#efnahagsmál#viðskipti

Hvaðan kemur auðurinn hjá ríkasta manni heims?

Bill Gates á ennþá 2,3 prósent í Microsoft. Hann hefur selt eignarhluti í tölvurisanum að undanförnu og dreift eignum þó nokkuð.

Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.
Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.

Bill Gates, annar stofn­enda Microsoft og nú auð­ug­asti maður heims, hefur ákveð­ið, ásamt konu sinni Melindu, að ráð­stafa öllum auði sínum í rann­sókn­ar- og styrkt­ar­starf, einkum á sviði heil­brigð­is- og mennta­vís­inda. Þau hafa þegar byggt upp risa­vaxna stofnun til að halda utan um þetta verk­efni þeirra, en hún heitir Bill & Melinda Gates Founda­tion og er með höf­uð­stöðvar í Seatt­le, þar sem Bill og Melinda búa og starfa. 

­For­bes birti í dag nýjan lista yfir auð­ug­asta fólk heims og er Bill Gates efstur á list­anum með hreina eign upp á 86,6 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tíu þús­und millj­örðum íslenskra króna. Bill Gates hefur verið 18 sinnum í efsta sæti á lista For­bes af síð­ustu 23 árum.

Ekki lengur bara Microsoft

Stærstur hluti eigna Gates var lengi vel bund­inn við eign­ar­hluti hans í Microsoft, sem rekja má til stofn­unar fyr­ir­tæk­is­ins árið 1975. Hann er í dag tækni­legur ráð­gjafi fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­ar­með­lim­ur.

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur hann hins vegar selt tölu­vert af hlutum í fyr­ir­tæk­inu og nemur eign­ar­hlutur hans 2,3 pró­sentum í dag. Í ljósi stærðar fyr­ir­tæk­is­ins er það stór eign fyrir fjár­festi og nemur hún um 11,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Eign­irnar eru í dag bundnar meðal ann­ars í sjóðum sem fjár­festa í fast­eignum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Þá hefur Gates fjár­fest veru­lega í innviðum og fyr­ir­tækjum sem koma að þeim, með einum eða öðrum hætti. Hann á stóran eign­ar­hlut í Cana­dian National Railway, sem býr til og leggur lestar­teina, og smíðar stoð­grindur fyrir ýmsar teg­undir lesta. Þá á Gates einnig verð­mæta eign­ar­hluti í drátt­ar­vél­ar­fram­leið­and­anum Deere & Co. og bíla­sölu­fyr­ir­tæk­inu AutoNation.

Gott að eiga góða granna

Nýj­ast stóra fjár­fest­ing hans er stofnun sjóðs­ins Breakt­hrough Energy Invest­mend Fund, en stofn­fram­lag Gates í hann var einn millj­arður Banda­ríkja­dala. Með­stofn­endur hans eru margir af auð­ug­ustu mönnum heims, þar á meðal nágranni hans við Lake Was­hington, Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon. Hann er nú þriðji rík­asti maður heims, með eignir upp á 73,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, sem að stærstum hluta eru bundnar í eign­ar­hlutum í Amazon, en hann á ennþá tæp­lega 17 pró­sent hlut í félag­inu.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Siri talar ekki enn íslensku.
Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?
Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.
30. mars 2017 kl. 11:30
Margrét Erla Maack
Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur
30. mars 2017 kl. 10:00
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
30. mars 2017 kl. 9:00
Segja að mistök hafi átt sér stað við mengunarmælingar í Helguvík
Orkurannsóknir ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segja að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.
30. mars 2017 kl. 8:06
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Hlutur í Arion banka sagður seldur á undirverði
Verðmat sem unnið var fyrir lífeyrissjóði sýnir að Arion banki gæti staði undir hærra verði.
30. mars 2017 kl. 8:00
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritar bréf sitt til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, í Downingstræti 10 á þriðjudag.
May sótti um skilnað fyrir hönd Breta
„Takk fyrir og bless,“ sagði Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, þegar hann tók við bréfi frá forsætisráðherra Bretlands í Brussel. Frá og með deginum í dag eru tvö ár þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið.
29. mars 2017 kl. 21:00
Ágúst og Lýður nefndir í drögunum
Viðskiptaflétturnar sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú svipt hulunni af teygðu anga sína til aflandseyja.
29. mars 2017 kl. 19:43
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir
ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.
29. mars 2017 kl. 17:11
Meira úr sama flokkiErlent