Að minnsta kosti fimm þúsund glæpasamtök í Evrópu

Europol hefur varað við því að fjöldi glæpagengja hafi aukist verulega, og sérstaklega hafi smygl á fólki og netárásir aukist verulega. Tæknigeta skipulagðra glæpasamtaka er alltaf að aukast, og þar með geta þeirra til að stunda glæpi í gegnum netið.

Tæplega 70 þúsund einstaklingar eru grunaðir um að tengjast smygli á fólki yfir landamæri.
Tæplega 70 þúsund einstaklingar eru grunaðir um að tengjast smygli á fólki yfir landamæri.
Auglýsing

Evr­ópska lög­reglan Europol hefur varað við því að fjöldi glæpa­gengja í Evr­ópu hafi auk­ist upp í að minnsta kosti fimm þús­und. Sér­stak­lega sé ógn­vekj­andi aukn­ing í smygli á fólki og netárásum á fyr­ir­tæki þar sem gögn eru tekin í gísl­ing­u. 

Europol segir að búið sé að bera kennsl á 17.500 ein­stak­linga sem eru grun­aðir um að tengj­ast ólög­legu smygli á fólki yfir landa­mæri, til við­bótar við 50 þús­und manns sem búið var að bera kennsl á árið 2014. Guar­dian greinir frá þessu. Rob Wainwright, yfir­maður Europol, segir að greini­leg merki sjá­ist um að glæpa­menn hafi séð aukin tæki­færi til að græða pen­inga á því að smygla flótta- og föru­fólki. 

Þó er það svo að tækni er það sem helst gerir glæpa­mönnum kleift að brjóta lög, sam­kvæmt skýrslu Europol. Það séu nokk­urs konar nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í glæpum sem fari um djúp­net­ið. Þar sé mikið fram­boð á fölsuðum skjöl­um, margir fíkni­efna­salar noti það og mikil aukn­ing sé að verða í ransomware – sem er þegar gögn eru tekin í gísl­ingu gegn lausn­ar­gjald­i. 

Auglýsing

Hingað til hafi tækni af þessu tagi fyrst og fremst beinst gegn litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Wainwright segir hins vegar að tækni­getu skipu­lagðra glæpa­sam­taka sé alltaf að fara fram og brátt muni þau geta kom­ist í gegnum varnir stórra fyr­ir­tækja eins og banka. „Stóru sam­steyp­urnar þurfa að taka sömu ákvarð­anir og litlu fyr­ir­tækin gera í dag: Borg­arðu lausn­ar­gjaldið eða ekki? Það er erfið ákvörðun og margt í því sem þarf að hafa í huga.“ 

Europol segir einnig að þetta kalli á við­brögð frá lög­gjöf­um, um það hvernig lög­reglu­yf­ir­völd geti borið kennsl á glæpa­menn sem feli sig með þessum hætti. Rétt­inda­sam­tök hafa aftur á móti áhyggjur af því að laga­breyt­ingar gætu leitt til þess að lög­reglu­yf­ir­völd beini sjónum sínum að póli­tískum aðgerðasinnu, lög­fræð­ingum og blaða­mönn­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None