Már: Vaxandi áhyggjur af stöðu mála á fasteignamarkaði

Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór ítarlega yfir sviðið og stöðu mála í efnahagsmálum á aðalfundi Seðlabanka Íslands.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Auglýsing

Már Guð­munds­son sagði í ítar­legri ræðu sinni á 56. árs­fundi Seðla­banka Íslands í dag, að svo kynni að fara að „til­tæk þjóð­hags­var­úð­ar­tæki yrðu virkj­uð“ til að draga úr áhættu sem væri farin að mynd­ast á fast­eigna­mark­að­i. 

Verðið rýkur upp

Fast­eigna­verð hefur rokið upp að und­an­förnu en á síð­ustu tólf mán­uðu hefur það hækkað um 18,6 pró­sent. Ein meg­in­á­stæðan er sú að mikil vöntun er á íbúðum inn á mark­að, en Þjóð­skrá hefur nefnt að um átta þús­und íbúðir vanti, eða sem nemur um fjór­faldri árlegri þörf í venju­legu árferði, sé horft til fólks­fjölg­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing

Sam­hliða mik­illi kaup­mátt­ar­aukn­ingu almenn­ings, meðal ann­ars vegna launa­hækk­ana á tíma lágrar verð­bólgu, hefur fast­eigna­verðið hækkað hratt og eft­ir­spurn auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu mán­uð­um. Þá hefur mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu einnig aukið eft­ir­spurn eftir íbúð­um, en eins og áður seg­ir, þá eru nú uppi aðstæður þar sem er sár vöntun eftir eignum á mark­að.

Mikil upp­bygg­ing er nú að eiga sér stað og hafa sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sagt, að jafn­vægi ætti að nást á mark­aðnum á næstu þremur til fjórum árum, ef öll áform ganga eft­ir. „Því er ekki að leyna að vax­andi áhyggjur eru af aðstæðum á fast­eigna­mark­aði og til­ þess kann að koma á næst­unni að til­tæk þjóð­hags­var­úð­ar­tæki verði virkjuð til að ­draga úr áhættu sem teng­ist þeim,“ sagði Már meðal ann­ars í ræðu sinni. Ekki var þó nánar útli­stað í ræð­unni, hvaða var­úð­ar­tæki það væru sem hægt væri að grípa til, en vitnað til þess að í útgáfu Fjár­mála­stöð­ug­leika, rits Seðla­bank­ans, yrði fjallað ítar­lega um áhættu í fjár­mála­kerf­inu. Ritið kemur næst út í næstu viku.

Grípa tæki­færin

Hann sagði stöðu efna­hags­mála hafa gjör­breyst á und­an­förnu ári til hins betra. Þrátt fyrir mik­inn hag­vöxt í fyrra, sem var 7,2 pró­sent, hafi tek­ist að halda verð­bólgu í skefjum og mikil spennan væri í hag­kerf­inu. Inn­viðir væru hins vegar mun sterk­ari en þeir voru áður en hremm­ing­arnar gengu yfir í kringum hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Þau skref sem hefðu verið stigin í átt að losun fjár­magns­hafta hefðu gengið vel, og nú var íslenskt hag­kerfi um margt á tíma­mót­um.

Upp­gjöri vegna fjár­málakrepp­unnar er að lang­mestu leyt­i lok­ið. Við göngum nú á vit nýrra tíma óheftra fjár­magns­hreyf­inga. Í því felast bæði tæki­færi og áhætta. Við þurfum að grípa tæki­fær­in, greina áhætt­una og grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana. Seðla­bank­inn mun eftir bestu getu stuðla að því að svo verði þar sem hann á hlut að máli,“ sagði Már.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None