Pressan fær 300 milljóna hlutafjáraukningu og Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður

Félag í eigu Róberts Wessman og fleiri kemur inn í Pressuna með 155 milljónir. Björn Ingi Hrafnsson hættir sem stjórnarformaður og útgefandi en starfar áfram innan Pressunnar.

Björn Ingi Hrafnsson hefur verið útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar en ætlar nú að hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar.
Björn Ingi Hrafnsson hefur verið útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar en ætlar nú að hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar.
Auglýsing

Útgáfu­fé­lagið Pressan er að ljúka hluta­fjár­aukn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en hlutafé verður aukið um 300 millj­ónir króna. Breiður hópur fjár­festa kemur að rekstr­inum með hluta­fjár­aukn­ing­unni, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Press­unn­i. 

Sam­hliða þessu mun Björn Ingi Hrafns­son, stjórn­ar­for­maður og útgef­andi, hætta þeim störf­um. Hann hverfur nú að eigin ósk til ann­arra verk­efna innan sam­stæð­unn­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unn­i. 

Gunn­laugur Árna­son verður nýr stjórn­ar­for­mað­ur, en hann er eig­andi breskra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja og starf­aði um fimm ára skeið sem blaða­maður hjá Reuters í London, auk þess sem hann var rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins árin 2005 til 2007. 

Auglýsing

Aðrir sem setj­ast í stjórn eru Þor­varður Gunn­ars­son, fyrrum for­stjóri Deloitte á Íslandi, Sess­elja Vil­hjálms­dóttir fram­kvæmda­stjóri hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tag­Play og Hall­dór Krist­manns­son yfir­maður Sam­skipta- og mark­aðs­sviðs lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen

Félag sem er í eigu Hall­dórs, Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­son­ar, Hilm­ars Þórs Krist­ins­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­son­ar, Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn ehf., kemur inn með 155 millj­ónir króna. 

Björn Ingi Hrafns­son og við­skipta­fé­lagi hans, Arnar Ægis­son, taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og sam­kvæmt til­kynn­ing­unni leggur félag í þeirra eigu fram 50 millj­ónir króna. Félag Hreins Lofts­son­ar, Karls Stein­ars Ósk­ars­sonar og Matth­í­asar Björns­sonar eign­ast einnig hlut í Press­unni, en þeir áttu áður Bírt­ing. Karl Steinar verður fram­kvæmda­stjóri félags­ins og Matth­ías Björns­son fjár­mála­stjóri þess. 

Andri Gunn­ars­son, Fannar Ólafs­son og Gestur Breið­fjörð Gests­son eru eig­endur félags sem kemur inn í eig­enda­hóp­inn, en Fannar er bróðir Bjartar Ólafs­dóttur umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra. 

Þá er verk­taka­fyr­ir­tækið Eykt ehf. skráð meðal nýrra hlut­hafa, en það er í eigu stjórn­ar­for­manns­ins Pét­urs Guð­munds­son­ar. Skúli Gunnar Sig­fús­son, Sig­ur­vin Ólafs­son og Viggó Einar Hilm­ars­son eiga einnig allir félög sem koma inn í hlut­hafa­hóp­inn.

Pressan gefur út fjölda fjöl­miðla, meðal ann­ars Press­una, Eyj­una og DV, og nýlega heim­il­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið að félagið tæki yfir tíma­rita­út­gáf­una Bírt­ing, sem gefur út ýmis tíma­rit. Gert er ráð fyrir því sam­kvæmt til­kynn­ing­unni að sam­eig­in­leg velta Pressunnar og tengdra félaga verði um 1,3 millj­arður króna á þessu ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None