Vantar 4.600 íbúðir á markað til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar

Íbúðalánasjóður reiknar með að það þurfi að byggja níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að eftirspurn verði mætt. Fjölgun eigna hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Upp­safn­aður mis­munur á fram­boði og eft­ir­spurn hús­næðis á Íslandi er um 4.600 íbúð­ir, sé tekið til­lit til þess að um 1.600 íbúðir séu á hverjum tíma í skamm­tíma­út­leigu til ferða­manna. Heild­ar­þörf á upp­bygg­ing­u ­í­búð­ar­hús­næð­is á næstu þremur árum er talin vera um níu þús­und íbúð­ir. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu sem Íbúða­lána­sjóð­ur­ hef­ur unnið að beiðni Þor­steins Víglunds­son­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, um vöntun á hús­næð­is­mark­aði á Ísland­i. 

Þar segir enn fremur að fjölgun eigna hafi ekki hald­ist í hendur við mann­fjölda­þróun í land­inu á und­an­förnum árum. ­Grein­ing sjóðs­ins er hluti af ítar­legri grein­ingu á stöðu hús­næð­is­mála á land­inu sem Íbúða­lána­sjóð­ur­ ann­ast fyrir aðgerða­hóp um hús­næð­is­vand­ann sem fjórir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar sitja í. Hóp­ur­inn mun skila til­lögum um úrbætur í hús­næð­is­málum í maí.

Auglýsing

Í nið­ur­lagi grein­ing­ar­innar segir að þörf sé á að byggja 3.079 íbúðir í ár, 2.121 á næsta ári og 2.169 árið 2019. „Mik­il­vægt er þó að fara ekki of geyst af stað í upp­bygg­ingu þar sem við viljum ekki lenda aftur í ástandi líkt og var hér á síð­ustu upp­sveiflu­árum þar sem byggt var langt umfram þörf. Einnig er mik­il­vægt að leggja mat á það hvers konar íbúðir er einna mest þörf fyrir og hvar á land­in­u.“

Hægt er að lesa grein­ing­una hér.

Meira úr sama flokkiInnlent
None