Michael Flynn fer fram á friðhelgi

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna er undir mikilli pressu.

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Auglýsing

Mich­ael Flynn, sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna frá 20. jan­úar síð­ast­liðnum til 13. febr­ú­ar, hefur farið fram á það við alrík­is­lög­regl­una FBI og þing­nefnd Banda­ríkja­þings að hann fái frið­helgi, og verði ekki sak­sótt­ur, ef hann á gefa vitn­is­burð. Wall Street Journal greindi fyrst frá mál­inu í gær, og fylgdu fjöl­miðlar síðan í kjöl­far­ið.

FBI eða þingið hafa ekki fall­ast á kröfur hans enn­þá, sam­kvæmt umfjöllun WSJ.

Flynn er einn þeirra sem nú er til rann­sóknar vegna tengsla hans við Rúss­nesk stjórn­völd, ekki síst á meðan kosn­inga­bar­átta Don­ald Trump og Hill­ary Clinton stóð sem hæst á síð­asta ári. 

Auglýsing

Flynn á að baki langan feril í Banda­ríkja­her, og var um tíma einn af yfir­mönnum leyni­þjón­ustu hers­ins. Hann hefur bæði unnið fyrir Demókrata og Repúblik­ana á meira en þriggja ára­tuga ferli.

Flynn var gert að segja af sér sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi eftir að Mike Pence, vara­for­seti, og Don­ald Trump, for­seti, fóru fram á það. Kornið sem fyllti mæl­inn voru upp­lýs­ingar um að Flynn hefði rætt við sendi­herra Rúss­lands, Sergey Kis­lyak, um við­skipta­þving­anir Banda­ríkj­anna á hendur Rúss­um. Komið hefur fram að Flynn hefði end­ur­tekið átt í sam­skiptum við Rússa, í aðdrag­anda kosn­ing­anna 8. Nóv­em­ber í fyrra. 

Rann­sókn FBI og Banda­ríkja­þings mið­ast að því að upp­lýsa um það hvort Rússar hefðu haft óeðli­leg áhrif á kosn­inga­bar­átt­una og fram­kvæmd kosn­ing­anna í fyrra, en einnig hver nákvæm­lega tengsl Rússa inn í banda­rískt stjórn­kerf­i. 

Dóms­mála­ráð­herrann, Jeff Sessions, er einnig til rann­sóknar vegna þess­ara tengsla, en hann hefur gert lítið úr þeim til þessa. Hann var engu að síður stað­inn að lygum í Banda­ríkja­þingi þegar hann neit­aði því að hafa hitt erind­reka  Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. Gögn sem FBI bjó yfir hafa hins vegar sannað að hann hafi í það minnsta í tvígang hitt Kis­lyak á fundum á síð­asta ári. Trump hefur varið Sessions og sagt hann hafa mis­skilið spurn­ing­una, og því hafi svarið verið á líkt og Sessions sagð­i. 

Mik­ill titr­ingur hefur verið á Banda­ríkja­þingi vegna rann­sókn­ar­innar á tengsl­unum við Rússa, sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal. Búist er við því að hún verði í for­gangi hjá þing­inu á næstu mán­uð­um, en lengra gæti verið í það að FBI ljúki sinni rann­sókn end­an­lega.

Mál er tengj­ast Mich­ael Flynn voru til umræðu í nýj­ast hlað­varps­þætti Kvik­unnar, sem rit­stjórn Kjarn­ans heldur úti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None