Samherji fjárfest fyrir 11 milljarða á Eyjafjarðarsvæðinu á 3 árum

Mikil uppbygging er framundan hjá Samherja á Dalvík.

Frá undirritun lóðaleigusamnings Samherja á Dalvík.
Frá undirritun lóðaleigusamnings Samherja á Dalvík.
Auglýsing

Sam­herji und­ir­rit­aði í gær lóða­leigu­samn­ing við Dal­vík­ur­byggð um 23.000 fer­metra lóð undir nýtt hús­næði land­vinnslu félags­ins á Dal­vík, en heild­ar­um­fang fjár­fest­ing­ar­innar er áætlað um 3,5 millj­arðar króna. „Með samn­ingnum er stigið stórt skref í átt að nýrri og full­komn­ari vinnslu Sam­herja á Dal­vík. Flutn­ingur starf­semi Sam­herja á hafn­ar­svæðið skapar jafn­framt mögu­leika fyrir bæj­ar­fé­lagið að skipu­leggja svæðið með öðrum hætti til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið í heild,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins vegna þessa.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, opin­ber­aði þessi áform fyr­ir­tæk­is­ins á fjöl­mennum hátíð­ar­fundi með starfs­fólki Sam­herja á Dal­vík og for­svars­mönnum Dal­vík­ur­byggð­ar. Hrós­aði hann starfs­fólki sér­stak­lega og það traust sem ríkti á milli þess, og einnig bæj­ar­yf­ir­valda.

Auglýsing

Í ræðu sinni á fund­inum sagði að Sam­herji hefði tekið á móti nýjum Björg­úlfi EA í Tyrk­landi. Nýja skipið muni leysa hinn 40 ára gamla nafna sinn af hólmi og komi til heima­hafnar á Dal­vík í byrjun jún­í. „Með nýju vinnsl­unni og smíði Björg­úlfs EA er Sam­herji að fjár­festa í veiðum og vinnslu á Dal­vík fyrir a.m.k. sex millj­arða. Heild­ar­fjár­fest­ing Sam­herja í veiðum og vinnslu í Eyja­firði verður því um ell­efu millj­arðar króna á ein­ungis þremur árum,“ sagði Þor­steinn Már, að því er fram kemur í til­kynn­ingu.

Óhætt er að segja að fjár­hags­staða Sam­herja sé sterk. Í lok árs 2015 var eigið fé félags­ins yfir 80 millj­arðar og hagn­að­ur­inn 13,9 millj­arð­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent