Ólöf Skaftadóttir nýr aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins

Dóttir aðalritstjóra 365 hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins við hlið Andra Ólafssonar.

Fréttablaðið er gefið út af 365.
Fréttablaðið er gefið út af 365.
Auglýsing

Ólöf Skafta­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, við hlið Andra Ólafs­son­ar, og munu þau deila með sér frétta­stjórn á blað­inu. Ólöf hefur starfað um nokkura ára skeið hjá 365 miðl­um, meðal ann­ars sem blaða­mað­ur, umsjón­ar­maður helg­ar­blaðs Frétta­blaðs­ins og við rit­stjórn á 19:10, opna glugg­anum á Stöð 2 sem kemur á eftir kvöld­fréttum stöðv­ar­inn­ar.

Frá þessu var greint í tölvu­pósti til starfs­manna blaðs­ins í dag. Kjartan Hreinn Njáls­son mun taka við rit­stjórn 19:10. Ólöf er dóttir Krist­ínar Þor­steins­dótt­ur, aðal­rit­stjóra frétta­stofu 365 og útgef­anda Frétta­blaðs­ins. 

Miklar breyt­ingar eru framundan innan 365. Fyrir mán­uði síðan var til­kynnt um að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, hefði und­ir­­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Auglýsing

Sú breyt­ing var gerð á fyrra sam­komu­lagi að Fjar­­skipti eru ekki bara að kaupa ljós­vaka- og fjar­­skipta­­eignir 365 miðla. Nú bæt­t­ust bæði frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa 365, að und­an­skil­inni rit­­stjórn og rekstri Frétta­­blaðs­ins, í kaup­in. Áður ætl­­aði Fjar­­skipti ein­ungis að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið.

Frétta­­blaðið verður áfram í eigu 365 miðla. Það verður tíma­­rit­ið Gla­mour einnig. Engar breyt­ingar verða á eign­­ar­haldi þess félags. Eft­ir­lits­að­ilar fara nú yfir við­skiptin og er búist við nið­ur­stöðu þeirra síð­sum­ars eða í haust.

Meira úr sama flokkiInnlent
None