Ásmundur biðst afsökunar á að hafa greitt götu United Silicon

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir United Silicon hvorki vinna með né fyrir samfélagið og eigi sér ekki bjarta framtíð. Hann biðst afsökunar á að hafa greitt götu fyrirtækisins.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, hefur beðist afsök­unar á því að hafa greitt götu United Sil­icon við upp­bygg­ingu á kís­il­veri í Helgu­vík. Þetta gerði Ásmundur í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi nú síð­deg­is. 

„Við sem töl­uðum fyrir upp­bygg­ingu United Sil­icon í Helgu­vík og fögn­uðum 500 milljón króna fjár­fest­inga­samn­ingi við félagið í apríl 2014 trúðum lof­orðum fyr­ir­tæk­is­ins um fjöl­breytt og vel launuð störf, góðan rekstur í sátt við lög og regl­ur. Okkur er illa brugð­ið,“ sagði Ásmundur í upp­hafi ræðu sinn­ar. 

Meng­un­ar­vanda­mál, ófull­komin verk­smiðja og svikin lof­orð í launum séu það sem ein­kenni upp­haf starf­sem­inn­ar. Fjár­fest­inga­samn­ingur sem gerður var við fyr­ir­tækið hafi gefið því ýmiss konar íviln­an­ir, eins og lægri tekju­skatt, afslátt af trygg­inga­gjaldi, gatna­gerð­ar­gjöldum og fleiru. 

Auglýsing

„Ég er einn þeirra sem sam­þykkti þennan gjörn­ing. Með þess­ari eft­ir­gjöf gjalda hefur fyr­ir­tækið tölu­verða yfir­burði á vinnu­mark­að­i.“ 

Ásmundur sagði fyr­ir­tækið greiða fólki taxta undir tekju­við­mið­um, og færi fram­hjá samn­inga­gerð um vakta­vinnu við verka­lýðs­fé­lög. Með þessu fyr­ir­komu­lagi greiði fyr­ir­tækið starfs­fólki um 450 þús­und krónur á mán­uði, sam­an­borið við 600 til 700 þús­und krónur í álver­un­um. 

„Ég sem þing­maður vil biðja þjóð­ina afsök­unar á því að hafa greitt götu fyr­ir­tækis sem fengið hefur hund­ruð millj­óna króna stuðn­ing skatt­greið­enda að byggja upp rekst­ur en greiðir starfs­mönnum sínum laun sem eru grund­völluð á taxta sem er undir tekju­við­miðum í land­in­u.“ 

Þá hefði fyr­ir­tækið lítil sem engin tök á meng­un, væri í ýmiss konar mála­rekstri gagn­vart sveit­ar­fé­lag­inu og ynni hvorki með né fyrir sam­fé­lagið á Suð­ur­nesj­um. Félag sem starfi svona, í trássi við umhverfið og íbú­ana, eigi sér ekki bjarta fram­tíð. 

Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None