Þrjú hætta í stjórnum lífeyrissjóða vegna nýrra reglna SA

Þrír stjórnarmenn SA í Birtu og Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa ákveðið að hætta, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þau sitja öll í stjórnum skráðra hlutafélaga líka.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Úlfar Stein­dórs­son, Anna Guðný Ara­dóttir og Anna G. Sverr­is­dóttir hafa sagt sig úr stjórnum Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og Birtu líf­eyr­is­sjóði frá og með deg­inum í dag. 

Þetta er gert vegna þess að þau sitja einnig í stjórnum skráðra hluta­fé­laga, og það sam­ræm­ist ekki nýjum reglum Sam­taka atvinnu­lífs­ins um skipan full­trúa SA í stjórnir líf­eyr­is­sjóða. Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins tóku þau þessa ákvörðun að eigin frum­kvæði, en þetta er gert til að girða fyrir mögu­lega hags­muna­á­rekstra. 

Regl­urnar voru settar og sam­þykktar af stjórn SA í byrjun árs­ins, til þess að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra, grun um hags­muna­á­rekstra og til að tryggja óhæði stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóða. 

Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag kom fram að ekki hefði verið rætt um að Úlfar Stein­dórs­son léti af stjórn­ar­setu í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna eftir að hann var kjör­inn stjórn­ar­for­maður Icelanda­ir, þrátt fyrir regl­urn­ar. Úlfar hefur setið í stjórn Icelandair frá árinu 2010, og var end­ur­kjör­inn í stjórn­ina síð­ast­lið­inn föstu­dag, í fyrsta sinn eftir að regl­urnar hjá SA tóku gildi. Úlfar segir í Frétta­blað­inu að hann hafi ekki vitað af regl­un­um. „Þegar ég var beð­inn um að setj­ast í stjórn LV þá var ég fyrir í stjórn Icelanda­ir. Ef SA hafa sett þessar reglur þá hljóta þeir að koma til mín og láta mig vita af þeim.“ 

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði jafn­framt í Frétta­blað­inu að regl­urnar hafi verið hugs­aðar fyrir nýja stjórn­ar­menn sem yrðu skip­aðir í stjórnir líf­eyr­is­sjóða eftir setn­ingu regln­anna, en ekki fyrir eldri stjórn­ar­menn. Til greina kæmi að fara yfir stöðu Úlf­ar­s. 

Nú hefur Úlfar sagt sig úr stjórn LV, og það gerði Anna G. Sverr­is­dótt­ir, vara­maður í stjórn­inni, líka. Þá hættir Anna Guðný í stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs. 

Í til­kynn­ingu frá SA segir að ljóst sé að betur hefði mátt standa að kynn­ingu á breyt­ing­unum til stjórn­ar­fólks, og hlut­að­eig­andi eru beðnir vel­virð­ingar á því. „Aðal­at­riðið er að fag­lega er staðið að skipan stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóði af hálfu SA. Nýjar reglur gefa hæfum ein­stak­lingum tæki­færi á að bjóða fram krafta sína til starfa í stjórnum líf­eyr­is­sjóða með hags­muni sjóðs­fé­laga að leið­ar­ljósi. Líf­eyr­is­sjóð­irnir og við­fangs­efni þeirra eru gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir fram­tíð­ar­vel­ferð þjóð­ar­inn­ar.“ 

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None