Viðskiptavinum í sjónvarpsáskrift hjá 365 hefur fækkað töluvert

Innkoma erlendra efnisveitna á íslenskan sjónvarpsmarkað og hröð framþróun í tækni og neyslu afþreyingarefnis hefur gert það að verkum að mun færri heimili kaupa áskrift að Stöð 2 og öðrum sjónvarpsstöðvum 365 en gerðu það fyrir tveimur árum.

Sjónvarpsneysla hefur breyst gríðarlega hratt á síðustu misserum og gert samkeppnisstöðu hefðbundinna áskriftastöðva mun erfiðari.
Sjónvarpsneysla hefur breyst gríðarlega hratt á síðustu misserum og gert samkeppnisstöðu hefðbundinna áskriftastöðva mun erfiðari.
Auglýsing

Net­flix er sú sjón­varps­veita sem er með flesta áskrif­endur á Íslandi á sjón­varps­mark­aði. Alls eru áskrif­endur að veit­unni 54.120 og mark­aðs­hlut­deild hennar er 40 pró­sent. Stærstu íslensku einka­reknu áskrift­ar­stöðv­arn­ar, sjón­varps­stöðvar 365 og Sjón­varp Sím­ans Prem­ium, eru sam­an­lagt með 47 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í áskrift­ar­sjón­varpi þegar ekki er tekið til­lit til RÚV, sem allir lands­menn eru skyldugir til að vera með áskrift að. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn.

Þar segir að staða 365 miðla, sem á og rekur Stöð 2 og tengdar sjón­varps­stöðv­ar, hafi veikst á und­an­förnum árum. Þó nokkur fækkun hafi orðið á við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Staða 365 hefur þannig veikst, á sama tíma og keppi­nautar hafa styrkt stöðu sína. Þannig hefur tölu­verð fækkun orðið á fjölda heim­ila/­kennitalna sem eru í við­skiptum hjá 365 á sl. tveimur árum[...]Þessi fækkun í fjölda við­skipta­vina hefur átt sér stað þrátt fyrir að 365 hafi leit­ast við að svara kalli neyt­enda um nýjar áskrift­ar­leið­ir, og boðið upp á Mara­þon Now, sem gerir við­skipta­vinum kleift að ger­ast áskrif­endur að heilum þátta­röð­um, líkt og Net­flix býður upp á.“ Alls eru 35.666 áskrif­endur að sjón­varps­þjón­ustu hjá 365 miðlum sam­kvæmt upp­gefnum upp­lýs­ingum og mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim mark­aði 26 pró­sent.

Sam­kvæmt töflu sem er birt í skjal­inu er mark­aðs­hlut­deild Net­flix 40 pró­sent á áskrift­ar­mark­aði. Alls eru 54.120 Íslend­ingar áskrif­endur að veit­unni þrátt fyrir að hún hafi fyrst opnað fyrir þjón­ustu fyrir íslenskar IP-­tölur í byrjun árs 2016. Ástæðan er auð­vitað sú að áskrift að Net­flix kostar rúm­lega eitt þús­und krónur á mán­uði. Ódýr­asti pakk­inn hjá 365 sem inni­heldur Stöð 2 kostar hins vegar 9.990 krónur og sá dýr­asti 22.990 krónur á mán­uði.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­runa­skránni er Sjón­varps Sím­ans Prem­ium með um 28 þús­und áskrif­end­ur, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur sú tala hækkað á und­an­förnum mán­uðum og er nú yfir 30 þús­und.

Í skjal­inu er einnig greint frá því að Voda­fone Play sé með um níu þús­und áskrif­endur og sjö pró­sent mark­aðs­hlut­deild og að rúm­lega fimm þús­und manns séu með áskrift af bresku sjón­varps­stöð­inni Sky hér­lend­is.

Sé litið til tekna við mat á mark­aðs­hlut­deild þá hefur vöxtur Net­flix og Sím­ans haft mikil áhrif á tekjur 365 miðla vegna sjón­varps­á­skrift­ar­sölu. Í skjal­inu segir að hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim tekju­mark­aði hafi dreg­ist saman úr 38,5 pró­sent í febr­úar 2014 í 30-35 pró­sent. Reiknað er með að íslenskir neyt­endur séu að greiða 56,3 millj­ónir á mán­uði, og þar með 675 millj­ónir á ári, fyrir aðgang að erlendum efn­isveitum á borð við Net­flix, Hulu og Amazon. Til við­bótar sé greitt um 483 millj­ónir fyrir Sky.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent