#efnahagsmál#viðskipti

Hvaðan kemur auðurinn hjá ríkasta manni heims?

Bill Gates á ennþá 2,3 prósent í Microsoft. Hann hefur selt eignarhluti í tölvurisanum að undanförnu og dreift eignum þó nokkuð.

Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.
Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.

Bill Gates, annar stofn­enda Microsoft og nú auð­ug­asti maður heims, hefur ákveð­ið, ásamt konu sinni Melindu, að ráð­stafa öllum auði sínum í rann­sókn­ar- og styrkt­ar­starf, einkum á sviði heil­brigð­is- og mennta­vís­inda. Þau hafa þegar byggt upp risa­vaxna stofnun til að halda utan um þetta verk­efni þeirra, en hún heitir Bill & Melinda Gates Founda­tion og er með höf­uð­stöðvar í Seatt­le, þar sem Bill og Melinda búa og starfa. 

­For­bes birti í dag nýjan lista yfir auð­ug­asta fólk heims og er Bill Gates efstur á list­anum með hreina eign upp á 86,6 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tíu þús­und millj­örðum íslenskra króna. Bill Gates hefur verið 18 sinnum í efsta sæti á lista For­bes af síð­ustu 23 árum.

Ekki lengur bara Microsoft

Stærstur hluti eigna Gates var lengi vel bund­inn við eign­ar­hluti hans í Microsoft, sem rekja má til stofn­unar fyr­ir­tæk­is­ins árið 1975. Hann er í dag tækni­legur ráð­gjafi fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­ar­með­lim­ur.

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur hann hins vegar selt tölu­vert af hlutum í fyr­ir­tæk­inu og nemur eign­ar­hlutur hans 2,3 pró­sentum í dag. Í ljósi stærðar fyr­ir­tæk­is­ins er það stór eign fyrir fjár­festi og nemur hún um 11,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Eign­irnar eru í dag bundnar meðal ann­ars í sjóðum sem fjár­festa í fast­eignum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Þá hefur Gates fjár­fest veru­lega í innviðum og fyr­ir­tækjum sem koma að þeim, með einum eða öðrum hætti. Hann á stóran eign­ar­hlut í Cana­dian National Railway, sem býr til og leggur lestar­teina, og smíðar stoð­grindur fyrir ýmsar teg­undir lesta. Þá á Gates einnig verð­mæta eign­ar­hluti í drátt­ar­vél­ar­fram­leið­and­anum Deere & Co. og bíla­sölu­fyr­ir­tæk­inu AutoNation.

Gott að eiga góða granna

Nýj­ast stóra fjár­fest­ing hans er stofnun sjóðs­ins Breakt­hrough Energy Invest­mend Fund, en stofn­fram­lag Gates í hann var einn millj­arður Banda­ríkja­dala. Með­stofn­endur hans eru margir af auð­ug­ustu mönnum heims, þar á meðal nágranni hans við Lake Was­hington, Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon. Hann er nú þriðji rík­asti maður heims, með eignir upp á 73,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, sem að stærstum hluta eru bundnar í eign­ar­hlutum í Amazon, en hann á ennþá tæp­lega 17 pró­sent hlut í félag­inu.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiErlent
None