Tugmilljarða gjaldþrot Magnúsar langt frá því að vera stærsta þrot einstaklings

Samþykktar kröfur í bú Magnúsar Þorsteinssonar, sem einu sinni átti banka á Íslandi, nema 24,5 milljörðum króna. Tveir aðrir einstaklingar sem voru umsvifamiklir í bankarekstri fyrir hrun fóru í mun stærra persónulegt þrot en Magnús.

Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili sitt til Rússlands vorið 2009. Skömmu síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skiptum á búinu er nú lokið.
Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili sitt til Rússlands vorið 2009. Skömmu síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skiptum á búinu er nú lokið.
Auglýsing

Sam­þykktar kröfur í þrotabú Magn­úsar Þor­steins­son­ar, athafna­manns sem var á meðal þeirra þriggja manna sem keyptu ráð­andi hlut í Lands­bank­anum 2002, nema 24,5 millj­örðum króna. Þetta hefur mbl.is eftir skipta­stjóra bús­ins. Búskiptin hafa tekið um átta ár, en Magnús var úrskurð­aður gjald­þrota vorið 2009. Búist er við því að lítið sem ekk­ert fáist upp í kröf­urn­ar.

Þótt kröf­urnar á hendur Magn­úsi séu stjarn­fræði­lega háar, og ofar skiln­ingi flestra venju­legra launa­manna, er hann ansi langt frá því að eiga stærsta per­sónu­lega gjald­þrot Íslands­sög­unn­ar. Þann heiður eiga tveir aðrir ein­stak­lingar sem voru í lyk­il­hlut­verkum í íslensku banka­kerfi fyrir hrun. Annar er fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi Magn­ús­ar, Björgólfur Guð­munds­son, og hinn er Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings. Raunar er per­sónu­legt gjald­þrot Sig­urðar stærra en flest gjald­þrot fyr­ir­tækja í Íslands­sög­unni.

Magnús Þor­steins­son 24,5 millj­arðar

Magnús Þor­steins­son var hluti af hinum svo­kall­aða Sam­son-hópi sem keypti 45,8 pró­sent hlut í Lands­banka Íslands á gaml­árs­dag 2002. Aðrir í hópnum voru feðgarnir Björgólfur Guð­munds­son og Björgólfur Thor Björg­ólfs­son. Þre­menn­ing­arnir höfðu þá nýverið selt drykkj­ar­verk­smiðju í Rúss­landi til Hein­eken og efn­ast mjög á þeim við­skipt­um.

Auglýsing

Magnús seldi sig síðar út úr Sam­son og ein­beitti sér að fjár­fest­ingum í flutn­inga­starf­semi og flug­rekstri. Hann var þá meðal ann­ars orð­inn aðal­eig­andi Avion Group sem rak meðal ann­ars Air Atl­anta. Auk þess keypti Avion Group síðar Eim­skipa­fé­lag­ið.

Staða Magn­úsar varð strax mjög slæm eftir hrunið og hann missti flestar eignir sín­ar. Hann flutti í kjöl­farið lög­heim­ili sitt til Rúss­lands þar sem hann hefur stundað við­skipti sem lítið er vitað um alla tíð síð­an. Nokkrum mán­uðum eftir lög­heim­il­is­flutn­ing­inn var Magnús úrskurð­aður gjald­þrota á Íslandi og nú, tæpum átta árum síð­ar, liggur fyrir að kröfur í búið nema 24,5 millj­örðum króna.

Björgólfur Guð­munds­son 85 millj­arðar

Björgólfur Guð­munds­son fór með him­in­skautum fyrir banka­hrun. Hann hafði upp­lifað smán vegna Haf­skips­máls­ins svo­kall­aða á níunda ára­tugn­um, þar sem hann hlaut dóm, og upp­lifði kaup sín og við­skipta­fé­laga sinna á Lands­banka Íslands 2002 sem upp­reista æru. Í kjöl­farið sett­ist Björgólfur í stól for­manns banka­ráðs bank­ans og sat þar fram að hruni.  

