#fjölmiðlar

Ólöf Skaftadóttir nýr aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins

Dóttir aðalritstjóra 365 hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins við hlið Andra Ólafssonar.

Fréttablaðið er gefið út af 365.
Fréttablaðið er gefið út af 365.

Ólöf Skafta­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, við hlið Andra Ólafs­son­ar, og munu þau deila með sér frétta­stjórn á blað­inu. Ólöf hefur starfað um nokkura ára skeið hjá 365 miðl­um, meðal ann­ars sem blaða­mað­ur, umsjón­ar­maður helg­ar­blaðs Frétta­blaðs­ins og við rit­stjórn á 19:10, opna glugg­anum á Stöð 2 sem kemur á eftir kvöld­fréttum stöðv­ar­inn­ar.

Frá þessu var greint í tölvu­pósti til starfs­manna blaðs­ins í dag. Kjartan Hreinn Njáls­son mun taka við rit­stjórn 19:10. Ólöf er dóttir Krist­ínar Þor­steins­dótt­ur, aðal­rit­stjóra frétta­stofu 365 og útgef­anda Frétta­blaðs­ins. 

Miklar breyt­ingar eru framundan innan 365. Fyrir mán­uði síðan var til­kynnt um að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, hefði und­ir­­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Auglýsing

Sú breyt­ing var gerð á fyrra sam­komu­lagi að Fjar­­skipti eru ekki bara að kaupa ljós­vaka- og fjar­­skipta­­eignir 365 miðla. Nú bæt­t­ust bæði frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa 365, að und­an­skil­inni rit­­stjórn og rekstri Frétta­­blaðs­ins, í kaup­in. Áður ætl­­aði Fjar­­skipti ein­ungis að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið.

Frétta­­blaðið verður áfram í eigu 365 miðla. Það verður tíma­­rit­ið Gla­mour einnig. Engar breyt­ingar verða á eign­­ar­haldi þess félags. Eft­ir­lits­að­ilar fara nú yfir við­skiptin og er búist við nið­ur­stöðu þeirra síð­sum­ars eða í haust.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent
None