Vodafone kaupir miðla 365 – Vísir.is og fréttastofunni bætt við kaupin

Búið er að ganga frá samningum um kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á ölllum eignum 365 miðla að undanskildu Fréttablaðinu. Kaupverðið er allt að 7,9 milljarðar króna.

365 miðlar
Auglýsing

Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, hefur und­ir­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­blaðs­ins. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­ónir króna. Það greið­ist í reiðu­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­skiptum og yfir­töku á 4,6 millj­arða króna skuld­um. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Sú breyt­ing er hefur orðið á fyrra sam­komu­lagi að nú eru Fjar­skipti ekki bara að kaupa ljós­vaka- og fjar­skipta­eignir 365 miðla. Nú bæt­ast bæði frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is og frétta­stofa 365, að und­an­skil­inni rit­stjórn og rekstri Frétta­blaðs­ins, í kaup­in. Áður ætl­aði Fjar­skipti ein­ungis að kaupa sjón­varps- og útvarps­stöðvar 365 auk fjar­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Helstu sjón­varps­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið.

Í til­kynn­ing­unni segir að með við­skipt­unum eignir Fjar­skipti „öfl­ug­asta fjöl­miðla- og afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækið hér á landi. Velta sam­ein­aðs félags mun nema um 22 millj­örðum króna og skila um 5 millj­örðum króna í EBITDA þegar sam­legð­ar­á­hrif eru að fullu komin fram. Með við­skipt­unum verður til leið­andi fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi, sem mun veita yfir 500 manns atvinnu og bjóða upp á fjöl­breytt vöru­fram­boð og enn betri þjón­ustu til sinna við­skipta­vina.“

Auglýsing

Frétta­blaðið verður áfram í eigu 365 miðla. Það verður tíma­ritið Gla­mour einnig. Engar breyt­ingar verða á eign­ar­haldi þess félags, sam­kvæmt því sem kom fram á fundi með starfs­mönnum sem nú stendur yfir. 

Ætla að ná fram rúmum millj­arði í sam­legð með lægri kostn­aði

Í kynn­ingu sem Fjar­skipti hafa birt á vef sín­um, og er ætluð fyrir fjár­festa, kemur fram að helstu for­sendur við­skipt­anna séu þær að tæki­færi til sam­legðar sé metið á 1,1 millj­arð króna á ári. Um 90 pró­sent sam­legð­ar­innar er vegna vænt­inga um lægri rekstr­ar­kostn­að. Þá mun mynd­ast um sjö millj­arða króna óefn­is­leg eign hjá Fjar­skiptum vegna kaupanna. Yfir­teknar við­skipta­skuldir eru 1.550 millj­ónir króna en við­skipta­kröfur verða skildar eftir hjá selj­anda, 365 miðl­um, við afhend­ingu. Fjar­skipti áætla að fjár­fest­ing í rekstri þeirra eigna sem félagið var að kaupa verði um 250 millj­ónir króna á ári. 

Helstu áhættu­þættir við­skipt­anna eru sagðir þeir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið banni eða setji kaup­unum íþyngj­andi skil­yrði, að brott­fall verði á við­skipta­vinum við eða í kjöl­far afhend­ingu á eignum eða að fækkum við­skipta­vina í áskrift­ar­sjón­varpi eins og það sem 365 hefur verið að reka haldi áfram að fækka, meðal ann­ars með auk­inni sam­keppni frá erlendum efn­isveit­u­m. 

Vísi og frétta­stof­unni bætt við á loka­sprett­inum

Upp­haf­lega var til­kynnt um kaupin í ágúst í fyrra. Þá átti að greiða alls um átta millj­arða króna fyrir hinar keyptu eign­ir, 1,7 millj­arða króna í reiðu­fé, 1,7 millj­arða króna í nýju hlutafé og með yfir­töku á 4,6 millj­arða króna vaxta­ber­andi skuld­um. Í des­em­ber var til­kynnt að verð­mið­inn hefði verið lækk­aður og að nú myndu hlut­hafar 365 miðla ein­ungis fá 1,2 millj­arða króna í reiðu­fé. Síðan hefur gengið erf­ið­lega að ná við­skipt­unum saman og í loka­út­færslu þeirra var frétta­vefnum Vísi.is, næst mest lesna vef lands­ins, og frétta­stofu ljós­vaka­miðla 365, bætt við kaup­in. Við það hækk­aði verð­mið­inn um 225-375 millj­ónir króna. End­an­legt kaup­verð mun ráð­ast af rekst­ar­ár­angir hins keypta fram að afend­ingu.

Ljóst er að Frétta­blaðið og tengdar útgáfur verða áfram inni í 365 miðlum ásamt þeim skuldum sem skildar verða eftir við við­skipt­in. Nú stendur yfir starfs­manna­fundur hjá 365 miðlum þar sem verið er að greina starfs­fólki frá því hver áhrif við­skipt­anna verða á þau. Þar kom meðal ann­ars fram, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, að Sævar Freyr Þrá­ins­son er hættursem for­stjóri 365 miðla. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Voda­fo­ne, að ljós­vaka­miðlar verði reknir sem sér­stöku rekstr­ar­ein­ing innan Fjar­skipta. „Við berum mikla virð­ingu fyrir fjöl­miðlum 365 og gerum okkur fylli­lega grein fyrir ábyrgð okkar þegar kemur að kaupum á fjöl­miðli sem rekur eina öfl­ug­ustu frétta­stofu lands­ins. Við munum haga skipu­lagi á þann máta að sjálf­stæði frétta­stofu verði tryggt. Þeir fjöl­miðlar sem um ræðir eru mik­il­vægir fyrir upp­lýs­inga­miðlun og menn­ingu á Íslandi og því er það mikið kapps­mál fyrir okkur að vanda mjög til verka þegar kemur að rekstri þeirra. Hér er um góðar fréttir að ræða fyrir fjar­skipta- og fjöl­miðla­mark­að­inn, hlut­hafa Fjar­skipta, við­skipta­vini beggja fyr­ir­tækja og lands­menn alla."

Núver­andi hlut­hafar 365 verða stórir í Fjar­skiptum

Núver­andi hlut­hafar 365 miðla munu eign­­ast 10,9 pró­sent hlut í Fjar­­skipt­um eftir ef greitt verður með nýju hluta­fé, líkt og stefnt er að. Það þýðir að stærsti eig­andi 365 miðla, aflands­­fé­lög í eigu Ing­i­­bjargar S. Pálma­dótt­­ur, munu eign­­ast um átta pró­­sent í Fjar­­skipt­­um. Sam­an­lagt verða félög hennar stærsti ein­staki einka­fjár­­­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi félags­­ins. Í dag er það Ursus, félag Heið­­ars Guð­jóns­­son­­ar, sem á 6,4 pró­­sent hlut. Í krafti þess eign­­ar­hlutar er Heiðar stjórn­­­ar­­for­­maður Fjar­­skipta. Stærstu eig­endur Fjar­­skipta eru þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins, Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna og Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur. Sam­an­lagt eiga þeir 32,13 pró­­sent eign­­ar­hlut í félag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None