­stak­lingum tæki­færi á að bjóða fram krafta sína til starfa í stjórnum líf­eyr­is­sjóða með hags­muni sjóðs­fé­laga að leið­ar­ljósi. Líf­eyr­is­sjóð­irnir og við­fangs­efni þeirra eru gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir fram­tíð­ar­vel­ferð þjóð­ar­inn­ar.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None