Spennan milli Bandaríkjanna og Rússa magnast

Stefnubreyting Trumps í málefnum Sýrlands hefur leitt til mikillar spennu milli Rússa og Bandaríkjanna. Rússar hafa stutt stjórnarher Sýrlands í aðgerðum í borgarstyrjöldinni í landinu.

Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands voru mikið í umræðunni í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust.
Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands voru mikið í umræðunni í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust.
Auglýsing

Árás Banda­ríkj­anna á valin skot­mörk í Sýr­landi felur í sér mikla stefnu­breyt­ingu af hálfu Don­alds Trumps í utan­rík­is- og varn­ar­mál­um. Í árásinni var 59 Toma­hawk flug­skeytum skotið á hern­að­ar­lega mik­il­væg mann­virki stjórn­ar­hers­ins, meðal ann­ars skot­pall við Sayhtar flug­völl­inn í borg­inni Homs. Þaðan á efna­vopnum að hafa verið skotið í síð­ustu viku, sam­kvæmt upp­lýs­ing sem banda­rísk stjórn­völd hafa gefið út, þegar um 80 óbreyttir borg­arar féllu, þar á meðal 20 börn. 

Árásin var svo til fyr­ir­vara­laus og var ákvörðun um hana tekin af Trump sjálf­um, fram­hjá Banda­ríkja­þingi. Skila­boðum var komið til Rússa áður en hún var gerð, en flug­skeyt­unum var skotið af her­skipi Banda­ríkja­hers í Mið­jarð­ar­hafi. 

Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, brást illa við árásinni. Hann sagði að hún hefði strax grafið undan sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Rússa, og að við henni yrði brugð­ist. Bæði Pútín og Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands for­dæmdu einnig laga­lega stöðu árás­ar­innar og sögðu aug­ljóst að um ein­hliða árás á annað full­valda ríki væri að ræða, og slíkt myndi ekki sam­rým­ast alþjóða­lög­um. Pútín hefur sagt að málið eigi að taka upp á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

AuglýsingNikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, sagði í við­tali í gær, að Banda­ríkin væru til­búin í frek­ari átök, og að hern­að­ar­að­gerð­irnar myndu þá bein­ast gegn stjórn­ar­her Sýr­lands, sem Assad for­seti stýr­ir. 

Í frétta­skýr­ingu á vef New York Times er full­yrt, að með þess­ari stefnu­breyt­ingu sé Trump að stilla Banda­ríkj­unum upp gegn Rússum, Kína og Norð­ur­-Kóreu, jafn­vel þó Trump hafi sagt að hann væri „100 pró­sent“ sam­mála Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, eftir fund þeirra í gær. Vís­aði hann þar til þess að þessi risa­veldi hefði skyldum að gegna þegar kæmi að því að stuðla að heims­frið­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None