#fjölmiðlar#stjórnmál

Gísli Freyr Valdórsson nýr ritstjóri Þjóðmála

Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er orðinn ritstjóri Þjóðmála. Fyrsta tölublaðið undir hans ritstjórn er komið út.

Gísli Freyr Valdórsson, nýr ritstjóri Þjóðmála.
Gísli Freyr Valdórsson, nýr ritstjóri Þjóðmála.

Gísli Freyr Val­dórs­son er tekin við rit­stjórn Þjóð­mála, tíma­rits um stjórn­mál og menn­ingu sem kemur út árs­fjórð­ungs­lega. Hann greinir frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book að fyrsta tölu­blaðið undir hans rit­stjórn sé komið út og verði á næst­unni dreift til áskrif­enda. „Það er alltaf pláss fyrir smá póli­tík í líf­in­u,“ segir Gísli Freyr í færsl­unn­i. 

Þjóð­málum var síð­ast stýrt af Óla Birni Kára­syni. Óli Björn var hins vegar kosin á þing í kosn­ing­unum í októ­ber 2016 fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og lét í kjöl­farið af störf­um. Hann tók við starf­inu í októ­ber 2015 af Jak­obi F. Ásgeirs­syni, sem hafði þá setið í rit­stjóra­stólnum í ára­tug. Í Þjóð­málum er fjallað um stjórn­mál og flestir greina­höf­undar eða reglu­legir skríbentar eru með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Í skrifum blaðs­ins má greina þá strauma sem eru hverju sinni á hægri­væng og í íhalds­kreðsum stjórn­mál­anna. 

Auglýsing

Gísli Freyr var lengi vel áber­andi í íslenskum stjórn­málum auk þess sem hann starf­aði lengi sem blaða­maður á Við­skipta­blað­inu. Hann gengdi starfi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur eftir að hún tók við starfi inn­an­rík­is­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar 2013. Hann lék stórt hlut­verk í leka­mál­inu svo­kall­aða. Í ágúst 2014 var hann ákærður fyr­ir  leka trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ingum um hæl­­is­­leit­anda úr inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu til fjöl­miðla í nóv­em­ber 2013. Hann var í kjöl­farið leystur frá störfum á meðan að málið væri til með­ferðar fyrir dóm­stól­um. Gísli Freyr neit­aði stað­fast­lega sök á þeim tíma. 

Degi áður en málið var tekið fyrir í hér­aðs­dómi – 13. nóv­em­ber 2014 – ját­aði Gísli Freyr brot sitt fyrir Hönnu Birnu og hlaut síð­an átta mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm fyrir brot sitt þann 14. nóv­em­ber sama ár. Hann undi dómnum og áfrýj­aði honum ekki til Hæsta­rétt­ar. Málið leiddi á end­anum til þess að Hanna Birna sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra rúmri viku síð­ar. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira úr sama flokkiInnlent