Michael Flynn fer fram á friðhelgi

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna er undir mikilli pressu.

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Auglýsing

Mich­ael Flynn, sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna frá 20. jan­úar síð­ast­liðnum til 13. febr­ú­ar, hefur farið fram á það við alrík­is­lög­regl­una FBI og þing­nefnd Banda­ríkja­þings að hann fái frið­helgi, og verði ekki sak­sótt­ur, ef hann á gefa vitn­is­burð. Wall Street Journal greindi fyrst frá mál­inu í gær, og fylgdu fjöl­miðlar síðan í kjöl­far­ið.

FBI eða þingið hafa ekki fall­ast á kröfur hans enn­þá, sam­kvæmt umfjöllun WSJ.

Flynn er einn þeirra sem nú er til rann­sóknar vegna tengsla hans við Rúss­nesk stjórn­völd, ekki síst á meðan kosn­inga­bar­átta Don­ald Trump og Hill­ary Clinton stóð sem hæst á síð­asta ári. 

Auglýsing

Flynn á að baki langan feril í Banda­ríkja­her, og var um tíma einn af yfir­mönnum leyni­þjón­ustu hers­ins. Hann hefur bæði unnið fyrir Demókrata og Repúblik­ana á meira en þriggja ára­tuga ferli.

Flynn var gert að segja af sér sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi eftir að Mike Pence, vara­for­seti, og Don­ald Trump, for­seti, fóru fram á það. Kornið sem fyllti mæl­inn voru upp­lýs­ingar um að Flynn hefði rætt við sendi­herra Rúss­lands, Sergey Kis­lyak, um við­skipta­þving­anir Banda­ríkj­anna á hendur Rúss­um. Komið hefur fram að Flynn hefði end­ur­tekið átt í sam­skiptum við Rússa, í aðdrag­anda kosn­ing­anna 8. Nóv­em­ber í fyrra. 

Rann­sókn FBI og Banda­ríkja­þings mið­ast að því að upp­lýsa um það hvort Rússar hefðu haft óeðli­leg áhrif á kosn­inga­bar­átt­una og fram­kvæmd kosn­ing­anna í fyrra, en einnig hver nákvæm­lega tengsl Rússa inn í banda­rískt stjórn­kerf­i. 

Dóms­mála­ráð­herrann, Jeff Sessions, er einnig til rann­sóknar vegna þess­ara tengsla, en hann hefur gert lítið úr þeim til þessa. Hann var engu að síður stað­inn að lygum í Banda­ríkja­þingi þegar hann neit­aði því að hafa hitt erind­reka  Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. Gögn sem FBI bjó yfir hafa hins vegar sannað að hann hafi í það minnsta í tvígang hitt Kis­lyak á fundum á síð­asta ári. Trump hefur varið Sessions og sagt hann hafa mis­skilið spurn­ing­una, og því hafi svarið verið á líkt og Sessions sagð­i. 

Mik­ill titr­ingur hefur verið á Banda­ríkja­þingi vegna rann­sókn­ar­innar á tengsl­unum við Rússa, sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal. Búist er við því að hún verði í for­gangi hjá þing­inu á næstu mán­uð­um, en lengra gæti verið í það að FBI ljúki sinni rann­sókn end­an­lega.

Mál er tengj­ast Mich­ael Flynn voru til umræðu í nýj­ast hlað­varps­þætti Kvik­unnar, sem rit­stjórn Kjarn­ans heldur úti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None