Spennan milli Bandaríkjanna og Rússa magnast

Stefnubreyting Trumps í málefnum Sýrlands hefur leitt til mikillar spennu milli Rússa og Bandaríkjanna. Rússar hafa stutt stjórnarher Sýrlands í aðgerðum í borgarstyrjöldinni í landinu.

Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands voru mikið í umræðunni í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust.
Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands voru mikið í umræðunni í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust.
Auglýsing

Árás Banda­ríkj­anna á valin skot­mörk í Sýr­landi felur í sér mikla stefnu­breyt­ingu af hálfu Don­alds Trumps í utan­rík­is- og varn­ar­mál­um. Í árásinni var 59 Toma­hawk flug­skeytum skotið á hern­að­ar­lega mik­il­væg mann­virki stjórn­ar­hers­ins, meðal ann­ars skot­pall við Sayhtar flug­völl­inn í borg­inni Homs. Þaðan á efna­vopnum að hafa verið skotið í síð­ustu viku, sam­kvæmt upp­lýs­ing sem banda­rísk stjórn­völd hafa gefið út, þegar um 80 óbreyttir borg­arar féllu, þar á meðal 20 börn. 

Árásin var svo til fyr­ir­vara­laus og var ákvörðun um hana tekin af Trump sjálf­um, fram­hjá Banda­ríkja­þingi. Skila­boðum var komið til Rússa áður en hún var gerð, en flug­skeyt­unum var skotið af her­skipi Banda­ríkja­hers í Mið­jarð­ar­hafi. 

Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, brást illa við árásinni. Hann sagði að hún hefði strax grafið undan sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Rússa, og að við henni yrði brugð­ist. Bæði Pútín og Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands for­dæmdu einnig laga­lega stöðu árás­ar­innar og sögðu aug­ljóst að um ein­hliða árás á annað full­valda ríki væri að ræða, og slíkt myndi ekki sam­rým­ast alþjóða­lög­um. Pútín hefur sagt að málið eigi að taka upp á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

AuglýsingNikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, sagði í við­tali í gær, að Banda­ríkin væru til­búin í frek­ari átök, og að hern­að­ar­að­gerð­irnar myndu þá bein­ast gegn stjórn­ar­her Sýr­lands, sem Assad for­seti stýr­ir. 

Í frétta­skýr­ingu á vef New York Times er full­yrt, að með þess­ari stefnu­breyt­ingu sé Trump að stilla Banda­ríkj­unum upp gegn Rússum, Kína og Norð­ur­-Kóreu, jafn­vel þó Trump hafi sagt að hann væri „100 pró­sent“ sam­mála Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, eftir fund þeirra í gær. Vís­aði hann þar til þess að þessi risa­veldi hefði skyldum að gegna þegar kæmi að því að stuðla að heims­frið­i. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None