Viðskiptavinum í sjónvarpsáskrift hjá 365 hefur fækkað töluvert

Innkoma erlendra efnisveitna á íslenskan sjónvarpsmarkað og hröð framþróun í tækni og neyslu afþreyingarefnis hefur gert það að verkum að mun færri heimili kaupa áskrift að Stöð 2 og öðrum sjónvarpsstöðvum 365 en gerðu það fyrir tveimur árum.

Sjónvarpsneysla hefur breyst gríðarlega hratt á síðustu misserum og gert samkeppnisstöðu hefðbundinna áskriftastöðva mun erfiðari.
Sjónvarpsneysla hefur breyst gríðarlega hratt á síðustu misserum og gert samkeppnisstöðu hefðbundinna áskriftastöðva mun erfiðari.
Auglýsing

Net­flix er sú sjón­varps­veita sem er með flesta áskrif­endur á Íslandi á sjón­varps­mark­aði. Alls eru áskrif­endur að veit­unni 54.120 og mark­aðs­hlut­deild hennar er 40 pró­sent. Stærstu íslensku einka­reknu áskrift­ar­stöðv­arn­ar, sjón­varps­stöðvar 365 og Sjón­varp Sím­ans Prem­ium, eru sam­an­lagt með 47 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í áskrift­ar­sjón­varpi þegar ekki er tekið til­lit til RÚV, sem allir lands­menn eru skyldugir til að vera með áskrift að. Þetta kemur fram í sam­runa­skrá vegna fyr­ir­hug­aðs sam­runa Fjar­skipta og 365 miðla sem skilað var til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 27. apríl síð­ast­lið­inn.

Þar segir að staða 365 miðla, sem á og rekur Stöð 2 og tengdar sjón­varps­stöðv­ar, hafi veikst á und­an­förnum árum. Þó nokkur fækkun hafi orðið á við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Staða 365 hefur þannig veikst, á sama tíma og keppi­nautar hafa styrkt stöðu sína. Þannig hefur tölu­verð fækkun orðið á fjölda heim­ila/­kennitalna sem eru í við­skiptum hjá 365 á sl. tveimur árum[...]Þessi fækkun í fjölda við­skipta­vina hefur átt sér stað þrátt fyrir að 365 hafi leit­ast við að svara kalli neyt­enda um nýjar áskrift­ar­leið­ir, og boðið upp á Mara­þon Now, sem gerir við­skipta­vinum kleift að ger­ast áskrif­endur að heilum þátta­röð­um, líkt og Net­flix býður upp á.“ Alls eru 35.666 áskrif­endur að sjón­varps­þjón­ustu hjá 365 miðlum sam­kvæmt upp­gefnum upp­lýs­ingum og mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim mark­aði 26 pró­sent.

Sam­kvæmt töflu sem er birt í skjal­inu er mark­aðs­hlut­deild Net­flix 40 pró­sent á áskrift­ar­mark­aði. Alls eru 54.120 Íslend­ingar áskrif­endur að veit­unni þrátt fyrir að hún hafi fyrst opnað fyrir þjón­ustu fyrir íslenskar IP-­tölur í byrjun árs 2016. Ástæðan er auð­vitað sú að áskrift að Net­flix kostar rúm­lega eitt þús­und krónur á mán­uði. Ódýr­asti pakk­inn hjá 365 sem inni­heldur Stöð 2 kostar hins vegar 9.990 krónur og sá dýr­asti 22.990 krónur á mán­uði.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­runa­skránni er Sjón­varps Sím­ans Prem­ium með um 28 þús­und áskrif­end­ur, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur sú tala hækkað á und­an­förnum mán­uðum og er nú yfir 30 þús­und.

Í skjal­inu er einnig greint frá því að Voda­fone Play sé með um níu þús­und áskrif­endur og sjö pró­sent mark­aðs­hlut­deild og að rúm­lega fimm þús­und manns séu með áskrift af bresku sjón­varps­stöð­inni Sky hér­lend­is.

Sé litið til tekna við mat á mark­aðs­hlut­deild þá hefur vöxtur Net­flix og Sím­ans haft mikil áhrif á tekjur 365 miðla vegna sjón­varps­á­skrift­ar­sölu. Í skjal­inu segir að hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim tekju­mark­aði hafi dreg­ist saman úr 38,5 pró­sent í febr­úar 2014 í 30-35 pró­sent. Reiknað er með að íslenskir neyt­endur séu að greiða 56,3 millj­ónir á mán­uði, og þar með 675 millj­ónir á ári, fyrir aðgang að erlendum efn­isveitum á borð við Net­flix, Hulu og Amazon. Til við­bótar sé greitt um 483 millj­ónir fyrir Sky.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent