Efni Fréttablaðsins á að fara inn á Vísi í 44 mánuði eftir kaup

Gangi kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á flestum miðlum 365 utan Fréttablaðsins mun efni mest lesna dagblaðs landsins samt sem áður birtast á Vísi.is í 44 mánuði. Efni blaðsins má hins vegar ekki birtast á nýjum vef Fréttablaðsins.

365 miðlar
Auglýsing

Í sam­starfs­samn­ingi sem gerður var sam­hliða kaupum Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, á flestum fjöl­miðlum 365 miðla kemur fram að efni Frétta­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, muni áfram birt­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýðir að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­skipta, mun geta birt allt efni Frétta­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­miðl­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn. 

Ritað var undir samn­ing um kaup Fjar­skipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins og Gla­mour í mars síð­ast­liðn­um. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. að greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Fjar­­skipti eru að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og frétta­vefs­ins Vís­ir.is. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið. Þær eignir sem verða eftir í 365 miðlum eru Frétta­blaðið og tíma­ritið Gla­mour.

Auglýsing

Á fjár­festa­kynn­ingu sem haldið var vegna þessa kom fram að aðilar hefðu „samið um miðlun frétta­efnis og sam­starf sín á milli í kjöl­far við­skipta.“ Í því fælist aðal­lega að efni úr Frétta­blað­inu heldur áfram að birt­ast á Vísi, á grunni gerðs þjón­ustu­samn­ings. Hins vegar hafði ekki komið fram áður í hversu langan tíma slíkur samn­ingur ætti að gilda né hvaða tak­mark­anir hann myndi setja á notkun þess efnis á nýjum vef Frétta­blaðs­ins.

Frétta­blaðið má ekki birta eigið efni á eigin vef

Í sam­starfs­samn­ingnum sem gerður var milli Fjar­skipta og 365 miðla er einnig kveðið á um að efni Frétta­blaðs­ins megi ekki fara inn á nýjan vef þess sem settur verði upp í kjöl­farið af söl­unni á Vísi yfir til Fjar­skipta. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Er samn­ing­ur­inn tal­inn nauð­syn­legur til þess að sam­run­inn gangi í gegn, þar sem Fjar­skipti munu ekki hafa yfir að ráða frétta­stofu af því tagi sem þarf til að sinna vef­síð­unni vis­ir.is þegar við afhend­ingu eigna sam­kvæmt samn­ingn­um, gangi kaupin eft­ir. Því telja sam­runa­að­ilar nauð­syn­legt að við­hafa slíkt sam­starf tíma­bund­ið, til þess að tryggja sam­fellu í rekstri frétta­síð­unnar vis­ir.is, gangi sam­run­inn í gegn“.

Þessi full­yrð­ing, um að Fjar­skipti muni ekki hafa yfir að ráða nægi­lega öfl­ugri frétta­stofu til að sinna Vísi.is stang­ast á við aðra full­yrð­ingu í sam­runa­skránni. Þar segir að Frétta­stofa þeirra ljós­vaka­miðla sem verið sé að kaupa og Vís­is.is verði „eftir sem áður rekin af mynd­ug­leik og ekki eru áform um að draga úr getu hennar eða sjálf­stæði. Þvert á mót ætti hún að efl­ast í efna­hags­lega sterk­ari sam­stæðu en áður.“

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent