Már: Vaxandi áhyggjur af stöðu mála á fasteignamarkaði

Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór ítarlega yfir sviðið og stöðu mála í efnahagsmálum á aðalfundi Seðlabanka Íslands.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Auglýsing

Már Guð­munds­son sagði í ítar­legri ræðu sinni á 56. árs­fundi Seðla­banka Íslands í dag, að svo kynni að fara að „til­tæk þjóð­hags­var­úð­ar­tæki yrðu virkj­uð“ til að draga úr áhættu sem væri farin að mynd­ast á fast­eigna­mark­að­i. 

Verðið rýkur upp

Fast­eigna­verð hefur rokið upp að und­an­förnu en á síð­ustu tólf mán­uðu hefur það hækkað um 18,6 pró­sent. Ein meg­in­á­stæðan er sú að mikil vöntun er á íbúðum inn á mark­að, en Þjóð­skrá hefur nefnt að um átta þús­und íbúðir vanti, eða sem nemur um fjór­faldri árlegri þörf í venju­legu árferði, sé horft til fólks­fjölg­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing

Sam­hliða mik­illi kaup­mátt­ar­aukn­ingu almenn­ings, meðal ann­ars vegna launa­hækk­ana á tíma lágrar verð­bólgu, hefur fast­eigna­verðið hækkað hratt og eft­ir­spurn auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu mán­uð­um. Þá hefur mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu einnig aukið eft­ir­spurn eftir íbúð­um, en eins og áður seg­ir, þá eru nú uppi aðstæður þar sem er sár vöntun eftir eignum á mark­að.

Mikil upp­bygg­ing er nú að eiga sér stað og hafa sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sagt, að jafn­vægi ætti að nást á mark­aðnum á næstu þremur til fjórum árum, ef öll áform ganga eft­ir. „Því er ekki að leyna að vax­andi áhyggjur eru af aðstæðum á fast­eigna­mark­aði og til­ þess kann að koma á næst­unni að til­tæk þjóð­hags­var­úð­ar­tæki verði virkjuð til að ­draga úr áhættu sem teng­ist þeim,“ sagði Már meðal ann­ars í ræðu sinni. Ekki var þó nánar útli­stað í ræð­unni, hvaða var­úð­ar­tæki það væru sem hægt væri að grípa til, en vitnað til þess að í útgáfu Fjár­mála­stöð­ug­leika, rits Seðla­bank­ans, yrði fjallað ítar­lega um áhættu í fjár­mála­kerf­inu. Ritið kemur næst út í næstu viku.

Grípa tæki­færin

Hann sagði stöðu efna­hags­mála hafa gjör­breyst á und­an­förnu ári til hins betra. Þrátt fyrir mik­inn hag­vöxt í fyrra, sem var 7,2 pró­sent, hafi tek­ist að halda verð­bólgu í skefjum og mikil spennan væri í hag­kerf­inu. Inn­viðir væru hins vegar mun sterk­ari en þeir voru áður en hremm­ing­arnar gengu yfir í kringum hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Þau skref sem hefðu verið stigin í átt að losun fjár­magns­hafta hefðu gengið vel, og nú var íslenskt hag­kerfi um margt á tíma­mót­um.

Upp­gjöri vegna fjár­málakrepp­unnar er að lang­mestu leyt­i lok­ið. Við göngum nú á vit nýrra tíma óheftra fjár­magns­hreyf­inga. Í því felast bæði tæki­færi og áhætta. Við þurfum að grípa tæki­fær­in, greina áhætt­una og grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana. Seðla­bank­inn mun eftir bestu getu stuðla að því að svo verði þar sem hann á hlut að máli,“ sagði Már.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None