Ónákvæmni gætti í frétt FME

Viðskiptin með tæplega 30 prósent hlut í Arion banka hafa valdið titringi.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

„Óná­kvæmni gætti í frétt Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjár­festa á tæp­lega 30% eign­ar­hlut í Arion banka. Í frétt­inni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæð­is­rétt­ur, en hið rétta er að Fjár­mála­eft­ir­litið hefur vit­neskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðil­ana, en hefur ekki upp­lýs­ingar um þetta atriði varð­andi þann fjórða.“

Þetta kemur fram í stutri yfir­lýs­ingu FME, en fyrr í dag birt­ist á vef eft­ir­lits­ins yfir­lýs­ing vegna við­skipta með tæp­lega 30 pró­sent hlut í Arion banka, og kom þar fram að þessum hlutum fylgdi ekki atkvæð­is­réttur að svo stödd­u. 

Í frétt FME var farið yfir hlut­verkið sem eft­ir­litið hefur sam­kvæmt lög­um, þegar kemur að því að meta hæfi eig­enda fjár­mála­fyr­ir­tækja. „Fjár­mála­eft­ir­litið hefur það hlut­verk að meta hæfi virkra eig­enda að fjár­mála­fyr­ir­tækjum og geta kaup á virkum eign­ar­hlut ekki komið til fram­kvæmda fyrr en stofn­unin hefur til­kynnt þeim sem hyggst eign­ast eða auka við virkan eign­ar­hlut að hann sé hæfur til að fara með eign­ar­hlut­inn. Með virkum eign­ar­hlut er átt við beina eða óbeina hlut­deild í fjár­mála­fyr­ir­tæki sem nemur 10% eða meira af hluta­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti eða sem gerir kleift að hafa veru­leg áhrif á stjórnun við­kom­andi félags. Varð­andi mat á hæfi aðila til að fara með virkan eign­ar­hlut vís­ast til umfjöll­unar á heima­síðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.   

Auglýsing

Með umræddum kaupum fjög­urra fjár­festa á tæp­lega 30% eign­ar­hlut í Arion banka mynd­ast ekki nýr virkur eign­ar­hlutur í bank­anum þar sem ein­stakir fjár­festar fara með minna en 10% eign­ar­hlut. Kaupin hafa ekki áhrif á skil­yrði sem Fjár­mála­eft­ir­litiðsetti árið 2010 fyrir virkum eign­ar­hlut Kaup­þings í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Kaup­skil í bank­anum sem m.a. tak­marka veru­lega áhrif hlut­hafa Kaup­þings á stjórnun bank­ans, en umræddir fjár­festar fara beint eða óbeint með eign­ar­hlut í Kaup­þingi. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofan­greind skil­yrði og hefur sett fram tíma­mörk í því skyni. Umræddum eign­ar­hlutum fylgir ekki atkvæð­is­réttur að svo stödd­u,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um þessi við­skipti, er fjallað um við­skiptin fyrr­nefndu frá ýmsum hlið­um, meðal ann­ars að ekki liggi fyrir vit­neskja um það hverjir séu end­an­legir eig­endur þessa 30 pró­sent hlut­ar. „Fjár­mála­eft­ir­litið vekur athygli á því að fjár­mála­fyr­ir­tækjum ber að til­greina nöfn og hlut­falls­legt eign­ar­hald allra þeirra sem eiga umfram 1% hluta­fjár á heima­síðu sinni. Sé lög­að­ili eig­andi hluta­fjár umfram 1% skal jafn­framt koma fram hvaða ein­stak­lingur eða ein­stak­lingar séu raun­veru­legir eig­endur við­kom­andi lög­að­ila,“ segir í frétt FME.

Meira úr sama flokkiInnlent
None