Efni Fréttablaðsins á að fara inn á Vísi í 44 mánuði eftir kaup

Gangi kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á flestum miðlum 365 utan Fréttablaðsins mun efni mest lesna dagblaðs landsins samt sem áður birtast á Vísi.is í 44 mánuði. Efni blaðsins má hins vegar ekki birtast á nýjum vef Fréttablaðsins.

365 miðlar
Auglýsing

Í sam­starfs­samn­ingi sem gerður var sam­hliða kaupum Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, á flestum fjöl­miðlum 365 miðla kemur fram að efni Frétta­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, muni áfram birt­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýðir að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­skipta, mun geta birt allt efni Frétta­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­miðl­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn. 

Ritað var undir samn­ing um kaup Fjar­skipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins og Gla­mour í mars síð­ast­liðn­um. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. að greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Fjar­­skipti eru að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og frétta­vefs­ins Vís­ir.is. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið. Þær eignir sem verða eftir í 365 miðlum eru Frétta­blaðið og tíma­ritið Gla­mour.

Auglýsing

Á fjár­festa­kynn­ingu sem haldið var vegna þessa kom fram að aðilar hefðu „samið um miðlun frétta­efnis og sam­starf sín á milli í kjöl­far við­skipta.“ Í því fælist aðal­lega að efni úr Frétta­blað­inu heldur áfram að birt­ast á Vísi, á grunni gerðs þjón­ustu­samn­ings. Hins vegar hafði ekki komið fram áður í hversu langan tíma slíkur samn­ingur ætti að gilda né hvaða tak­mark­anir hann myndi setja á notkun þess efnis á nýjum vef Frétta­blaðs­ins.

Frétta­blaðið má ekki birta eigið efni á eigin vef

Í sam­starfs­samn­ingnum sem gerður var milli Fjar­skipta og 365 miðla er einnig kveðið á um að efni Frétta­blaðs­ins megi ekki fara inn á nýjan vef þess sem settur verði upp í kjöl­farið af söl­unni á Vísi yfir til Fjar­skipta. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Er samn­ing­ur­inn tal­inn nauð­syn­legur til þess að sam­run­inn gangi í gegn, þar sem Fjar­skipti munu ekki hafa yfir að ráða frétta­stofu af því tagi sem þarf til að sinna vef­síð­unni vis­ir.is þegar við afhend­ingu eigna sam­kvæmt samn­ingn­um, gangi kaupin eft­ir. Því telja sam­runa­að­ilar nauð­syn­legt að við­hafa slíkt sam­starf tíma­bund­ið, til þess að tryggja sam­fellu í rekstri frétta­síð­unnar vis­ir.is, gangi sam­run­inn í gegn“.

Þessi full­yrð­ing, um að Fjar­skipti muni ekki hafa yfir að ráða nægi­lega öfl­ugri frétta­stofu til að sinna Vísi.is stang­ast á við aðra full­yrð­ingu í sam­runa­skránni. Þar segir að Frétta­stofa þeirra ljós­vaka­miðla sem verið sé að kaupa og Vís­is.is verði „eftir sem áður rekin af mynd­ug­leik og ekki eru áform um að draga úr getu hennar eða sjálf­stæði. Þvert á mót ætti hún að efl­ast í efna­hags­lega sterk­ari sam­stæðu en áður.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi
Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent