Efni Fréttablaðsins á að fara inn á Vísi í 44 mánuði eftir kaup

Gangi kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á flestum miðlum 365 utan Fréttablaðsins mun efni mest lesna dagblaðs landsins samt sem áður birtast á Vísi.is í 44 mánuði. Efni blaðsins má hins vegar ekki birtast á nýjum vef Fréttablaðsins.

365 miðlar
Auglýsing

Í sam­starfs­samn­ingi sem gerður var sam­hliða kaupum Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, á flestum fjöl­miðlum 365 miðla kemur fram að efni Frétta­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, muni áfram birt­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýðir að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­skipta, mun geta birt allt efni Frétta­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­miðl­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn. 

Ritað var undir samn­ing um kaup Fjar­skipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins og Gla­mour í mars síð­ast­liðn­um. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. að greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Fjar­­skipti eru að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og frétta­vefs­ins Vís­ir.is. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið. Þær eignir sem verða eftir í 365 miðlum eru Frétta­blaðið og tíma­ritið Gla­mour.

Auglýsing

Á fjár­festa­kynn­ingu sem haldið var vegna þessa kom fram að aðilar hefðu „samið um miðlun frétta­efnis og sam­starf sín á milli í kjöl­far við­skipta.“ Í því fælist aðal­lega að efni úr Frétta­blað­inu heldur áfram að birt­ast á Vísi, á grunni gerðs þjón­ustu­samn­ings. Hins vegar hafði ekki komið fram áður í hversu langan tíma slíkur samn­ingur ætti að gilda né hvaða tak­mark­anir hann myndi setja á notkun þess efnis á nýjum vef Frétta­blaðs­ins.

Frétta­blaðið má ekki birta eigið efni á eigin vef

Í sam­starfs­samn­ingnum sem gerður var milli Fjar­skipta og 365 miðla er einnig kveðið á um að efni Frétta­blaðs­ins megi ekki fara inn á nýjan vef þess sem settur verði upp í kjöl­farið af söl­unni á Vísi yfir til Fjar­skipta. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Er samn­ing­ur­inn tal­inn nauð­syn­legur til þess að sam­run­inn gangi í gegn, þar sem Fjar­skipti munu ekki hafa yfir að ráða frétta­stofu af því tagi sem þarf til að sinna vef­síð­unni vis­ir.is þegar við afhend­ingu eigna sam­kvæmt samn­ingn­um, gangi kaupin eft­ir. Því telja sam­runa­að­ilar nauð­syn­legt að við­hafa slíkt sam­starf tíma­bund­ið, til þess að tryggja sam­fellu í rekstri frétta­síð­unnar vis­ir.is, gangi sam­run­inn í gegn“.

Þessi full­yrð­ing, um að Fjar­skipti muni ekki hafa yfir að ráða nægi­lega öfl­ugri frétta­stofu til að sinna Vísi.is stang­ast á við aðra full­yrð­ingu í sam­runa­skránni. Þar segir að Frétta­stofa þeirra ljós­vaka­miðla sem verið sé að kaupa og Vís­is.is verði „eftir sem áður rekin af mynd­ug­leik og ekki eru áform um að draga úr getu hennar eða sjálf­stæði. Þvert á mót ætti hún að efl­ast í efna­hags­lega sterk­ari sam­stæðu en áður.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent