Michael Flynn fer fram á friðhelgi

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna er undir mikilli pressu.

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Auglýsing

Mich­ael Flynn, sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna frá 20. jan­úar síð­ast­liðnum til 13. febr­ú­ar, hefur farið fram á það við alrík­is­lög­regl­una FBI og þing­nefnd Banda­ríkja­þings að hann fái frið­helgi, og verði ekki sak­sótt­ur, ef hann á gefa vitn­is­burð. Wall Street Journal greindi fyrst frá mál­inu í gær, og fylgdu fjöl­miðlar síðan í kjöl­far­ið.

FBI eða þingið hafa ekki fall­ast á kröfur hans enn­þá, sam­kvæmt umfjöllun WSJ.

Flynn er einn þeirra sem nú er til rann­sóknar vegna tengsla hans við Rúss­nesk stjórn­völd, ekki síst á meðan kosn­inga­bar­átta Don­ald Trump og Hill­ary Clinton stóð sem hæst á síð­asta ári. 

Auglýsing

Flynn á að baki langan feril í Banda­ríkja­her, og var um tíma einn af yfir­mönnum leyni­þjón­ustu hers­ins. Hann hefur bæði unnið fyrir Demókrata og Repúblik­ana á meira en þriggja ára­tuga ferli.

Flynn var gert að segja af sér sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi eftir að Mike Pence, vara­for­seti, og Don­ald Trump, for­seti, fóru fram á það. Kornið sem fyllti mæl­inn voru upp­lýs­ingar um að Flynn hefði rætt við sendi­herra Rúss­lands, Sergey Kis­lyak, um við­skipta­þving­anir Banda­ríkj­anna á hendur Rúss­um. Komið hefur fram að Flynn hefði end­ur­tekið átt í sam­skiptum við Rússa, í aðdrag­anda kosn­ing­anna 8. Nóv­em­ber í fyrra. 

Rann­sókn FBI og Banda­ríkja­þings mið­ast að því að upp­lýsa um það hvort Rússar hefðu haft óeðli­leg áhrif á kosn­inga­bar­átt­una og fram­kvæmd kosn­ing­anna í fyrra, en einnig hver nákvæm­lega tengsl Rússa inn í banda­rískt stjórn­kerf­i. 

Dóms­mála­ráð­herrann, Jeff Sessions, er einnig til rann­sóknar vegna þess­ara tengsla, en hann hefur gert lítið úr þeim til þessa. Hann var engu að síður stað­inn að lygum í Banda­ríkja­þingi þegar hann neit­aði því að hafa hitt erind­reka  Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. Gögn sem FBI bjó yfir hafa hins vegar sannað að hann hafi í það minnsta í tvígang hitt Kis­lyak á fundum á síð­asta ári. Trump hefur varið Sessions og sagt hann hafa mis­skilið spurn­ing­una, og því hafi svarið verið á líkt og Sessions sagð­i. 

Mik­ill titr­ingur hefur verið á Banda­ríkja­þingi vegna rann­sókn­ar­innar á tengsl­unum við Rússa, sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal. Búist er við því að hún verði í for­gangi hjá þing­inu á næstu mán­uð­um, en lengra gæti verið í það að FBI ljúki sinni rann­sókn end­an­lega.

Mál er tengj­ast Mich­ael Flynn voru til umræðu í nýj­ast hlað­varps­þætti Kvik­unnar, sem rit­stjórn Kjarn­ans heldur úti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None