Björgólfur Guðmundsson.Hann fjár­festi einnig mun víð­ar, meðal ann­ars í Eim­skipa­fé­lag­inu og í enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu West Ham. Þá voru félög í eigu Björg­ólfs umsvifa­mikil í fast­eigna­verk­efnum og eitt þeirra ætl­aði meðal ann­ars að standa að upp­bygg­ingu á tón­list­ar­hús­inu Hörpu. Í lok árs 2007 voru eignir Björg­ólfs metnar á 1,2 millj­arða Banda­ríkja­dali. En, líkt og hjá mörgum öðrum íslenskum auð­mönn­um, var upp­hefðin fengin að láni og eigið fé veru­lega upp­blás­ið.

Björgólfur var í per­sónu­legum ábyrgðum fyrir hluta sinna lána og í lok júlí 2009 var hann úrskurð­aður gjald­þrota að eigin ósk. Þrotið var þá það langstærsta í Íslands­sög­unni sem ein­stak­lingur hafði farið í.

Skiptum á búinu lauk í maí 2014. Alls námu sam­þykktar kröfur 85 millj­örðum króna ein­ungis 35 millj­ónir króna feng­ust upp í þær.

Sig­urður Ein­ars­son 254,4 millj­arðar

Fyrr­ver­andi starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Sig­urður Ein­ars­son, á Íslands­metið í gjald­þroti ein­stak­lings. Sig­urður gengdi lyk­il­hlut­verki í vexti og á end­anum falli Kaup­þings, sem varð stærsti banki lands­ins á árunum fyrir hrun. Hann átti umtals­verðan hlut í Kaup­þingi á eigin kenni­tölu og greiddi meðal ann­ars fyrir þann hlut með lánum frá bank­anum sjálf­um. Árið 2012 var Sig­­urður dæmdur til að greiða tæp­­lega 500 millj­­ónir króna auk drátt­­ar­­vaxta vegna per­­són­u­­legrar ábyrgðar á þeim lánum sem hann fékk hjá Kaup­­þingi til að kaupa hluta­bréf í bank­an­­um. Sig­­urður hafði fengið 5,5 millj­­arða króna lán til kaupanna og krafð­ist slita­stjórnin tíu pró­­senta end­­ur­greiðslu, eða um 550 millj­­óna króna. Áður hafði slita­stjórnin fellt úr gildi fyrri ákvörðun stjórnar Kaup­­þings um að fella niður per­­són­u­­legar ábyrgðir lyk­il­­starfs­­manna bank­ans á lánum til þeirra.

Sigurður Einarsson ásamt Ólafi Ólafssyni. Þeir hlutu báðir dóm í Al Thani-málinu svokallaða.Þá skatt­lagði íslenska ríkið kaup­rétti hans þannig að Sig­urði var gert að greiða 700 millj­ónir króna í tekju­skatt. Þessar tölur voru þó, á end­an­um, dropi í haf­ið.

Sig­urður óskaði eftir gjald­þrota­skiptum í sept­em­ber 2015. Í jan­úar 2016 var skipt­unum lok­ið. Alls var kröfum upp á 254,4 millj­arða króna lýst í búið. Upp í þær feng­ust 38,3 millj­ónir króna. Sú upp­hæð kom til, sam­kvæmt frétt RÚV um mál­ið, vegna þess að Kaup­þing hafði tekið veð í helm­ings­hlut Sig­urðar í ein­býl­is­húsi á Sel­tjarn­ar­nesi og er um að ræða sölu­and­virði þess hlut­ar. Ekki var tekin afstaða til þess hvort allar kröf­urnar voru rétt­mæt­ar.

Félagið Chesterfi­eld United á Bresku jóm­frúreyjum lýsti stærstu kröf­unni, alls 99 millj­örðum króna. Næst­stærsti kröfu­haf­inn var Deutsche Bank, sem lýsti 73 millj­arða króna kröf­um. Þar á eftir var félagið Murray Hold­ings með 58 millj­arða króna kröf­ur. Arion banki lýsti 21 millj­arðs króna kröfu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None